Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 46

Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 46
 7. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið norðurland Í Saltvík við Húsavík eru haldin reiðnámskeið, rekin hestaleiga og boðið upp á gistingu. Elsa Skúladóttir, einn af eigendum Saltvíkur, segir að sífellt fleiri erlendir ferðamenn komi hingað til lands að prófa íslenska hestinn. Elsa segir að starfsemin í Saltvík sé í raun tvískipt. „Annars vegar erum við sjálf með hestaleigu og reiðnámskeið og hins vegar erum við verktakar fyrir Íshesta og bjóðum upp á styttri og lengri hestaferðir,“ segir hún. Í Saltvík er einnig boðið upp á gistingu fyrir þá sem það vilja. „Við gefum okkur aðallega út fyrir að vera með svefnpokagistingu en erum að byrja með gistingu í rúmum. Við erum með þrjár tegundir af lengri hestaferðum og í einni ferðinni er boðið upp á uppábúið rúm sem er alltaf að verða vinsælla og vinsælla, annars er algengast að allir séu í svefnpokum. Svo erum við með heita potta og höfum verið að bæta aðstöðuna heilmikið,“ segir Elsa. Vinsældir hestaferðanna eru stöðugt að aukast og segir Elsa að síðasta ár hafi verið algjört metár. „Í fyrra vorum við með tólf ferðir yfir sumarið en allt stefnir í að þetta sumar verði enn betra og við erum með bókaðar þrettán ferðir. Í ferðunum eru aðallega útlendingar og yfirleitt bara einn og einn Íslendingur innan um, en við vorum samt með tvær stórar ferðir í fyrra sem í voru eingöngu Íslendingar,“ segir hún. Elsa segir að erlendu ferða- mennirnir séu ekkert hræddir við að fara í langar hestaferðir. „Þetta er yfirleitt mjög vant reið- fólk sem kemur en nýjungarnar hjá því felast í íslenska hestinum og villtri náttúrunni.“ Einnig er boðið upp á styttri ferðir fyrir þá sem treysta sér ekki í margra daga útreiðar og til dæmis er hægt að kaupa tveggja tíma útreiðatúr og þriggja tíma hvalaskoðun saman í pakka. „Þessar ferðir erum við með í sam- starfi við Gentle Giants á Húsavík og þær hafa verið rosalega vin- sælar. Hægt er að velja um hvort er gert á undan og það hefur verið alveg sitt á hvað en yfirleitt sama daginn. Allir hafa verið ofsalega ánægðir með þessar ferðir.“ Þó aðal starfsemi Saltvíkur fari fram á sumrin er líka ýmislegt um að vera á veturna og nú er boðið upp á reiðnámskeið allan ársins hring. „Við prófuðum í fyrsta skipti í vetur að vera með vetrarnámskeið og settum okkur það markmið að vera ánægð með eitt námskeið sem myndi ganga. Það endaði með fimm námskeiðum á viku með 32 krökkum á aldrinum sex til sextán ára. Það var alveg æðislegt og við vorum að fá inn mikið af krökkum sem hafa kannski ekki verið í neinu öðru en hafa fundið sig í hestunum,“ segir Elsa ánægð. emilia@frettabladid.is Hesturinn heillar marga Elsa og fjölskylda hennar reka Saltvík. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Íslenska náttúran er falleg og hefur mikið aðdráttarafl. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.