Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 42

Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 42
 7. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið norðurland Snorri Ásmundsson hugleiðir kærleika til fólksins úr pýra- mída ástarinnar í Feneyjum. Á síðasta ári fór fram listahátíð í Reykjavík sem gekk undir nafninu Sequences, þar sem Snorri átti vinsældum að fagna er hann hugleiddi ást til fólks- ins úr gagnsæjum pýramída. „Ég tek mér stöðu inni í pýra- mídanum og hugleiði ást og kær- leika út til fólksins. Þannig er þetta pýramídi ástarinnar. Ég sit inni í honum í lótusstellingu í um það bil tvo klukkutíma og sendi út góða strauma til að hreinsa umhverfið af andlegum óhreinindum og ljót- um hugsunum og svona. Í fyrra var ég á fimm stöðum í Reykjavík og held að mér hafi tekist prýði- lega upp,“ segir Snorri, sem síðan hefur verið óspart hvattur af vel- unnurum sínum til að halda víðar með pýramídann. „Hann Christian Schoen hjá kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar hvatti mig til að fara hingað á Tvíæringinn í Fen- eyjum. Þessi dvöl er samt bara upp- hafið á heimsreisunni sem ég ætla í með pýramídann, enda ekki van- þörf á hér í heimi.“ Spurður hvort hann langi í heima- hagana norður á Akureyri til að dreifa ást segist Snorri hafa hug- leitt það. „Mig langar mikið norður en hef því miður ekki fundið tæki- færi til þess ennþá. Vonandi dreifð- ist bara ást í nærstadda Akureyr- inga þegar ég hugleiddi í Reykjavík og þeir hafa þá kannski tekið eitt- hvað af henni með sér norður. Mér þykir mjög vænt um Akureyri.“ Í Feneyjum ætlar Snorri sér að hugleiða á einum fimm torgum og hefst fyrsta hugleiðslustundin í dag. „Ég mun byrja á Formosa- torginu og fara svo á þessi helstu torg hér í borginni. Torg eru góðir staðir til að hugleiða enda er svo mikil orka á þeim. Torg eru orku- stöðvar,“ útskýrir hann fagmann- lega. Spurður hvort hann hafi út- hald í þetta svarar Snorri að ef- laust verði þetta líkamlega krefj- andi í Feneyjahitanum, en þar sem Guð sé með í ráðum ætti athöfn- in að ganga. „Ég er sannfærður um að Guðs vilji hljóti að vera sá að við sendum út ást og kærleika til hvers annars. Hann leggur alla sína blessun á þetta og gefur mér þannig auka kraft.“ Feneyjaferð þessa fyrrverandi forsetaframbjóðanda lýkur ell- efta þessa mánaðar en gaman er að geta þess að næstu áramót mun hann ferðast með pýramída ástar- innar til Kaíró. „Þar mun hann fá að hitta upprunalegu pýramídana, eða stóru frændsystkini sín í útland- inu,“ segir þessi ástríki Norðlend- ingur að lokum. mhg@frettabladid.is Með ástarkveðju frá Akureyri Úr þessum pýramída ætlar Snorri að hugleiða ást og kærleika til nærstaddra í Feneyjum. Snorri Ásmundsson er þessa dagana staddur í Feneyjum þar sem hann ætlar sér að hugleiða ást og kærleika til borgarbúa og gesta listahátíðar þeirrar er gengur undir heitinu Feneyja- tvíæringurinn. Flugustangasett með 20 % afslætti Cortland stöng, Shadow hjól, 444 lína, aðeins 14,000,- Junior sett, Rimfly hjól, Fairplay aðeins 10,000,- Sportvörugerðin H/F, Skipholti 5, sími 562-8383

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.