Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 74

Fréttablaðið - 07.06.2007, Page 74
„Víkingarnir eru farnir að streyma að. Við erum byrjuð að reisa tjaldbúðir og þetta er allt saman að koma,“ segir Jóhannes Viðar Bjarnason fjörugoði á Fjörukránni í Hafnarfirði. Hann stendur fyrir hinni árlegu vík- ingahátíð þar í bæ sem hefst nú á föstudaginn. Jóhannes býst við um hundrað víkingum erlendis frá og viðlíka fjölda innlendra víkinga. „Það verða stanslausar uppá- komur frá morgni til kvölds alla helgina og nóg um að vera fyrir alla,“ segir Jóhannes. Heilir lambsskrokkar verða eldaðir yfir opnum eldi, leikhópar og tónlist- arfólk leikur listir sínar. Magnús Ver verður með keppni um sterk- asta víkinginn og það verða bar- dagar, glímur og bogfimikeppni. Einnig verður handverksfólk við vinnu sína. Það mun smíða sverð og hnífa að fornum sið, skera út, vefa og margt fleira. Erlendu gestirnir hafa marg- ir sitt lifibrauð af því að ferðast á milli víkingahátíða og selja hand- verk sitt. Jóhannes segir strang- ar reglur gilda um klæðaburð vík- inga, efni, muni og annað. Allt þarf að eiga sér fyrirmynd í forn- um munum. „Íslensku víkingarnir eru sjaldnast í víkingafötum dag- lega en ég sjálfur hef nú reyndar klæðst víkingaklæðnaði síðustu sautján ár.“ Víkingahátíðin verður sett á föstudaginn klukkan 17 við Fjöru- krána og verður opin alla helgina. Henni lýkur svo með heljarinnar blóti sunnudaginn sautjánda júní. Víkingar herja á Hafnarfjörð Áhorfendur sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar ráku margir hverjir upp stór augu í gærkvöldi en þá var mættur á skjáinn Guðmundur nokkur Benedikts- son, knattspyrnumaður úr Val, til að lýsa leik Eng- lendinga og Eista. Guðmundur, sem hefur lýst enska boltanum á samnefndri sjónvarpsstöð síðustu þrjú ár, hefur hafið störf sem íþróttafréttamaður á Sýn. „Enski boltinn er skemmtilegasta íþrótt í heimi svo ég gat ekki annað en fylgt henni þegar tæki- færið gafst,“ segir Guðmundur, en sem kunnugt er tryggði Sýn sér sýningarréttinn á enska boltanum fyrir skemmstu. Síðustu þrjú ár hefur Skjárinn haft réttinn á enska boltanum og þar hefur Guðmundur verið einn af aðalþulunum. Það fer því fjarri að hann sé einhver nýgræðingur í bransanum. „Ég þekki þetta ágæt- lega og hef líka svo ofboðslega gaman af þessu. Það skiptir mestu máli,“ segir Guðmundur, sem vænt- anlega fær einnig að spreyta sig í að lýsa öðrum íþróttagreinum en fótbolta í framtíðinni. „Ég er vel að mér í flestum íþróttum Störf Guðmundar í sjálfri fréttamennskunni verða þó af skornum skammti í sumar á meðan hann er sjálfur í eldlínunni í Landsbankadeildinni. „Ég myndi alveg treysta sjálfum mér til að vera hlutlaus í íþróttaumfjöllun en það er spurning hvort aðrir myndu taka mark á mér,“ segir Guðmundur og hlær. Vegna nýja starfsins útilokar Guðmundur ekki að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið í sumar. „Ég er ekki farinn að spá í þá hluti á þessari stundu. Það verður bara að fá að koma í ljós í haust.“ Gummi Ben í íþróttafréttirnar Skemmtistaðir í Reykjavík hafa í síauknum mæli tekið upp svokallaðan „dress- code“ eða fatareglur fyr- ir gesti sína. Þar virðast hettupeysur og derhúfur vera efst á útrýmingarlist- anum. „Þetta er fyrst og fremst varúð- arráðstöfun því við viljum geta borið kennsl á gesti staðarins ef eitthvað kemur upp á. Þess vegna biðjum við fólk að taka ofan höf- uðfatið um leið og þeir ganga inn. Síðan geta menn svo sem sett það upp aftur þegar inn er komið,“ segir Arnar Þór Gíslason, fram- kvæmdarstjóri Óliver. Á dögunum bar á því að fyrir framan skemmtistaðinn væri fólki gert skylt að taka ofan derhúfurn- ar og jafnvel fara úr hettupeys- um. „Við leyfum okkur að gera at- hugasemdir við klæðnað hjá fólki því við höfum lent í því að fá stóra fyrirtækjahópa, merkta ákveðn- um vörumerkjum, beint ofan af fjalli sem samræmist ekki kröf- um staðarins,“ bætir Arnar við og segir að gestir staðarins taki yfir- leitt vel í athugasemdir dyravarða og stundum hafi fólk hreinlega farið heim, skipt um föt og mætt galvaskt aftur. Arnar Þór neitaði því staðfast- lega að gestum staðarins væri meinuð innganga væru þeir í hettupeysum. „Menn verða auðvit- að að vega það og meta hvort fötin eru hluti af einhverju „lúkki“ eða ekki. En Óliver er auðvitað staður fyrir alla, hvort sem þeir eru með derhúfur eða í hettupeysum en við viljum bara að gestir okkar séu snyrtilegir til fara.“ Á Thorvaldsen var manni ný- lega gert að fara úr útivistarúlpu og sagði Emil Ólafsson skemmt- anastjóri að hann sæi prívat og persónulega um það að fólk væri í „trendy klæðnaði“ eins og hann komst sjálfur að orði. „Það sam- anstendur meðal annars af jakka- fatajakka, skyrtu og leðurskóm eða fínum strigaskóm,“ útskýr- ir Emil sem telur vera til hóp Ís- lendinga sem vill fara á fínni staði og vilji skemmta sér í friði með sínum vinum. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á netinu eða á skrifstofu skólans frá 09:00 til 15:00 og lýkur 11. júní. Mánudaginn 11. júní verða náms- og starfsráðgjafar skólans til viðtals frá kl. 9 – 18.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.