Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 22

Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 22
hagur heimilanna Jón Magnússon, nýkjörinn þingmað- ur frjálslyndra, segist ennþá þurfa að spara, þrátt fyrir þingmannslaun. Erlend tímarit allt of dýr á Íslandi Söfn og sögusýningar eru vinsælir viðkomustaðir. Best er að kynna sér söfnin á netinu eða símleiðis áður en mætt er á staðinn, því mörg þeirra bjóða upp á af- slátt fyrir aldraða, börn eða fjölmenna hópa. Söfnum um upphafsár Íslands- byggðar hefur fjölgað umtalsvert undanfarin ár. Mörg þessara safna beita nýstárlegum leiðum til að kynna bernskuár þjóðarinnar fyrir innlendum gestum sem og erlendum. „Hingað hafa komið um þrjátíu þúsund gestir á þessu ári sem hefur verið opið, bæði Íslendingar og útlendingar,“ segir Sigurborg Hilmarsdóttir, safnvörður Land- námssýningarinnar 871 +/-2 í Aðal- stræti. „Gestirnir eru yfirleitt afskaplega ánægðir, við heyrum ekkert nema hrós.“ „Vorið er búið að vera svakalega gott hjá okkur,“ segir Kjartan Ragnarsson, forstöðumaður Land- námsseturs í Borgarnesi. „Það koma margir hópar úr fyrirtækj- um og skólum. Nú erum við með matsölustaðinn á setrinu opinn til hálf níu á kvöldin og það hefur vakið lukku.“ Aðgangseyrir á íslensk söfn er svipaður, sama hvar ber niður. „Við erum með hófstillt verð og höfum aldrei fengið kvörtun yfir því,“ segir Kjartan. Sigurborg segir það helst vera erlenda ferðamenn sem nefna verðlagið. „Norðurlandabúarnir kippa sér ekkert mikið upp við verðið, en þeir sem koma frá Suður- og Austur-Evrópu, þeim finnst þetta ægilega dýrt.“ Fjöldi áhugaverðra sögu- sýninga í boði á sumrin

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.