Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 48

Fréttablaðið - 07.06.2007, Síða 48
 7. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR12 fréttablaðið norðurland Ingibjörg Björnsdóttir, bóndi á Skútustöðum II í Mývatnssveit, er einn yngsti bóndi lands- ins og vill bara vera í sveitinni. „Bæjarlífið hentar mér engan veginn. Ég bjó í Reykjavík meðan ég tók fyrsta árið í Bænda- skólanum á Hvanneyri í fjarnámi. Þá fann ég að sveitin á best við mig,“ segir Ingibjörg Björns- dóttir, bóndi á Skútustöðum II í Mývatnssveit. Ingibjörg er einn yngsti bóndi landsins og var sjálf alin upp á bænum. Pabbi hennar er einnig bóndi og er henni innan handar í búskapnum. „Pabbi fór í Bændaskólann á Hvanneyri á sínum tíma, en þetta lá samt ekkert beint við fyrir mig. Mig langaði bara að kanna þennan möguleika,“ segir Ingibjörg, sem tók háskóladeildina á Hvann- eyri og íhugaði um tíma að gerast ráðunautur. „Á sumrin var ég í búskap með pabba sam- hliða náminu og fann hvað þetta átti vel við mig. Þá ákvað ég að gerast bóndi sjálf,“ segir Ingi- björg, sem kom inn í búið með pabba sínum fyrir tveimur árum síðan. „Þetta smellpassaði einhvern veginn. Pabbi var farinn að eldast og þá hentaði ágætlega að ég tæki við. Núna sé ég um búið og fæ góða aðstoð frá pabba,“ segir Ingibjörg. Stærri búum fer fjölgandi á Íslandi og minni búum fer fækkandi að sögn Ingibjargar. „Það er ekkert grín að kaupa jörð og kvóta í dag. Það er erfitt að gerast bóndi, nema þú takir við búi for- eldra eða eigir milljónir í banka,“ segir Ingibjörg, sem þó mælir eindregið með starfi bóndans ef fólk hefur möguleika á því. Hún er eini bóndinn í fimm manna systkina- hópi og segir unga fólkið í Mývatnssveit fæst taka við búi foreldra sinna. „Eldri bróðir minn hefur lúmskan áhuga á bú- skapnum og hjálpar mér oft í tækjamálum. Yngri systkinin hafa hins vegar engan sérstakan áhuga á búskapnum,“ segir Ingibjörg. Á Skútustöðum II eru tuttugu kýr, tvö hundr- uð kindur og sex hestar. Auk þess eru hænur og hundar. Öll dýrin eru í uppáhaldi að sögn Ingi- bjargar og hún á erfitt með að gera upp á milli þeirra. „Dýrin eru öll yndisleg, en á svo ólíkan hátt. Kýrnar eru með mjög sérstakan og mismunandi persónuleika. Þegar maður eyðir öllum degin- um með þeim lærir maður á þær og hvað heldur þeim góðum. Þær eru mjög skemmtilegar en geta líka verið bölvaðar tuðrur inni á milli,“ segir Ingi- björg hlæjandi. Þrátt fyrir að sakna þess aldrei að búa í borg eða bæ finnst henni samt alltaf gott að skreppa í kaupstaðarferð. „Ég er búin að fá nóg í borginni eftir tvo til þrjá daga. Þá verð ég að komast aftur út í sveit. Mér finnst svo gott að að vera ein úti í náttúrunni og stjórna mínum tíma sjálf,“ segir Ingibjörg, sem bæði tekur Kennaraháskólann og kennir við Reykjahlíðarskóla samhliða búskapnum. „Ég er umsjónarkennari fyrir 7. og 8. bekk og hitti mikið af fólki í skólanum. Þá fæ ég fullnægt félagsþörfinni. Síðan finnst mér fínt að komast aftur út í sveit þar sem er ekkert áreiti og full- komið frelsi,“ segir Ingibjörg. rh@frettabladid.is Frelsið er yndislegt Ingibjörg Björnsdóttir, einn yngsti bóndi landsins, kann best við sig í faðmi náttúrunnar. MYND/HEIDA.IS Hríseyjarferjan siglir reglulega frá Árskógssandi, nokkrum kíló- metrum sunnan við Dalvík, í allt sumar. Hrísey er sjarmerandi lítil eyja sem er verulega falleg á sumrin. Í Hrísey er hægt að leigja sumarhús, gista í tjaldi og borða á veitingahúsinu Brekku. Skipulagðar gönguferðir um eyjuna eru í boði á sumrin, ásamt vitaferð og skemmtisigling. Síðan er líka hægt að skella sér í sund og njóta lífsins. Nánari upplýsingar um Hrísey er að finna: www.hrisey.is -rh LÁTTU EFTIR ÞÉR ... að sigla til Hríseyjar Hrísey að vori er afar fögur sýn. EKKI GLEYMA... ... náttúruperlum Norðurlands. Láttu það því eftir þér að ganga um Dimmuborgir, fara í hvalaskoðun á Skjálfandaflóa eða skoða hinn magnaða Goðafoss eða gista í Vaglaskógi. Goðafoss geymir magnaða sögu. Í júlí verðum við flutt í Kaupvangsstræti 6 Borðapantanir í síma 461 5775 og á netfanginu fridrikv@fridrikv.is Strandgötu 7 | 600 Akureyri | Sími 461 5775 | www.fridrikv.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.