Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 8
Í hvaða bæ í Þýskalandi fer
leiðtogafundur G8-ríkjanna
fram um þessar mundir?
Hver er nú launahæsti
embættismaður Íslands?
Hver er forstjóri Samkeppnis-
eftirlitsins?
Nicotinell nikótínlyf fást án lyfseðils og eru notuð sem hjálparefni til þess að hætta eða draga úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávalt fylgja leiðbeiningum í
fylgiseðlinum með lyfinu. Skammtar eru einstaklingsbundnir og eru ákvarðaðir eftir því hversu mikið er reykt, en þeir mega þó aldrei vera stærri en 25 stykki á dag. Leita skal til
læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, fengið hjartaáfall nýlega, óstöðuga eða
versnandi hjartaöng, alvarlega hjartsláttaróreglu eða heilablóðfall nýlega eiga ekki að nota Nicotinell nikótínlyf. Börn undir 15 ára aldri, þungaðar konur og konur með barn á
brjósti skulu ekki nota lyfið nema að læknisráði. Lesið allan fylgiseðilinn áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf.,
Kirkjulundi 17, 210 Garðabæ.
PRÓFAÐU NICOTINELL NIKÓTÍNTYGGIGÚMMÍIÐ.
SAMA GÓÐA BRAGÐIÐ, NÚ Í NÝJUM PAKKNINGUM.
FÆST MEÐ ÁVAXTA-, MINTU-, LAKKRÍS- OG NIKÓTÍNBRAGÐI.
NJÓTTU LÍFSINS ÁN SÍGARETTUNNAR
Framkvæmdastjóri
Mjólku segir Samkeppniseftirlitið
(SE) hafa undir höndum gögn, afrit
af reikningum MS til verslana og
tölvupóstum frá sölustjóra MS,
sem sýna það svart á hvítu að
Mjólkursamsalan hafi gerst sek um
undirverðlagningu.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
SE, vill ekki staðfesta að umrædd
gögn hafi borist SE. Hann neitar
því þó ekki heldur.
Fréttablaðið hefur undir höndum
kvartanir sem lögmaður Mjólku
sendi SE „vegna skaðlegrar undir-
verðlagningar á vörum [MS]“, að
því er segir í kvörtununum. Kvart-
anirnar voru meðal þess sem
hleyptu athugun SE af stað.
Í kvörtununum kemur meðal
annars fram að MS hafi nokkrum
sinnum boðið verslunum vörur
sínar á afar lágu verði, jafnvel svo
lágu að einsýnt sé að MS hafi selt
vörurnar undir framleiðsluverði.
Ólafur M. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Mjólku, segir kvart-
anirnar byggja á fyrrnefndum
reikningum og tölvupóstum.
Í kvörtununum er einnig minnst
á svokallaða „auglýsingareikn-
inga“, sem fullyrt er að MS hafi
greitt til verslana „til þess að
tryggja bæði sölu á tilteknum
vörum og svo ákveðna framsetn-
ingu á þeim í verslunum“.
Þá er kvartað yfir því að MS hafi
boðist til að kaupa aftur útrunna
mjólk úr verslunum gegn því skil-
yrði að drykkurinn Kappi, sem
Mjólka selur í samstarfi við Vífil-
fell, yrði „útstillt með lágmarks-
hætti“ í verslununum.
Blaðamaður bar efnisatriði
kvartananna undir Magnús Ólafs-
son, aðstoðarforstjóra MS. Hann
sagðist ekki vilja tjá sig um einstök
efnisatriði þeirra en sagði að for-
svarsmönnum MS þættu umkvört-
unarefnin of léttvæg til að réttlæta
aðgerð af því tagi sem SE réðst í.
Hann hafi ekki séð umrædd gögn
og þau hafi ekki fylgt rökstuðn-
ingnum með dómúrskurðinum um
húsleitarheimildina á þriðjudag.
Ólafur segir að tjón Mjólku
vegna meintra brota MS á sam-
keppnislögum nemi tugmilljónum.
