Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 40
7. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið norðurland
Leiðbeiningamiðstöðin ehf. á
Sauðárkróki var stofnuð árið
2001. Hún er einkahlutafélag
sem var stofnað um rekstur
búnaðarsambands Skagfirð-
inga og annan skyldan rekstur.
Árni Gunnarsson hefur verið
framkvæmdastjóri Leiðbeininga-
miðstöðvarinnar frá stofnun en er
nú á leið í ársfrí til náms í Dan-
mörku.
„Leiðbeiningamiðstöðin er
þjónustufyrirtæki fyrir bændur
og dreifbýli á landsvísu en þó sér-
staklega fyrir Skagafjörð,“ segir
Árni. Hjá fyrirtækinu starfa níu
fastir starfsmenn, auk tveggja
til fjögurra verktaka. „Hjá okkur
vinna þrír héraðsráðunautar sem
leiðbeina bændum í Skagafirði og
einn landsráðunautur. Hann er að
mestu í starfi fyrir Bændasamtök
Íslands og þjónar loðdýrabændum
af öllu landinu en hann er eini loð-
dýraræktarráðunautur landsins.“
Árni segir héraðsráðunauta-
þjónustuna einskorðaða við
Skagafjörð. „Ráðunautarnir ráð-
leggja bændum um það hvern-
ig þeir eigi að bæta afurðirn-
ar á búinu, hvernig þeir eigi að
fá þyngri lömb, meiri mjólk úr
kúnum, betra fóður og fleira. Slík
starfsemi er rekin víða á landinu,“
segir Árni og bætir því við að fyr-
irtækið vinni einnig upplýsinga-
tækniverkefni fyrir allt landið.
„Það er verkefni sem við vinn-
um fyrir Fjarskiptasjóð og felst
í að kortleggja heimili í dreifbýli
með það fyrir augum að staðsetja
þau heimili sem ekki eiga kost á
háhraðasambandi. Þetta er verk-
efni sem við vinnum í samstarfi
við fleiri aðila, svo sem upplýs-
ingatæknifyrirtækið Miracle og
kortagrunnafyrirtæki.“
Leiðbeiningamiðstöðin er
einnig með bókhald fyrir bændur,
fyrirtæki og samtök. „Þar þjón-
ustum við aðila eins og nemenda-
garða Hólaskóla og Húsnæðis-
samvinnufélag Skagafjarðar auk
smærri fyrirtækja, einstaklinga
og bænda,“ segir Árni.
Leiðbeiningamiðstöðin, sem er
eina einkarekna búnaðarsam-
bandið á landinu, er í eigu bænda
og einstaklinga, Sparisjóðs Skaga-
fjarðar, Kaupfélags Skagfirðinga
og búgreinafélaganna í Skaga-
firði.
Árni segir Leiðbeiningamið-
stöðina einnig vera með kyn-
bótastarfsemi því hún reki sæð-
ingastöð fyrir kýr og ær. „Eins
höfum við séð um verkefnastjórn-
un fyrir ýmis verkefni og erum
nú að undirbúa landbúnaðarsýn-
ingu sem verður haldin í kringum
20. ágúst,” segir Árni Gunnarsson
framkvæmdastjóri.
sigridurh@frettabladid.is
Ráðleggja bændum
um bættar afurðir
Eyþór Einarsson hrossaræktarráðunautur og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar, ræða málin á
hestamannamóti í Skagafirði.
Ungmennafélagið Tindastóll á
Sauðárkróki fagnar 100 ára afmæli
á þessu ári. Gunnar Þór Gestsson,
formaður Tindastóls, segir heil-
margt standa til í tilefni af þessum
stóra viðburði.
„Í fyrsta lagi verður dagskrá á
íþróttavellinum fyrir yngri kyn-
slóðina á 17. júní. Síðan verður
meiri áhersla á Króksmótið en oft
áður,“ segir Gunnar en Króksmótið
hefur verið haldið árlega fyrir 5.
6. og 7. flokk drengja og stúlkna í
knattspyrnu í tuttugu ár. „Mótið
verður stærra en oft áður og lík-
lega stærsta mótið frá upphafi. Það
verður kallað afmælismót enda
á Króksmótið sjálft stórafmæli á
þessu ári líka.“
Sjálfur afmælisdagurinn er
26. október en þann dag árið
1907 var félagið stofnað. „Fyrsti
vetrardagur verður 27. október og
þá ætlum við að vera með form-
legt hóf þar sem afhent verða heið-
urs- og starfsmerki félagsins auk
þess að við borðum saman ein-
hvern góðan mat,“ segir Gunnar og
bætir því við að deildirnar innan
félagsins ætli að nýta sér tilefnið
og halda sínar eigin hátíðir þar sem
núverandi og fyrrverandi félags-
menn koma saman og halda upp á
afmælið. „Eins verða afmælismót í
ákveðnum íþróttagreinum og fleira
þannig að það verður mikið um að
vera í tilefni af hundrað ára afmæli
Tindastóls,” segir Gunnar. - sig
Tindastóll 100 ára
Mynd úr úrslitaleik Eggjabikarkeppninnar þegar Tindastóll vann Keflavík árið 2004.
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir