Fréttablaðið - 08.06.2007, Page 78
Eftir hörmulegt gengi ís-
lenska landsliðsins í undankeppni
EM heyrast nú háværar raddir
um að Eyjólfur Sverrisson lands-
liðsþjálfari eigi að hætta þjálfun
liðsins. Margir eru á þeirri skoð-
un að ráða eigi erlendan þjálfara
til verksins og er það vel þekkt að
minni knattspyrnuþjóðir heimsins
lokki til sín erlenda stórþjálfara.
Árangur þess að ráða erlendan
þjálfara er þó þvert á móti ávís-
un á árangur. Oft hefur það þó
gefið góða raun að fá nýjan og al-
gerlega hlutlausan mann til starf
landsliðsþjálfara. Oft eru innlend-
ir þjálfarar fyrrum leikmenn eða
núverandi eða fyrrverandi þjálf-
arar innlendra liða. Tengsl þeirra
innan knattspyrnuhreyfingar þess
lands eru því vel þekkt.
Eitt nærtækasta dæmið er
þegar smáríkið Trinidad og Tób-
agó fékk hollenska þjálfarann Leo
Beenhakker til að stýra liðinu.
Hann var við stjórnvölinn í rúmt
ár en tókst á þeim tíma að koma
liðinu í úrslitakeppni HM í Þýska-
landi í fyrra.
Landið var það fámennasta í
heiminum til að eiga nokkru sinni
landslið í úrslitakeppni heims-
meistaramóts.
Annað gott dæmi er Serbinn
Bora Milutinovic sem í fyrra tók
við landsliði Jamaíku. Hann er lík-
lega einn þekktasti þjálfari heims-
ins og sá eini sem hefur stýrt
fimm mismunandi liðum í jafn
mörgum heimsmeistarakeppn-
um. Það gerði hann á árunum 1986
til 2002. Frá 2003 til 2004 þjálfaði
hann landslið Hondúras.
Þýski þjálfarinn Klaus Topp-
möller er nú landsliðsþjálfari
Georgíu og Egil „Drillo“ Olsen
mun í ágúst næstkomandi mun
taka við landsliði Írak. Króatinn
Otto Baric er nú starfandi í Al-
baníu, Roy Hodgson í Finnlandi og
þannig mætti áfram telja.
Fréttablaðið hefur undanfarna
daga rætt við marga sem þekkja
vel til í knattspyrnuheiminum.
Það er samdóma álit þeirra að nú
sé gott tækifæri til að ráða erlend-
an þjálfara.
Mörgum þjálfurum finnst það
afar heillandi að fá að stýra lands-
liði þar sem líkurnar á því í heima-
landi sínu eru ef til vill litlar sem
engar. Af þeim sökum væru sömu
þjálfararnir til í að taka að sér
þjálfun landsliðs fyrir minni laun
en þeir myndu fá hjá félagsliði.
Það er mat heimildamanna Frétta-
blaðsins að hægt væri að fá þekkt-
an erlendan þjálfara til starfa
fyrir um 20-30 milljónir króna á
ársgrundvelli.
KSÍ er vel stætt íþróttasam-
band. Til að mynda voru hreinar
fjármunatekjur KSÍ á síðasta ári
tæpar níutíu milljónir króna, þar
af voru vaxtatekjur 77 millljónir
króna. Það eitt og sér ætti að duga
fyrir ansi sterkum þjálfara.
Auk þess væri hægt að semja
um að nýr þjálfari fengi árang-
urstengd laun, slíkt er vel þekkt í
knattspyrnuheiminum.
Ísland mun væntanlega falla um
nokkur sæti á næsta styrkleika-
lista FIFA og fyrir vikið ná ekki
inn á lista 100 efstu þjóðanna. Þar
með væri tækifærið fyrir nýjan
þjálfara að rífa liðið upp úr lægð-
inni og um leið auglýsa sig ræki-
lega. Um væri að ræða gríðarlega
góðan stökkpall fyrir þann þjálf-
ara sem næði þeim árangri.
Fréttablaðið birtir í dag lista
yfir þjálfara sem gætu hugsan-
lega tekið við þjálfun íslenska
landsliðsins.
Það þekkist vel að minni knattspyrnuþjóðir ráði til sín erlenda þjálfara til að bæta árangur landsliðsins. Oft
hefur það borið góða raun. KSÍ þyrfti hugsanlega að borga slíkum manni um 20-30 milljónir í laun á ári.
Síðustu tveir landsleikir hafa sýnt og sann-
að að Eyjólfur Sverrisson er ekki á réttri leið
með landsliðið. Vandamál landsliðsins ein-
skorðast þó ekki eingöngu við þjálfarann
heldur liggur sökin einnig hjá Knattspyrnu-
sambandi Íslands, KSÍ.
Það er KSÍ sem ræður þjálfarann og það
er á ábyrgð KSÍ að sjá til þess að starfsum-
hverfi þjálfarans sé eins og best verður á
kosið hverju sinni. Það er langur vegur frá
því að umhverfið í kringum liðið og þjálfar-
ann sé í lagi.
Þjálfarinn hefur lítið sem ekkert feng-
ið af æfingaleikjum með liðið og afsakan-
ir sambandsins fyrir skorti á leikjum hafa
verið aumar. Fyrrum formaður KSÍ, Eggert
Magnússon, sat í framkvæmdastjórn UEFA
til margra ára, hefur einstök sambönd og út-
vegaði Íslandi leikjum við lið eins og Ítalíu og
Spán. Það þarf enginn að segja mér að hann
hafi ekki getað bjargað leikjum við minni
þjóðir á landsleikjadögum ef hann vildi.
Sumir hafa nefnt æfingabúðir fyrir lands-
liðið á landsleikjadögum en eftir því sem ég
kemst næst er ekki hægt að kalla liðið saman
í landsleikjahléum nema það verði spilaður
leikur.
Í versta falli mætti þá skipuleggja leik gegn
Færeyjum í Egilshöll. Það sem skiptir máli
er að liðið kæmi þó saman og fengi að spila.
Betra að spila í Egilshöll og æfa en að gera
ekki neitt.
Að mínu mati liggur vandinn þó enn dýpra.
Aðalvandinn liggur í stefnu KSÍ í landsliðs-
þjálfaramálunum. Síðustu árin hefur KSÍ
farið þá leið að ráða sitt eigið fólk í ein mik-
ilvægustu störf knattspyrnuhreyfingarinnar
- landsliðsþjálfarastörfin. Er þar um að ræða
einstaklinga sem KSÍ þekkir ákaflega vel og
veit hvernig láta að stjórn. Þetta eru þægir
þjónar.
Meira að segja Helena Ólafsdóttir fékk ekki
áframhaldandi samning með kvennalandslið-
ið þrátt fyrir flottan árangur. Hún var ekki
þægur þjónn. Arftaki hennar hafði áður starf-
að fyrir KSÍ og arftaki þess þjálfara var þegar
starfandi hjá KSÍ líkt og Eyjólfur.
Það má vissulega vorkenna Eyjólfi með
að fá ekki fleiri verkefni en mín vorkunn er
engin þegar maðurinn berst ekki einu sinni
fyrir betra starfsumhverfi. Hann hefur aldrei
kvartað yfir verkefnaleysi og þvert á móti
sagst skilja sjónarmið KSÍ í þessum málum.
Sannkallaður draumastarfsmaður þar á ferð.
Þægur þjónn. Þarf ekki að undra að KSÍ vilji
halda honum í starfi.
Það sem KSÍ og íslensk knattspyrna þarf
sárlega á að halda er utanaðkomandi einstakl-
ingur sem er ekki hluti af KSÍ-genginu sem
hefur hreiðrað um sig í fílabeinsturni einu
sinni sem oftar og virðist neita að leita út
fyrir Laugardalinn.
Það vantar mann með eigin hugsjónir og
nýjar hugmyndir. Mann með kraft, kjark, þor
og karakter. Mann sem sættir sig ekki við
starfsumhverfið eins og það er í dag og þorir
að taka á málunum.
Það mætti benda KSÍ á að það er líf utan
fílabeinsturnarins í
Laugardalnum. Ef
það kemur ekki ein-
hver maður með
ferskar hugmynd-
ir í fílabeinst-
urninn fljótlega
þá mun fara enn
verr fyrir lands-
liðinu og íslenskri
knattspyrnu sem
er í frjálsu falli í
alþjóðaboltanum.
Ætlar virkilega
enginn að taka í
bremsuna?
Vandinn ekki síður hjá KSÍ en hjá Eyjólfi
Þeir leikmenn sem skora
í næstu umferð í Landsbanka-
deild karla og kvenna munu svo
sannarlega gleðja marga með
marki sínu. Landsbankinn heitir
30 þúsund krónum á hvert mark
sem leikmenn skora en liðin sjálf
völdu hvert sitt málefni. Bankinn
tryggir jafnframt að hvert mál-
efni fái að minnsta kosti 30.000
kr. takist einhverju liði ekki að
skora.
Skorað fyrir
góð málefni
Viktor Kristmanns-
son var maður Smáþjóðaleik-
anna hjá íslensku keppendunum
í gær. Fimleikakappinn vann til
fimm verðlauna en Ísland hlaut
alls þrettán verðlaun í fimleika-
keppninni. Viktor vann æfingar
á gólfi, lenti í öðru sæti í þremur
greinum, á bogahesti, á tvíslá og
í stökki auk þess sem hann náði
þriðja sæti á svifrá þar sem Dýri
Kristjánsson varð annar.
Rúnar Alexandersson sigraði
í æfingum á tvíslá og varð í öðru
sæti í hringjum. Fríða Rún Ein-
arsdóttir sigraði í gólfæfingum
og varð í 2. sæti bæði á jafnvæg-
isslá og tvíslá og þá varð Kristína
Ólafsdóttir þriðja í gólfæfingum
og í æfingum á tvíslá.
13 verðlaun í
fimleikum
Gott veganesti fyrir undankeppnina í haust