„Ætli þetta séu ekki á bilinu tvær til
þrjár milljónir á mánuði síðan við
hófum starfsemi í ársbyrjun 2006.“
Mjólka hyggst einnig senda Eft-
irlitsstofnun EFTA kæru vegna
samruna afurðastöðva MS. Slíkur
samruni er undanþeginn banná-
kvæðum íslenskra samkeppnis-
laga. „Við höfum verið að vinna í
þessu frá því fyrir jól og teljum
ljóst að þetta stangist á við mark-
mið samningsins.“ Fyrirhugað er
að kæran verði lögð fram í lok mán-
aðarins og líklega verður farið
fram á bætur vegna meintra brota.
Póstsamskipti
og reikningar
til grundvallar
Mjólka sendi Samkeppniseftirlitinu gögn sem sýna
undirboð MS svart á hvítu. Aðstoðarforstjóri MS vill
ekki tjá sig um efnisatriðin en segir þau léttvæg. Tap
Mjólku talið tugmilljónir og kæra til EFTA undirbúin.
Evrópusam-
bandið er nú reiðubúið til að hefja
á ný undirbúningsviðræður um
mögulega aðild Serbíu að
sambandinu, nú þegar serbnesk
stjórnvöld hafa sýnt greinilegan
vilja til að aðstoða sakadómstól
Sameinuðu þjóðanna við að hafa
uppi á grunuðum stríðsglæpa-
mönnum.
Viðræðunum var frestað á
síðasta ári þegar sýnt þótti að
Serbía gerði ekki nóg til að leita
uppi Ratko Mladic og félaga hans,
sem sakaðir eru um ábyrgð á
fjöldamorðunum í Srebrenica
árið 1995.
Fyrir stuttu handtóku Serbar
Zdravko Tolimir, annan grunaðan
stríðsglæpamann, og afhentu
stríðsglæpadómstólnum.
Býður Serbíu í
viðræður á ný
Lögmaður hóps íbúa í grennd
við fyrirhugað heimili fyrir heimilislausa á
Njálsgötu 74 segir starfsemina munu verða
stofnun en ekki heimili eins og borgaryfir-
völd haldi fram. Þess vegna þurfi að gera
grenndarkynningu og fá samþykkta
skipulagsbreytingu áður en heimilið taki til
starfa.
Tveir fulltrúar íbúanna mættu síðdegis í
gær á fund sérstaks samráðshóps þeirra og
borgarinnar sem komið var á fót eftir að
íbúarnir lýstu harðri andstöðu við fyrirhug-
að heimili. Pétur Gautur Svavarsson, full-
trúi íbúanna, sótti fundinn og segir að rök
yfirvalda fyrir staðsetningu heimilisins séu
hversu ódýrt hafi verið að gera húsið klárt
fyrir starfsemina. „Ekkert tillit er tekið til
okkar íbúanna í þessu máli og skilningsleysi
yfirvalda er algjört,“ segir Pétur Gautur.
Eins og kunnugt er á að vista tíu heimilis-
lausa karla á Njálsgötu 74 sem borgin, með
aðstoða félagsmálaráðuneytisins, keypti
nýlega í þessu skyni.
Starfsmaður á að vera á staðnum allan sól-
arhringinn og mennirnir eiga að fá mikla
heilbrigðis- og félagsaðstoð. Þeim verður
ekki gert skylt að hætta áfengis- og vímu-
efnaneyslu.
„Falli borgaryfirvöld ekki að óbreyttu frá
núverandi áformum um að hefja umrædda
starfsemi á þessum stað liggur beinast við
að nágrannar krefjist lögbanns,“ segir í lög-
fræðiálitinu þar sem einnig er bent á það
tjón sem nágrannarnir kunna að verða fyrir
vegna lækkunar á verði fasteigna sinna.
Heimilið brot á skipulagi
Douglas Lute, sem
brátt tekur við sem hernaðarráð-
gjafi George W. Bush Bandaríkja-
forseta, segist hafa alvarlegar
efasemdir um hæfni Íraksstjórnar
til að taka að sér stjórn landsins
eftir að Bandaríkjaher hverfur á
braut. Engu myndi breyta hve
mikinn þrýsting Bandaríkjamenn
myndu beita Íraksstjórn.
Þetta sagði Lute þegar hann var
kallaður fyrir hermálanefnd
Bandaríkjaþings í gær.
Fyrr á árinu lýsti Lute efasemd-
um sínum um áform Bandaríkja-
forseta um að fjölga bandarískum
hermönnum í Írak.
Segir Íraka ekki
geta stjórnað