Fréttablaðið - 07.06.2007, Side 64
Kl. 20.00
Borgarbókasafnið gengst fyrir
göngu um slóðir Jónasar Hall-
grímssonar í Kvosinni. Safnast
verður saman við Aðalsafnið í
Tryggvagötu og tekur gangan um
klukkustund.
Á föstudag heldur áfram
tilstandi vegna tvöhundruð
ára fæðingarafmælis Jónasar
Hallgrímssonar sem verður
í haust. Þá ræða menn um
Jónas í hátíðarsal Háskóla
Íslands.
Menntamálaráðherra skipaði haust-
ið 2005 nefnd til að annast marghátt-
uð hátíðahöld af þessu tilefni og er
þegar lokið hluta þeirra: á föstudag
verður þverfagleg ráðstefna í aðal-
byggingu Háskóla Íslands þar sem
tuttugu og fimm íslenskir og erlend-
ir fræðimenn kryfja einstaka þætti í
víðfeðmu og frjóu starfi þessa merki-
lega manns: forvitnilegur er sá þátt-
ur þar sem ferill Jónasar er skoðaður
í samhengi við samtíma hans í Evr-
ópu. Ráðstefnan er samstarfsverk-
efni Háskólans, Kennaraháskólans
og Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Hún er styrkt af menntamálaráðu-
neyti og Háskóla en Háskólinn á Ak-
ureyri, Kaupmannahafnarháskóli og
Háskólinn í Manitoba leggja henni
lið. Þá verður henni varpað á net Há-
skóla Íslands fyrir þá sem ekki eiga
heimangengt. Samkoman skiptist í
tvennt, fyrirlestra á sal og í málstof-
um á morgun og á laugardag er hald-
ið á Þingvöll með þingliða.
Í málstofum er ætlunin að skoða
deildir í ferli Jónasar: Skáld og skáld-
skapur nefnist sú fyrsta þar sem Páll
Valsson, ævisöguritari Jónasar, og
Gunnar Karlsson leggja til erindi, en
Sveinn Yngvi Egilsson stýrir spjalli.
Hefst hún kl. 10. Í næstu stofu gera
Gert Kreutzer og Sveinn Ingvi Egils-
son að umræðurefni Jónas og róm-
antíkina.
Með augum okkar og Jónasar er
yfirskrift málstofu þar sem Katrín
Jakobsdóttir, Sigurður Steinþórsson
og Steinunn Jóhannesdóttir skoða
staka staði í lífi skáldsins: náttúru-
sýn hans, náttúrufræðirannsóknir
og heimildir um viðtöku á Ferðalok-
um í ranni Þóru Gunnarsdóttur. Sig-
urður Steinþórsson, Katrín Jakobs-
dóttir og Steinunn Jóhannesdóttir
leggja til forsögur.
Hannes Hólmsteinn Gissurar-
son og Guðmundur Hálfdanarson
tala um menningu á dögum Jónasar,
stjórnmálaviðhorf og menningarpól-
itík. Anna Agnarsdóttir stýrir spjalli
að loknum erindum.
Fjórða málstofan fyrir hádegi
lýtur einkum að söfnunarmálum:
steinasöfnun og safnapólitík í Höfn
á fyrri hluta nítjándu aldar. Sveinn
Jakobsson og Anna Björg Þorgríms-
dóttir flytja þar forsögu. Eru allar
þessar málstofur um morguninn.
Eftir hádegi, kl. 13.40, hefst mál-
stofu spjall á ný: Richard Ringler og
Gauti Kristmannsson tala um þýð-
ingar hans. Ragnar Ingi Aðalsteins-
son skoðar stuðla í skáldskap hans
meðan Svavar Sigmundsson ræðir
orðasmíð hans. Síðar í eftirmið-
dag kl. 15.40 verða aftur þrjár mál-
stofur: Þá verður rætt um viðtökur
samtímamanna af Annette Larsen
og Torfa Tuliníus, Sturla Friðriks-
son og Þorsteinn skoða störf Jónas-
ar frá vísindasögulegu samhengi en
í næstu stofu verður sambýli Jónas-
ar við tónlist skoðað af þeim Þórði
Helgasyni og Bjarka Sveinbjörns-
syni.
Eins og sjá má af ofantöldu er
Jónasarfræðum fleytt fram á stefn-
unni og eru vonir til að inngangs-
erindi og fyrirlestrar komi fljótt á
bók á þessu ári Jónasar.
Málstofurnar ramma inn hálftíma
fyrirlestra í Hátíðarsal Háskólans:
Þorvarður Árnason heimspekingur
ríður á vaðið með spurningunni: Var
Jónas vinstri grænn? Talar Þorvarð-
ur kl. 9.20 í fyrramálið.
Birna Bjarnadóttir gerir grein
fyrir sambandi Jónasar við Jena-
skólann í þýskri rómantík kl. 11.10.
Erik Skyum-Nielsen Garðprófast-
ur, bókmenntafræðingur og þýð-
andi skýrir stöðu Jónasar frá dönsku
samhengi tíma hans kl. 13.00. Síðar
um daginn vitnar Kristinn Skarphéð-
insson til arftaka Jónasar, Megasar, í
erindinu Hallgrímson, Jónas: raun-
gildisendurmat umframstaðreynda.
Daginn ramma þau inn, Steinunn
Sigurðardóttir og Andri Snær.
Nýr kvartett saxófónleikar-
ans Sigurðar Flosasonar held-
ur tvenna tónleika í Reykja-
vík á næstunni og og stefnir að
hljóðritun nýs efnis eftir Sig-
urð. Verkefnið hefur hlotið tit-
ilinn „Bláir skuggar“ og snýst
um blöndun djass- og blústón-
listar í ýmsum og ólíkum hlut-
föllum. Meðleikarar Sigurðar
eru úr framvarðarsveit elstu
starfandi kynslóðar íslenskra
djasstónlistarmanna; Þórir
Baldursson á Hammond-orgel,
Jón Páll Bjarnason á gítar og
Pétur Östlund á trommur. Tón-
listin er öll eftir Sigurð, skrif-
uð sérstaklega fyrir þennan
kvartett.
Að sögn Sigurðar má kalla
stílinn útvíkkun á djassstíl sem
menn á borð við Art Blakey
og Stanley Turrentine lögðu
upp í kring um 1960, lifandi
og skemmtilegan, blúsaðan og
fjörugan. Fyrst og fremst sé
þó nóg af heiðarlegum blúsum
sem hljóma eins og það sem
þeir eru; bláir, jarðbundnir og
tregafullir.
Hljómsveitin leikur á Domo
við Þingholtsstræti kl. 21 í
kvöld en síðan kemur kvart-
ettinn fram á tónleikum veit-
ingastaðarins Jómfrúarinnar
við Lækjargötu á laugardaginn
milli kl. 15-17.
Nýir bláir blússkuggar
13.999kr.
Stóra svarta perlan
4.999 kr.
Vígvöllur f. fígúrur
1.799 kr.
Fígúra + aukahlutur
2.699 kr.
Hnífurinn hans Jack
1.299 kr.
Fígúrur
2.499 kr.
Stórar fígúrur
Gildir á meðan birgðir endast