Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 08.06.2007, Qupperneq 13
Það er auðvelt að finna ljúffengt, fitulétt SS álegg í verslunum því umbúðirnar eru nú sérstaklega auðkenndar á áberandi hátt með áletruninni LÉTT ÁLEGG. Tegundirnar eru mun fleiri en hér eru sýndar og þeim á eftir að fjölga enn frekar. Líttu eftir ljúffenga SS létt álegginu í næstu verslun – og taktu lífinu létt. Kjúklingaálegg Sumir vilja bara þetta álegg og ekkert annað. Það er ástæða fyrir því! Skinka Möguleikarnir eru endalausir. Prófaðu eitthvað nýtt daglega. Létt og gott – ný létt áleggslína í SS fjallahringinn www.ss.is Fjöldi mannréttinda- hreyfinga hefur krafist þess að Bandaríkin geri grein fyrir 39 grunuðum hryðjuverkamönnum sem talið er að séu fangar í leyni- legum fangelsum. Nöfn þeirra voru birt í skýrslu sem kom út fyrir viku. Amnesty, Mannréttindavaktin og fjórar aðrar stofnanir hafa tekið saman lista yfir nöfn þess- ara 39 einstaklinga sem hand- teknir hafa verið í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. George Bush Bandaríkjaforseti viðurkenndi tilvist leynifangelsa í september síðastliðnum, en sagði þau ekki vera lengur í notkun. Fjórtán grunaðir hryðjuverka- menn hafi verið fluttir úr þeim til Guantanamo fangabúðanna á Kúbu, þar á meðal höfuðpaur árás- anna 11. september 2001. Mannréttindasamtökin grunar hins vegar að fangelsin séu enn í notkun. „Við vildum birta nöfn fanganna opinberlega, því fólk heldur að þessu sé lokið og að stjórnvöld beiti ekki þessum aðferðum lengur,“ segir Anne Fitzgerald, starfsmaður Amnesty. 39 í leynifangelsum Nafnið Muhammad, og allir ólíkir rithættir þess, er nú orðið annað vinsælasta drengja- nafn í Bretlandi. Rétt tæplega sex þúsund drengir voru skýrðir nafninu í fyrra. Aðeins Jack var vinsælla. Prófessor Muhammad Anwar við Warwick-háskóla segir ástæðuna líklega vera þá að múslimar vilji heiðra trú sína með nafngiftinni. Fjöldinn vekur þó furðu þar sem einungis þrjú prósent Breta eru múslimar. Thomas var þriðja vinsælast og önnur algeng nöfn voru Joshua, Oliver, Harry og James. Bretar ánægðir með Múhameð Viðtal við Aðalheiði Huldu Jónsdóttur, eiginkonu Kalla Bjarna, í Séð og Heyrt er uppspuni að hennar sögn. Hún segist ekkert hafa sagt við blaðamann þegar hann talaði við hana en samt sem áður hafi birst viðtal við hana í nýjasta tölublaði tímaritsins. Í viðtalinu, sem Eiríkur Jónsson blaðamaður tók, lýsir Aðalheiður atburðarásinni þegar eiginmaður hennar var handtekinn, og við- brögðum hennar í kjölfarið. „Hann hlýtur að hafa verið burðardýr fyrir aðra því ég vissi alls ekki til þess að hann væri í dópinu. Ég hefði átt að taka eftir því eftir öll þessi ár sem við höfum búið saman,“ er meðal þess sem haft er eftir henni. Aðalheiður segir þetta allt saman uppspuna. „Ég sagði orðrétt við hann: „Í guðanna bænum farið ekki að birta grein í Séð og Heyrt, það er nóg álag á fjölskyldunni samt.“ Annað sem stendur í viðtalinu sagði ég ekki,“ segir hún. Mikael Torfason, ritstjóri Séð og Heyrt, segir viðtalið vissulega hafa átt sér stað. „Nei, viðtalið er ekki uppspuni. Blaðamaður tók það í viðurvist tveggja vitna, og Aðalheiður talaði við hann af fúsum og frjálsum vilja.“ Kalli Bjarni, sem vann fyrstu Idol-söngkeppnina fyrir nokkrum árum, var handtekinn með tvö kíló af kókaíni á leið til landsins í síð- ustu viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.