Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 14.06.2007, Síða 36
 14. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið garðurinn Á baklóð Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen er sannkall- aður lystigarður. Þangað getur starfsfólkið leitað í ró fjarri skarkala umferðarinnar. Á góðviðrisdögum kvartar flest skrifstofufólk undan því að þurfa að sitja inni við tölvuna. Það horf- ir eymdarlega út um gluggann á þá sem ganga léttklæddir framhjá og njóta sólarinnar. Þegar kaffi- pásurnar loks koma er lítið annað hægt að gera en fara út á bílastæði og þaðan er fólk fljótt að hörfa. Málum er ekki svo háttað hjá starfsmönnum Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, VST, en starfsfólkið hefur greiðan aðgang að gróðurparadís í bakgarði fyrir- tækisins. Þangað leitar það til að endurnýja kraftinn og næra and- ann, sérstaklega þegar vel viðrar. Á góðviðrisdögum er jafnvel grill- að í hádeginu og þá láta fáir sig vanta í herlegheitin. Saga garðsins á rætur sínar að rekja aftur til byggingar húsnæðis VST. „Þegar húsið var byggt árið 1967 voru miklar klappir á lóðinni að húsabaki og Sigurður heitinn Thoroddsen verkfræðingur, sem var mikill náttúruunnandi, lagði mikið upp úr því að þeim yrði hlíft og að þær yrðu ekki fyrir hnjaski af ágangi vinnuvéla sem notaðar voru við bygginguna,“ segir Sig- urður Þórðarson verkfræðingur og líffræðingur en hann var einn af þeim sem tók þátt í gróðursetn- ingu og uppbyggingu garðsins. Fyrsta verkið í garðinum var að leggja túnþökur. Síðan var Reyn- ir Vilhjálmsson landslagsarkitekt fenginn til að hanna endanlegt útlit lóðarinnar áður en hafist var handa við sjálfa gróðursetn- inguna. „Vorið 1981 var svo efnt til gróðursetningardags þar sem starfsfólk verkfræðistofunnar og fjölskyldur þeirra komu saman og gróðursettu tré og runna á lóðinni í samræmi við skipulagsuppdrátt- inn,“ segir Sigurður. Það gekk ekki þrautalaust að koma plöntunum niður því jarð- vegsþykktin var ekki alltaf næg, enda grunnt niður á klappirnar. „Sums staðar þurftum við aðeins að færa plöntur til og koma þeim fyrir í sprungum eða þar sem jarðvegsþykktin var meiri,“ segir Sigurður. „En niður fóru plönturn- ar í megindráttum í samræmi við skipulagið.“ Nú er allur gróður í garðin- um vel á veg kominn, tré orðin myndarleg og ýmsar blómplönt- ur blómstra við rætur þeirra. „Mér finnst mikilvægt að fólk hafi griðastað í vinnunni. Stað sem það getur farið á til að endurnæra sig svo það komi tvíeflt aftur í vinn- una,“ segir Sigurður. „Mér finnst eiginlega að hvert fyrirtæki ætti að hafa slíkan stað en garðurinn hér hefur margsannað gildi sitt fyrir þá sem starfa og hafa starf- að á stofunni.“ tryggvi@frettabladid.is Paradís við vinnustað Starfsmenn VST nota hvert tækifæri til að fara út í garðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Áður en hafist var handa við uppgræðsluna á baklóð Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen var þar ekkert nema berar klappir. Sigurður Þórðarson, verkfræðingur og líffræðingur, vann um árabil hjá VST. TOPLINE gluggar og hurðir DANLINE gluggar Hafðu samband og við ráðleggjum þér Gluggar Sólhýsi Hurðir Svalalokanir Einangrunargler - Öryggisgler - Speglar Frábær lausn í bæði gamalt og nýtt: Einbýlið, fjölbýlið, sumarhúsið eða hvar þar sem fegurð og gæði njóta sín Ægisbraut 30 300 Akranes Sími: 431 2028 Fax: 431 3828 Netfang: glerhollin@glerhollin.is Heimasíða: www.glerhollin.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.