Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 30
Eins og nýlega hefur komið fram telja 365 miðlar á sér brot- ið með þeirri ákvörð- un Egils Helgasonar að flytja þátt sinn Silf- ur Egils yfir til RÚV og ráða sig þar til starfa frá 1. júní sl. Ástæðan er sú að fyrirtækið telur að bindandi samningur hafi verið kominn á milli Egils og 365 miðla um að hann stýrði þætti sínum á Stöð 2, a.m.k. næstu tvö árin. Í um- ræðum hefur komið fram að margir telja slíkar samnings- skuldbindingar léttvægar og skilja ekki af hverju fyrirtæk- ið er að gera sér rellu út af mál- inu. Virðast jafnvel halda að 365 vilji neyða Egil „með fógeta- valdi“ til að starfa hjá sér, sem auðvitað getur aldrei gerst. Tel ég nauðsynlegt að skýra málið frekar. Viðræður okkar Egils um gerð nýs samnings hófust í lok mars sl. og á fundi hinn 19. apríl náðum við saman í megin- atriðum. Vildi Egill þó fá stutt- an frest áður en endanlega yrði gengið frá málinu. Hann sendi mér skilaboð að morgni 22. apríl um að hann gengi að því sem við hefðum rætt um störf hans fyrir fyrirtækið og við gengum í síma frá munnlegum samningi í framhaldi af því. Við ákváðum að staðfesta þann samning með tölvupóstsendingum okkar á milli og sendi ég honum um hæl eftirfarandi tölvupóst: „Sæll Egill, Staðfesti að eins og við töluðum um í síman- um áðan, þá er kominn á samningur milli okkar til a.m.k. 2ja ára, með einum greiddum mán- uði vegna sumarleyf- is. Launagreiðsla til EH xxx/mán. [fellt út vegna trúnaðar]. Að öðru leyti í samræmi við þann ramma sem gilt hefur og það sem farið hefur okkar á milli, en við skulum klára skriflega út- gáfu af þessu í vikunni.“ Egill svaraði átta mínútum síðar: „OK, móttekið, ég fer á laun 1. sept. – kv. Egill.“ Ég tel að fleiri gögn styðji mál- stað 365 miðla en fer ekki út í það plássins vegna. Þetta er kjarninn. Ég hygg að öllum sé ljóst sem lesa þessi samskipti að ef málið hefði horft við á hinn veginn, þ.e. 365 miðlar ákveð- ið að taka þátt Egils af dagskrá, en hann ekki verið að ráða sig annars staðar, þá hefði fyrirtæk- ið verið bundið við það að greiða honum laun í tvö ár. Alveg krist- altært! Það verður auðvitað að virka í báðar áttir. Egill er reynd- ar ekki venjulegur launamað- ur, heldur sjónvarpsstjarna, sem semur um hátt gjald til langs tíma fyrir sig og vörumerki sitt. Fyndist fólki eðlilegt að fótbolta- stjarna sem hefði gengið frá 2ja ára samningi við eitt lið gæti bara labbað í burtu frá þeim samningi? Myndi fólk þá segja: Ja, hann verður auðvitað að ráða með hvaða liði hann spilar mað- urinn? Nei, aldeilis ekki. Allir vita að þegar svona mál koma upp í fótboltanum þarf að semja um félagaskiptin. Egill verður þó ekki frekar en fótboltamaðurinn færður í bönd- um inn á völlinn eða í stúdíóið. Markmið 365 miðla með væntan- legum málarekstri er einfaldlega að fá staðfest hver lagaleg staða málsins er, þannig að hægt sé að vinna úr málinu á réttum grund- velli. Það er í raun skylda okkar sem stjórnum 365 miðlum að fylgja málinu eftir, fyrst við telj- um brotið á fyrirtækinu. Það er 365 miðlum að meina- lausu að Egill kjósi fremur að starfa hjá RÚV, ef hann tekur þær ákvarðanir í samræmi við aðrar samningsskuldbindingar sínar, en framkoma Egils í garð 365 miðla hefur verið vægast sagt óvenjuleg. Í símtali 22. maí innti ég Egil eftir stöðu mála, þar sem m.a. stjórnarmenn og nánir samstarfsmenn hjá 365 báru venslafólk Egils og nafngreinda starfsmenn RÚV fyrir því að hann væri að fara þangað. Egill fullvissaði mig um að samningur okkar stæði eins og stafur á bók og ekkert væri að marka kjafta- sögur um annað. Þessu skýrði ég frá innan fyrirtækisins og við trúðum Agli. Á þessum tíma voru liðnar um þrjár vikur frá því að hann gekk frá samningi