Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 64

Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 64
Okkar elskulega, eiginkona, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og systir, Anna M. Vilhjálmsdóttir Vallengi 4, áður til heimilis Lyngholti 15, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum Hringbraut, deild 11-E, 27. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinn Sæmundson Sigríður Gísladóttir Júlíana Sveinsdóttir Jón Jóhannesson Vilhjálmur Sveinsson Hulda Fríða Berndsen Sveinn Daði Einarsson Berglind Anna Einarsdóttir Ísak Vilhjálmsson Svanlaug Vilhjálmsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Sigurvinsson flugvélstjóri, Vogatungu 65, Kópavogi, sem lést 31. maí sl. verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, föstudaginn 8. júní, og hefst athöfnin kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill, Landssamband hjartasjúklinga. Fyrir hönd aðstandenda, Sigrún J. Lárusdóttir Ástkær sonur okkar, bróðir og frændi, John Elben Potot Æsufelli 4, Reykjavík, lést í Reykjavík 27. maí. Útförin fer fram föstudaginn 8. maí í Landakotskirkju klukkan 13.00. Bienvenido Potot, faðir Lolita Potot, móðir Robert Potot, bróðir Julibie Potot, systir Janet Potot, systir og frændfólk. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Henning Frederiksen skipstjóri, Stjörnusteinum 12, Stokkseyri, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 9. júní kl. 14.00. Ingibjörg Jónasdóttir Jónas Henningsson Katrín Jónsdóttir Vilhelm Henningsson Anna Kristín Ingvarsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Guðrún Rósa Sigurðardóttir frá Hælavík, Löngubrekku 47, Kópavogi, sem lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fimmtudag- inn 31. maí, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. júní kl. 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sunnuhlíðar. Fyrir hönd aðstandenda: Karl Hjartarson Ragnheiður Hrefna Gunnarsdóttir Ásdís Emilía Björgvinsdóttir Lilja Hjartardóttir Sigrún Hjartardóttir Guðmundur Hjartarson Þórhalla Jónsdóttir Stefanía Hjartardóttir Helgi Hrafnsson Gunnhildur Hjartardóttir Ingibjörg Hjartardóttir Skarphéðinn Þór Hjartarson Guðrún Sigríður Loftsdóttir Fríða Á. Sigurðardóttir Gunnar Ásgeirsson Guðný Sigurðardóttir Hallbjörn Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Minningarhátíð um Fjölnismann- inn séra Tómas Sæmundsson verður haldin á Breiðabólstað í Fljótshlíð á morgun kl. 14.00. Er það gert í tilefni af því að 200 ár eru nú liðin frá fæð- ingu þessa hugsjónamanns, sem með skrifum lagði sitt af mörkum til sjálf- stæðisbaráttu Íslendinga um miðja nítjándu öld. „Dagskráin hefst í Breiðabólstaðar- kirkju, þar sem ég ávarpa kirkjugesti stuttlega. Síðan verður leikþáttur eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, leikkonu og leikstjóra, þar sem stiklað verður á lífshlaupi séra Tómasar, eiginkonu hans Sigríðar Þórðardóttur og Fjöln- ismanna. Enda er þetta mikil örlaga- saga,“ segir Önundur Björnsson, sókn- arprestur í Breiðabólstaðarpresta- kalli. „Síðan verður gengið að minningar- steininum um séra Tómas, sem Fjöln- ismenn söfnuðu fyrir á sínum tíma, í kirkjugarðinum, en hann á nokkuð merka sögu að baki,“ heldur Önundur áfram. „Hann varð nefnilega innlyksa á kajanum í Kaupmannahöfn í tólf ár þegar til stóð að senda hann til Íslands. Ástæðan var sú að ekki hafði tekist að safna nægum peningum fyrir ferð- inni. Jón Sigurðsson forseti, sem var frændi Tómasar, komst á snoðir um þetta og ákvað að borga flutning á steininum úr eigin vasa. Hann komst þannig til Eyrarbakka, en ekki vildi betur til en svo að hann varð innlyksa þar í annan eins tíma. Það var síðan fyrir harðfylgi annars skyldmennis Tómasar, Tómasar bónda á Barkarstöðum, að steinninn var end- urheimtur þaðan og komst á sinn stað. Hann gerði sér lítið fyrir einn frosta- vetur og sótti steininn ásamt hópi manna og saman burðuðust þeir með hann austur, í frosti og snjó.“ Milli 1940 og 1950 lét þáverandi þjóð- minjavörður Matthías Þórðarsson fjar- lægja upphaflegu marmaralágmynd- irnar af steininum og setja eirafsteyp- ur í staðinn. Með tímanum hefur eirinn valdið því að tauma hefur lagt af honum og skaðað. Nú hafa steinsmiðir og for- verðir frá Fornleifastofnun unnið hörð- um höndum að því að laga steininn eins og best verður gert. Verður því verki haldið áfram. Yfirbragð hans er því nokkuð gott að sögn Önundar. Hátíðinni lýkur með nítjándu aldar kaffisamsæti í hlöðu og á hlaði að hætti maddömu Sigríðar Þórðardótt- ur, eiginkonu séra Tómasar, eins og Önundur orðar það. Mun kvenfélag staðarins annast það í hennar nafni og er fólk kvatt til að mæta í þjóðlegum klæðnaði. „Íslenzk tunga á fyrir sér að verða heimsins fullkomn- asta leikhúsmál. Af hverju? Af því að vér eigum því að fagna um fram aðrar þjóð- ir, að hreinleiks og fegurðar hámarki tungunnar nær sá maður, sem ritar hana eins og hún er töluð af þjóðinni, þar sem hún er töluð bezt.” Skáldsagan 1984 kom út á þessum degi fyrir 58 árum og er ásamt verkunum Brave New World og Fahrenheit 451, ein af frægustu dystópíum (and- stæða útópíu) bókmennta- heimsins. Heldur dökk samfélags- sýn er dregin upp í skáldsög- unni, sem segir af Winston nokkrum Smith sem lifir og hrærist í framtíðarríkinu Oceaniu, þar sem þegnarn- ir geta ekki hreyft sig hænu- fet án þess að fylgst sé með þeim. 1984 vakti mikla athygli þegar hún kom út á sínum tíma og var víða bönnuð fyrir pólitískt inni- hald. Ekki að ósekju þar sem höfundur- inn George Orwell (1903-1950) lét hafa eftir sér, að bókin væri meðal annars hugsuð sem ádeila á alræðisstefnu og hafði Bretland og Bandaríkin sem fyrirmynd að Oceaniu. Vildi Orwell lýsa ástandinu í breska heimsveldinu, sem var á ritunartíma verksins við það að leysast upp, þótt hið andstæða væri gefið til kynna í fjölmiðlum. Í seinni tíð hefur sagan víðast hvar verið tekin í sátt og haft víðtæk menning- arleg áhrif, þótt reglulega séu gerðar tilraunir til að láta banna hana. Hún hefur nokkrum sinnum ratað á hvíta tjaldið, í sjón- varp, útvarp og leikhús. Skáldsagan 1984 kemur út AFMÆLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.