Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 40
 7. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið norðurland Leiðbeiningamiðstöðin ehf. á Sauðárkróki var stofnuð árið 2001. Hún er einkahlutafélag sem var stofnað um rekstur búnaðarsambands Skagfirð- inga og annan skyldan rekstur. Árni Gunnarsson hefur verið framkvæmdastjóri Leiðbeininga- miðstöðvarinnar frá stofnun en er nú á leið í ársfrí til náms í Dan- mörku. „Leiðbeiningamiðstöðin er þjónustufyrirtæki fyrir bændur og dreifbýli á landsvísu en þó sér- staklega fyrir Skagafjörð,“ segir Árni. Hjá fyrirtækinu starfa níu fastir starfsmenn, auk tveggja til fjögurra verktaka. „Hjá okkur vinna þrír héraðsráðunautar sem leiðbeina bændum í Skagafirði og einn landsráðunautur. Hann er að mestu í starfi fyrir Bændasamtök Íslands og þjónar loðdýrabændum af öllu landinu en hann er eini loð- dýraræktarráðunautur landsins.“ Árni segir héraðsráðunauta- þjónustuna einskorðaða við Skagafjörð. „Ráðunautarnir ráð- leggja bændum um það hvern- ig þeir eigi að bæta afurðirn- ar á búinu, hvernig þeir eigi að fá þyngri lömb, meiri mjólk úr kúnum, betra fóður og fleira. Slík starfsemi er rekin víða á landinu,“ segir Árni og bætir því við að fyr- irtækið vinni einnig upplýsinga- tækniverkefni fyrir allt landið. „Það er verkefni sem við vinn- um fyrir Fjarskiptasjóð og felst í að kortleggja heimili í dreifbýli með það fyrir augum að staðsetja þau heimili sem ekki eiga kost á háhraðasambandi. Þetta er verk- efni sem við vinnum í samstarfi við fleiri aðila, svo sem upplýs- ingatæknifyrirtækið Miracle og kortagrunnafyrirtæki.“ Leiðbeiningamiðstöðin er einnig með bókhald fyrir bændur, fyrirtæki og samtök. „Þar þjón- ustum við aðila eins og nemenda- garða Hólaskóla og Húsnæðis- samvinnufélag Skagafjarðar auk smærri fyrirtækja, einstaklinga og bænda,“ segir Árni. Leiðbeiningamiðstöðin, sem er eina einkarekna búnaðarsam- bandið á landinu, er í eigu bænda og einstaklinga, Sparisjóðs Skaga- fjarðar, Kaupfélags Skagfirðinga og búgreinafélaganna í Skaga- firði. Árni segir Leiðbeiningamið- stöðina einnig vera með kyn- bótastarfsemi því hún reki sæð- ingastöð fyrir kýr og ær. „Eins höfum við séð um verkefnastjórn- un fyrir ýmis verkefni og erum nú að undirbúa landbúnaðarsýn- ingu sem verður haldin í kringum 20. ágúst,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri. sigridurh@frettabladid.is Ráðleggja bændum um bættar afurðir Eyþór Einarsson hrossaræktarráðunautur og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar, ræða málin á hestamannamóti í Skagafirði. Ungmennafélagið Tindastóll á Sauðárkróki fagnar 100 ára afmæli á þessu ári. Gunnar Þór Gestsson, formaður Tindastóls, segir heil- margt standa til í tilefni af þessum stóra viðburði. „Í fyrsta lagi verður dagskrá á íþróttavellinum fyrir yngri kyn- slóðina á 17. júní. Síðan verður meiri áhersla á Króksmótið en oft áður,“ segir Gunnar en Króksmótið hefur verið haldið árlega fyrir 5. 6. og 7. flokk drengja og stúlkna í knattspyrnu í tuttugu ár. „Mótið verður stærra en oft áður og lík- lega stærsta mótið frá upphafi. Það verður kallað afmælismót enda á Króksmótið sjálft stórafmæli á þessu ári líka.“ Sjálfur afmælisdagurinn er 26. október en þann dag árið 1907 var félagið stofnað. „Fyrsti vetrardagur verður 27. október og þá ætlum við að vera með form- legt hóf þar sem afhent verða heið- urs- og starfsmerki félagsins auk þess að við borðum saman ein- hvern góðan mat,“ segir Gunnar og bætir því við að deildirnar innan félagsins ætli að nýta sér tilefnið og halda sínar eigin hátíðir þar sem núverandi og fyrrverandi félags- menn koma saman og halda upp á afmælið. „Eins verða afmælismót í ákveðnum íþróttagreinum og fleira þannig að það verður mikið um að vera í tilefni af hundrað ára afmæli Tindastóls,” segir Gunnar. - sig Tindastóll 100 ára Mynd úr úrslitaleik Eggjabikarkeppninnar þegar Tindastóll vann Keflavík árið 2004. ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.