Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 42
 7. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið norðurland Snorri Ásmundsson hugleiðir kærleika til fólksins úr pýra- mída ástarinnar í Feneyjum. Á síðasta ári fór fram listahátíð í Reykjavík sem gekk undir nafninu Sequences, þar sem Snorri átti vinsældum að fagna er hann hugleiddi ást til fólks- ins úr gagnsæjum pýramída. „Ég tek mér stöðu inni í pýra- mídanum og hugleiði ást og kær- leika út til fólksins. Þannig er þetta pýramídi ástarinnar. Ég sit inni í honum í lótusstellingu í um það bil tvo klukkutíma og sendi út góða strauma til að hreinsa umhverfið af andlegum óhreinindum og ljót- um hugsunum og svona. Í fyrra var ég á fimm stöðum í Reykjavík og held að mér hafi tekist prýði- lega upp,“ segir Snorri, sem síðan hefur verið óspart hvattur af vel- unnurum sínum til að halda víðar með pýramídann. „Hann Christian Schoen hjá kynningarmiðstöð ís- lenskrar myndlistar hvatti mig til að fara hingað á Tvíæringinn í Fen- eyjum. Þessi dvöl er samt bara upp- hafið á heimsreisunni sem ég ætla í með pýramídann, enda ekki van- þörf á hér í heimi.“ Spurður hvort hann langi í heima- hagana norður á Akureyri til að dreifa ást segist Snorri hafa hug- leitt það. „Mig langar mikið norður en hef því miður ekki fundið tæki- færi til þess ennþá. Vonandi dreifð- ist bara ást í nærstadda Akureyr- inga þegar ég hugleiddi í Reykjavík og þeir hafa þá kannski tekið eitt- hvað af henni með sér norður. Mér þykir mjög vænt um Akureyri.“ Í Feneyjum ætlar Snorri sér að hugleiða á einum fimm torgum og hefst fyrsta hugleiðslustundin í dag. „Ég mun byrja á Formosa- torginu og fara svo á þessi helstu torg hér í borginni. Torg eru góðir staðir til að hugleiða enda er svo mikil orka á þeim. Torg eru orku- stöðvar,“ útskýrir hann fagmann- lega. Spurður hvort hann hafi út- hald í þetta svarar Snorri að ef- laust verði þetta líkamlega krefj- andi í Feneyjahitanum, en þar sem Guð sé með í ráðum ætti athöfn- in að ganga. „Ég er sannfærður um að Guðs vilji hljóti að vera sá að við sendum út ást og kærleika til hvers annars. Hann leggur alla sína blessun á þetta og gefur mér þannig auka kraft.“ Feneyjaferð þessa fyrrverandi forsetaframbjóðanda lýkur ell- efta þessa mánaðar en gaman er að geta þess að næstu áramót mun hann ferðast með pýramída ástar- innar til Kaíró. „Þar mun hann fá að hitta upprunalegu pýramídana, eða stóru frændsystkini sín í útland- inu,“ segir þessi ástríki Norðlend- ingur að lokum. mhg@frettabladid.is Með ástarkveðju frá Akureyri Úr þessum pýramída ætlar Snorri að hugleiða ást og kærleika til nærstaddra í Feneyjum. Snorri Ásmundsson er þessa dagana staddur í Feneyjum þar sem hann ætlar sér að hugleiða ást og kærleika til borgarbúa og gesta listahátíðar þeirrar er gengur undir heitinu Feneyja- tvíæringurinn. Flugustangasett með 20 % afslætti Cortland stöng, Shadow hjól, 444 lína, aðeins 14,000,- Junior sett, Rimfly hjól, Fairplay aðeins 10,000,- Sportvörugerðin H/F, Skipholti 5, sími 562-8383
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.