Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 07.06.2007, Qupperneq 64
Kl. 20.00 Borgarbókasafnið gengst fyrir göngu um slóðir Jónasar Hall- grímssonar í Kvosinni. Safnast verður saman við Aðalsafnið í Tryggvagötu og tekur gangan um klukkustund. Á föstudag heldur áfram tilstandi vegna tvöhundruð ára fæðingarafmælis Jónasar Hallgrímssonar sem verður í haust. Þá ræða menn um Jónas í hátíðarsal Háskóla Íslands. Menntamálaráðherra skipaði haust- ið 2005 nefnd til að annast marghátt- uð hátíðahöld af þessu tilefni og er þegar lokið hluta þeirra: á föstudag verður þverfagleg ráðstefna í aðal- byggingu Háskóla Íslands þar sem tuttugu og fimm íslenskir og erlend- ir fræðimenn kryfja einstaka þætti í víðfeðmu og frjóu starfi þessa merki- lega manns: forvitnilegur er sá þátt- ur þar sem ferill Jónasar er skoðaður í samhengi við samtíma hans í Evr- ópu. Ráðstefnan er samstarfsverk- efni Háskólans, Kennaraháskólans og Náttúrufræðistofnunar Íslands. Hún er styrkt af menntamálaráðu- neyti og Háskóla en Háskólinn á Ak- ureyri, Kaupmannahafnarháskóli og Háskólinn í Manitoba leggja henni lið. Þá verður henni varpað á net Há- skóla Íslands fyrir þá sem ekki eiga heimangengt. Samkoman skiptist í tvennt, fyrirlestra á sal og í málstof- um á morgun og á laugardag er hald- ið á Þingvöll með þingliða. Í málstofum er ætlunin að skoða deildir í ferli Jónasar: Skáld og skáld- skapur nefnist sú fyrsta þar sem Páll Valsson, ævisöguritari Jónasar, og Gunnar Karlsson leggja til erindi, en Sveinn Yngvi Egilsson stýrir spjalli. Hefst hún kl. 10. Í næstu stofu gera Gert Kreutzer og Sveinn Ingvi Egils- son að umræðurefni Jónas og róm- antíkina. Með augum okkar og Jónasar er yfirskrift málstofu þar sem Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Steinþórsson og Steinunn Jóhannesdóttir skoða staka staði í lífi skáldsins: náttúru- sýn hans, náttúrufræðirannsóknir og heimildir um viðtöku á Ferðalok- um í ranni Þóru Gunnarsdóttur. Sig- urður Steinþórsson, Katrín Jakobs- dóttir og Steinunn Jóhannesdóttir leggja til forsögur. Hannes Hólmsteinn Gissurar- son og Guðmundur Hálfdanarson tala um menningu á dögum Jónasar, stjórnmálaviðhorf og menningarpól- itík. Anna Agnarsdóttir stýrir spjalli að loknum erindum. Fjórða málstofan fyrir hádegi lýtur einkum að söfnunarmálum: steinasöfnun og safnapólitík í Höfn á fyrri hluta nítjándu aldar. Sveinn Jakobsson og Anna Björg Þorgríms- dóttir flytja þar forsögu. Eru allar þessar málstofur um morguninn. Eftir hádegi, kl. 13.40, hefst mál- stofu spjall á ný: Richard Ringler og Gauti Kristmannsson tala um þýð- ingar hans. Ragnar Ingi Aðalsteins- son skoðar stuðla í skáldskap hans meðan Svavar Sigmundsson ræðir orðasmíð hans. Síðar í eftirmið- dag kl. 15.40 verða aftur þrjár mál- stofur: Þá verður rætt um viðtökur samtímamanna af Annette Larsen og Torfa Tuliníus, Sturla Friðriks- son og Þorsteinn skoða störf Jónas- ar frá vísindasögulegu samhengi en í næstu stofu verður sambýli Jónas- ar við tónlist skoðað af þeim Þórði Helgasyni og Bjarka Sveinbjörns- syni. Eins og sjá má af ofantöldu er Jónasarfræðum fleytt fram á stefn- unni og eru vonir til að inngangs- erindi og fyrirlestrar komi fljótt á bók á þessu ári Jónasar. Málstofurnar ramma inn hálftíma fyrirlestra í Hátíðarsal Háskólans: Þorvarður Árnason heimspekingur ríður á vaðið með spurningunni: Var Jónas vinstri grænn? Talar Þorvarð- ur kl. 9.20 í fyrramálið. Birna Bjarnadóttir gerir grein fyrir sambandi Jónasar við Jena- skólann í þýskri rómantík kl. 11.10. Erik Skyum-Nielsen Garðprófast- ur, bókmenntafræðingur og þýð- andi skýrir stöðu Jónasar frá dönsku samhengi tíma hans kl. 13.00. Síðar um daginn vitnar Kristinn Skarphéð- insson til arftaka Jónasar, Megasar, í erindinu Hallgrímson, Jónas: raun- gildisendurmat umframstaðreynda. Daginn ramma þau inn, Steinunn Sigurðardóttir og Andri Snær. Nýr kvartett saxófónleikar- ans Sigurðar Flosasonar held- ur tvenna tónleika í Reykja- vík á næstunni og og stefnir að hljóðritun nýs efnis eftir Sig- urð. Verkefnið hefur hlotið tit- ilinn „Bláir skuggar“ og snýst um blöndun djass- og blústón- listar í ýmsum og ólíkum hlut- föllum. Meðleikarar Sigurðar eru úr framvarðarsveit elstu starfandi kynslóðar íslenskra djasstónlistarmanna; Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Jón Páll Bjarnason á gítar og Pétur Östlund á trommur. Tón- listin er öll eftir Sigurð, skrif- uð sérstaklega fyrir þennan kvartett. Að sögn Sigurðar má kalla stílinn útvíkkun á djassstíl sem menn á borð við Art Blakey og Stanley Turrentine lögðu upp í kring um 1960, lifandi og skemmtilegan, blúsaðan og fjörugan. Fyrst og fremst sé þó nóg af heiðarlegum blúsum sem hljóma eins og það sem þeir eru; bláir, jarðbundnir og tregafullir. Hljómsveitin leikur á Domo við Þingholtsstræti kl. 21 í kvöld en síðan kemur kvart- ettinn fram á tónleikum veit- ingastaðarins Jómfrúarinnar við Lækjargötu á laugardaginn milli kl. 15-17. Nýir bláir blússkuggar 13.999kr. Stóra svarta perlan 4.999 kr. Vígvöllur f. fígúrur 1.799 kr. Fígúra + aukahlutur 2.699 kr. Hnífurinn hans Jack 1.299 kr. Fígúrur 2.499 kr. Stórar fígúrur Gildir á meðan birgðir endast
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.