Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 28

Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 28
Þröngar gallabuxur hafa verið í og úr tísku í um fimmtíu ár. Undanfarin ár hefur töluvert borið á níðþröngum gallabuxum, en þetta er síður en svo í fyrsta sinn sem þær komast í tísku. Fyrst sáust níðþröngar galla- buxur í kringum þau ár er Elvis sveiflaði mjöðmunum svo að siðprúðir Bandaríkjamenn (aðallega öfundsjúkir karlar) tóku andköf af hneykslun. Við þetta fengu buxurnar á sig óþekktarstimpil og ekki minnkaði hann þegar pönkararnir skelltu sér í þessar stuðbrækur. Meðlimir The Clash, Ramones og Sex Pistols státuðu stoltir af þröng- um gallabuxum sem þeir keyptu í hinni alræmdu Sex-verslun, en sú var rekin í London af Vivienne West- wood. Hér á Íslandi mátti einna helst sjá káta pönk- ara klæðast slíkum buxum upp úr 1980 og þá þótti við hæfi að vera í stórum her- mannaklossum við. Síðustu endurkomu þröngra gallabuxna mátti fyrst sjá á tísku- pöllunum 2002 en þremur árum síðar kveikti almenningur á perunni. Fyrirsætan Kate Moss og smástirnið Nicole Richie eru meðal þeirra sem hjálpuðu til við að breiða út tískuna, en það allra nýjasta er að bretta upp á skálmarnar og vera í sandölum við. Óþekktarbrækur Dömuskór – extra breiðir MELBA Einnig svart 6.495 kr. MINUTE Einnig beige 5.510 kr. MAESTRO Einnig beige 4.550 kr. AIGLON Einnig svart og rautt 5.295 kr. MARGOT Einnig svart og beige 6.695 kr. NÝTT Fáðu fæturna mjúka og fína á 2 vikum með Flextiol Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum, Ásdísar í GB. Spar, Þín verslun Kópavogi, Fjarðarkaup HFJ og Lipurtá, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur. ALCO-GEL Sótthreinsandi handgel. Engin flörf fyrir sápu og vatn. Fæst í apótekum um land allt. Augnháralitur og augnbrúnalitur Tana® Cosmetics SÖLUSTAÐIR: APÓTEK OG SNYRTIVÖRUVERSLANIR NÝTT!! Plokkari með ljósi ®

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.