Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 07.06.2007, Blaðsíða 86
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Ég fæ mér jógúrt með mömmu- múslíi. Það er múslí sem mamma býr til með einhverjum tíu tegundum af fræjum og alls konar dóti. Voða hollt.“ „Þetta er Ásinn sem mér skilst að sé minnsti Bimminn. Maður er nú ekkert eins og díler í Breiðholti þó maður keyri á BMW. Þetta er bara þægilegur og flottur bíll,“ segir sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blön- dal sem keyrir nú um á glæsilegri BMW-bifreið. Bílamál Auðuns voru á allra vörum fyrir nokkrum árum þegar hann auglýsti Hyundai Coupe-bíl sinn ítrekað til sölu í sjónvarpsþætt- inum Strákunum. Þann bíl keypti hann á bílaláni þegar hann fékk bíl- prófið 17 ára gamall. Ekki er hægt að segja að vel hafi gengið að selja bílinn, þó hann hafi á endanum losn- að við hann. Þá hafði verðið lækk- að um 650 þúsund frá því sem Auð- unn vildi upphaflega fá fyrir hann. „Það var góð lexía,“ segir Auðunn nú. „Mér fannst svo sem ekkert að þeim bíl en konunni minni og vinum fannst asnalegt að ég væri á sama sportbíl og þegar ég var 17 ára.“ Eftir að Coupe-ævintýrinu lauk hefur Auðunn keyrt um á Ren- ault Megane og Toyta Aygo. Þangað til nú að hann er kominn á glæsikerru. Bíllinn er 115 hestöfl og kostar hátt í þrjár milljónir króna frá um- boðinu. Þrátt fyrir þetta vill Auðunn alls ekki meina að hann sé orð- inn einhver milljóna- mæringur. „Nei, nei. Maður er bara búinn að vera duglegur að spara og svo langaði mig aðeins að „tríta“ mig. Svo er ég líka í góðu samstarfi við B&L. Ég er kannski ekki á neinum Bubba-bíl en ég er sáttur.“ Auddi flottur á glænýjum BMW Skemmtiþáttur Dr. Gunna heit- ir nýr útvarpsþáttur sem hefur göngu sína á Rás tvö á laugar- daginn kemur. Í þættinum mun Dr. Gunni stýra Sólópunkti, sem er spurningaleikur um tónlist þar sem sólótónlistarmenn mætast. Fyrstu keppendur Sólópunkts eru pönktónlistarmaðurinn Ceres 4 og Svavar Knútur, söngvari Hrauns. Í skemmtiþættinum mun Dr. Gunni líka bjóða upp á óska- lög fyrir starfsstéttir. „Ein- hverra hluta vegna hafa ungling- ar, sjúklingar og sjómenn einok- að óskalagaþættina en nú ætla ég að gefa öðrum tækifæri,“ segir doktorinn. „Tattúgerðarlista- menn fá fyrstir að velja óskalög svo það má búast við þungarokki, nema þeir komi á óvart og velji bara múm eða balletttónlist.“ Í þættinum verður einnig boðið upp á sprenghlægilega topp tíu lista, klikkaðasta lag þáttarins og svo tónlist úr ýmsum áttum. „Ég ætla að fylla þáttinn af sumar- legri stuðtónlist,“ segir Gunni. Þátturinn verður sem fyrr segir á laugardögum á Rás tvö frá fjög- ur til sex. Býður starfsstéttum upp á óskalög „Það er mikil hamingja hér eftir einstaklega vel heppnaðan dag. Þetta var dásamlegt,“ segir Guð- mundur Árni Stefánsson, sendi- herra Íslands í Svíþjóð, sem nú má með réttu kalla sig tónleikahald- ara og rótara eftir að hafa staðið í ströngu við að skipuleggja tón- leika Stuðmanna í Stokkhólmi á þriðjudagskvöld. Í tilefni af landsleik Íslendinga og Svía í gærkvöldi stóðu Guð- mundur Árni og félagar í sendi- ráðinu að margvíslegum uppák- omum í Stokkhólmi á þriðjudag. Dagskráin náði hámarki um kvöld- ið þegar Stuðmenn og fleiri gestir komu fram á stórtónleikum í hinu glæsilega Kína-leikhúsi í Stokk- hólmi. Um 1100 manns sáu Stuðmenn spila alla sína helstu slagara, en þeim til fullþingis voru Björgvin Halldórsson og KK auk þess sem 30 manns úr karlakórnum Fóst- bræður tóku lagið. Íslensk fyrirtæki sem eru að hasla sér völl í Stokkhólmi studdu vel við bakið á sendiráðinu og gerðu það að verkum að gestum var hleypt á tónleikana endur- gjaldslaust. Stuðst var við gamla og góða lögmálið „fyrstur kemur, fyrstur fær“ og voru Íslendingar í miklum meirihluta á tónleikunum, flestir búsettir í Stokkhólmi og ná- grenni höfuðborgarinnar. „Þetta fór líka svo ljómandi vel, nánast fullt hús og rífandi stemn- ing,“ segir Guðmund- ur Árni, sem þrátt fyrir velgengnina býst ekki við að leggja tónleika- haldið fyrir sig eftir að pólit- íska starfsferlinum lýkur. „Nei, ég held að það liggi alveg ljóst fyrir. En við erum alveg tilbúin að gera þetta aftur ef tónleik- arnir gera Ísland sýnilegt á erlendum vettvangi,“ segir sendiherrann. Eins og áður segir stóð sendi- ráðið fyrir fleiri viðburðum, til dæmis pallborðsumræðum um fótbolta og peninga sem og krafta- keppni á milli Íslendinga og Svía þar sem Magnús Ver Magnússon, fyrrum sterkasti maður heims, var sérlegur keppnisstjóri. Guð- mundur segir að 25 stiga hiti og glampandi sól hafi verið á meðan kraftakeppninni stóð og að kepp- endur hafi farið langt með að drepa sig í hitanum. „Þeir gáfu sig hins vegar alla í verkefnið eins og við var að búast og höfðu það að sjálfsögðu af.“ Svo fór að þjóðirnar skildu jafn- ar, hlutu hvor um sig sjö og hálfan vinning, en hundruð manna lögðu leið sína á Ármannstorgið í hjarta Stokkhólms þar sem kraftakeppn- in var haldin á þriðjudag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.