Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 60
„Ég er eins og dýr matseð-
ill, þú getur skoðað en hefur
ekki efni á neinu.“
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Skúli Breiðfjörð Jónasson
fyrrv. kaupfélagsstjóri, Mýrarvegi 117,
Akureyri,
andaðist á heimili sínu mánudaginn 4. júní.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Guðríður Guðmundsdóttir
Elín Skúladóttir
Oddfríður Skúladóttir
Kristinn Skúlason Anna Pétursdóttir
Jóhann Skúlason Margrét Guðmundsdóttir
Skúli Jónas Skúlason Þórhildur Höskuldsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Guðmundur Þórir
Einarsson
Sléttuvegi 21, áður Háaleitisbraut 56,
lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn 1. júní.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. júní
kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag aðstand-
enda Alzheimerssjúklinga.
Margrét Sigurðardóttir
Sigurður Örn Búason Þórunn Sighvats
Elsa Hrönn Búadóttir Sigurður Jónasson
Guðbjörg Guðmundsdóttir Jón Hrafn Jónsson
Einar Már Guðmundsson Jóna Hálfdánardóttir
Guðrún Eygló Guðmundsdóttir Heiðar F. Jónsson
Hafdís Björk Guðmundsdóttir Jóhann Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær dóttir okkar og systir,
Guðbjört Lóa
Sæmundsdóttir
Lyngholti í Dýrafirði,
lést mánudaginn 4. júní síðastliðinn. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 12. júní kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna eða Barnaspítala Hringsins.
Auðbjörg Halla Knútsdóttir
Sæmundur Kr. Þorvaldsson
Salvör Sæmundsdóttir.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Aðalbjörn Stefánsson
Hraunbæ 26,
verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn
11. júní kl. 13.00.
Sigurbjörg Ernudóttir
Erna Kristín Sigurjónsdóttir Jóhann Þór Sigfússon
Einar Stefán Aðalbjörnsson Signý Ingvadóttir
Stefán Aðalbjörnsson Helga Irma Sigurbjörnsdóttir
barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Elín Sigurðardóttir
Fögrukinn 9, Hafnarfirði,
lést á heimili sínu aðfaranótt sunnudags 3. júní.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstu-
daginn 8. júní og hefst kl. 15.00.
Trausti Ó. Lárusson
Auður Traustadóttir Guðmundur Á. Tryggvason
Anna Kristín Traustadóttir
Sigrún Traustadóttir
Óskar Lárus Traustason Guðrún Pálsdóttir
Elín Ósk, Trausti, Svava Dís, Bjarni, Tryggvi, Páll Arnar
og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ríkarður Magnússon
múrarameistari, Hrafnistu, Hafnarfirði,
andaðist sunnudaginn 20. maí.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Magnús S. Ríkarðsson
Halldóra M. Ríkarðsdóttir
Ríkarður M. Ríkarðsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Gunnar Þormóðsson
pípulagningameistari
lést á Líknardeild Landspítalans þann 4. júní 2007.
Útför verður frá Digraneskirkju þann 11. júní kl. 11.00.
Aðstandendur.
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
Þórir Hans Ottósson
Hátúni 10b, Reykjavík,
sem lést fimmtudaginn 31. maí á líknardeild
Landspítalans, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu
föstudaginn 8. júní kl. 11.00.
Aðstandendur.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir,
Alrún Magnúsdóttir
Hlíðarbyggð 42, Garðabæ,
lést 6. júní á Kvennadeild Landspítalans.
Gunnar Ingimarsson
Guðmunda Inga Gunnarsdóttir og fjölskylda
Eyrún Harpa Gunnarsdóttir og fjölskylda
Magnús Þór Gunnarsson
Alma Lindqvist Einar Runólfsson
Guðmunda Guðnadóttir
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson
MOSAIK
Í dag verður haldið mál-
þing á Grand hóteli kl 13-16,
um persónumiðaða umönn-
un fólks með heilabilun. Það
eru JPV útgáfa, Fagdeild
hjúkrunarfræðinga í öldrun-
arþjónustu og Nordic Ligths
sem efna til málþingsins í til-
efni af nýrri þýðingu Svövu
Aradóttur á bókinni Ný sýn
á heilabilun eftir Tom Kit-
wood.
„Kitwood skrifaði bók-
ina 1997 og lést árið eftir,“
segir Svava sem hefur nýtt
sér kenningar hans við nám-
skeiðahald á vegum fyrir-
tækis síns Nordic Lights,
sem sérhæfir sig í fræðslu
um heilabilun og umönnun
fólks með heilabilunarsjúk-
dóma.
Svava er hjúkrunarfræð-
ingur að mennt en hefur sér-
hæft sig í umönnun fólks
með heilabilun. „Námskeið-
in sem ég hef haldið hér
á landi hafa fengið mjög
góðar undirtektir og því
fannst mér orðin brýn þörf
á að koma þessu til skila á
íslenskri tungu. Þá fór ég í
það að fá þýðingarréttinn í
samstarfi við JPV útgáfu,“
segir Svava og bætir því við
að bókin hafi þótt mjög bylt-
ingakennd þegar hún kom
út á sínum tíma. „Nú eru
kenningar Kitwoods orðn-
ar þekktar um allan heim og
búið að þýða bókina á fjölda
tungumála.“
Svava segir nálgun Kit-
woods á viðfangsefnið mjög
áhugaverða en hann var
prófessor í sálfræði, nátt-
úrufræðingur og guðfræð-
ingur. „Hann segir að fyrst
og fremst eigi að horfa á per-
sónuna, eða manneskjuna,
í miðpunktinum og síðan
er sjúkdómurinn hluti af
því. Þannig vill hann leggja
áherslu á persónulega heild
einstaklingsins í stað þess
að hafa stöðluð viðmið í um-
önnun þar sem allir eru sett-
ir undir sama hatt.“
Svava segir að þegar fólk
með heilabilun sé í umönn-
unarumhverfi þar sem eng-
inn skilningur eða þekking
er á sjúkdóminum og jafnvel
enginn metnaður þá geti ekki
annað en farið illa. „Skila-
boðin í bókinni eru að hægt
sé að hægja á ferlinu með fé-
lagssálfræðilegu umhverfi.
Fólk þarf að finna skilning
og umhyggju og hjálp við að
varðveita persónulega heild
sína þegar sjúkdómurinn
hefur tekið frá því allt mik-
ilvægi og öll hlutverk vegna
færnisskorts. Þar að auki er
umhverfið oft dæmandi og
jafnvel lamandi vegna þess
að fólk veit ekki hvað það
á að gera. Það leiðir til enn
minna sjálfstrausts, sjálfs-
forræðis, ótta og angist-
ar,“ segir Svava en henni
finnst það gríðarlega brýnt
að stjórnvöld marki stefnu
í sambandi við málefni fólks
með heilabilun. „Hvaða úr-
ræði viljum við bjóða upp
á önnur en hjúkrunarrými?
Hvernig veljum við það fólk
sem vinnur þessi störf og
hvaða kröfur gerum við til
þeirra? Það geta ekki allir
unnið þessi störf því þetta
er erfiðasta umönnun sem
hugsast getur,” segir Svava.