við RÚV. Í Fréttablaðinu hefur komið fram að Páll Magnússon útvarps- stjóri er einn þeirra sem segjast ekki skilja þegar fólk er þving- að til vinnu með „fógetavaldi“. „Mér finnst afskaplega sérkenni- legt þegar fólk vill hætta í vinnu sinni, að vinnuveitandi skuli hanga á því eins og hundur á roði. En menn þurfa auðvitað að fljúga eins og þeir eru fiðraðir,“ segir Páll. Maður hlýtur að spyrja: Er það orðin opinber stefna í ríkis- rekstrinum að líta á þá sem ein- hverja furðufugla sem telja enn að það eigi að virða gerða samn- inga? Það er því miður komið fram sem flestir vissu, og Samkepn- iseftirlitið lýsti í umsögn sinni um RÚV-frumvarpið í vor, að sú lagasetning hefur raskað mjög samkeppnisstöðu á fjölmiðla- markaði. Stjórnendur RÚV hafa nú þrjá milljarða króna af skatt- peningum til að yfirbjóða það sem fyrir er á markaðnum, í þeim tilgangi að búa til eftirsótt- ara auglýsingasjónvarp. Þó kast- ar tólfunum þegar ríkisfyrirtæk- ið varðar ekkert um hvort samn- ingar annarra kunni að hafa verið brotnir í því ferli. Hvað finnst menntamálaráðherra og öðrum stjórnvöldum sem málið snertir? Er það svona sem hlut- irnir eiga að vera? Höfundur er forstjóri 365 miðla. Silfur Egils Helgasonar Egill fullvissaði mig um að samningur okkar stæði eins og stafur á bók og ekkert væri að marka kjaftasögur um annað. Þessu skýrði ég frá innan fyrirtækisins og við trúðum Agli. Á þessum tíma voru liðnar um 3 vikur frá því að hann gekk frá samningi við RÚV. Þær upphæðir sem hafa verið nefndar sem launagreiðslur til mín bæði frá 365 og RÚV eru fjarri veruleikan- um eins og blaðamenn Fréttablaðsins hefðu getað komist að ef þeir hefðu haft samband við mig. Veit ég ekki hvaðan upplýsingar um þær eru komnar. Skipti mín yfir á Ríkisútvarpið eru ekki vegna þess að þar hafi mér boðist meiri peningar – heldur vegna þess að ég tel framtíðarhorfurnar bjart- ari í því fyrirtæki. Samskipti mín við 365 und- anfarna daga hafa styrkt mig í þeirri trú. Það er betra að byggja upp en rífa niður. Í þessu ljósi er reyndar kald- hæðnislegt að það blasir við að í sumar verð ég á launalausum uppsagnarfresti frá 365 − en eins og komið hefur fram hefur fyrir- tækið ekki greitt mér laun á sumrin – án þess þó að geta unnið fyrir mér ann- ars staðar. Ég er ekki einu sinni viss um að ég megi blogga. Eins og komið hefur fram hef ég ákveðið að heiðra meintan „samning“ við 365. Ég hafna því að hann hafi verið gerður, en til að koma í veg fyrir þjark fyrir fóg- eta og dómstólum kýs ég að fara þessa leið. Vona þá að málið sé úr sögunni. Það er dagljóst að í hinum meinta „samningi“ er 3 mán- aða uppsagnarfrestur. Í síðasta tölvupósti sem mér barst frá Ara Edwald stendur að samning- urinn verði að öðru leyti (fyrir utan laun) „í samræmi við þann ramma sem gilt hefur“. Í fyrri samningum mínum við fyrirtæk- ið hefur ávallt verið 3 mánaða uppsagnarfrestur. Ég hef þegar sagt upp hinum meinta „samningi“. Þættir sem ætlunin er að ég stjórni fyrir RÚV fara í loftið í haust eins og ráðgert var. Auðvitað vildi ég vera á laun- um eins og talað er um í dálki Fréttablaðsins. Staðreyndin er hins vegar að laun blaða- og fjöl- miðlamanna á Íslandi eru frekar léleg, sérstaklega ef miðað er við forstjóra og lögmenn. Höfundur er umsjónarmaður Silfurs Egils. Athugasemd frá Agli Helgasyni Eins og komið hefur fram hef ég ákveðið að heiðra meintan „samning“ við 365. Ég hafna því að hann hafi verið gerður, en til að koma í veg fyrir þjark fyrir fógeta og dómstólum kýs ég að fara þessa leið. Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr.106.600 Hreinn sparnaður 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Þurrkari T223 Verð frá kr. 78.540 FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.