Fréttablaðið - 14.06.2007, Qupperneq 38
14. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið garðurinn
Arkitektar hjá Arkiteó hafa
sett gamla hugmynd í nýjan
búning.
„Við höfum sett fram tillögu að
sumarbústað sem líkist burstabæ.
Þótt formið sé gamaldags, er bú-
staðurinn hugsaður sem nýtísku-
legt hús,“ segir Einar Ólafsson,
hjá arkitektastofunni Arkiteó.
„Gaflarnir eru mikið opnir, í
glerflötum og opið á milli hæða,“
heldur Einar áfram. „Í stærri bú-
stöðum þar sem tvær burstir eru
fyrir, er glerbygging á efri hæð-
inni. Hún tengir burstirnar saman,
þannig að hægt er að ganga á milli
þeirra. Velja má um eina, tvær og
þrjár burstir, allt eftir því hvern-
ig húsið er hugsað. Maður getur
til dæmis valið um einbýli, rað-
eða parhús, þannig að möguleik-
arnir eru fjölmargir þótt formið sé
að vissu leyti gamaldags. Síðan má
ekki gleyma því að svona húsnæði
er algjörlega viðhaldsfrítt.“
Einar segir hönnun sumarbú-
staðanna í takt við þá stefnu stof-
unnar að teygja sig aðeins lengra
en gengur og gerist. Auk þess upp-
fylli þeir allar helstu kröfur nú-
tímamannsins og falli vel inn í
umhverfið, sem samrýmist þeirri
hugmyndafræði Arkiteó að hanna
húsnæði sem er sniðið eftir þörf-
um viðskiptavina og umhverfis.
„Arkiteó sérhæfir sig einnig í
hönnun öllu hefðbundnari bústaða,“
bendir Einar þó jafnframt á. „Sem
dæmi get ég nefnt stílhreina bú-
staði með herbergjum sem snúa í
útsýnisátt. Hægt er að ganga út úr
þeim öllum á stóra verönd, sem er
hugsuð sem tenging við umhverfi
og náttúru. Svo eru stórir, lóðrétt-
ir gluggar á bústöðunum í stað lá-
réttra, alveg eins og á heilsárs- eða
einbýlishúsum. Þannig getur ungl-
ingurinn læðst inn og út úr húsi
eins og honum sýnist,“ bætir hann
við og hlær.
Einar segir dæmin hér að ofan
sýna svo ekki verði um villst, að
fólk geri sífellt meiri kröfur varð-
andi hönnun sumarbústaða. „Áður
fyrr var meira farið eftir skúffu-
teikningum við hönnun bústaða og
þá var lítill sem enginn metnaður
lagður í þá. Fólk var bara sátt við
að eiga þak yfir höfuðið, í stað þess
að huga betur að eigin þörfum og
umhverfisins. Nú vill það stærri
og vandaðri gerðir af hefðbundn-
um T- og L-laga bústöðum. Í dag
eru sumarbústaðir því engu síðri
en vönduð einbýlishús.“ roald@fretta-
Burstabæir aftur í notkun
Auk hefðbundins rýmis eru í húsinu koníaksstofa, tómstundaherbergi, bíósalur,
gufubað og innilaug.
Hérna sést hvernig hús eftir Arkiteó er gert með það í huga að falla sem best að
umhverfinu. Húsið myndar ákveðinn ramma utan um útisvæði sem tengist eldhúsi,
borð- og setustofu. Gestahús/listagallerí lokar rammanum.
Einar Ólafsson arkitekt segir Íslendinga
gera meiri kröfur um gæði sumarbú-
staða en áður fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Tillaga Einars og félaga
að sumarbústað með
burstabæjarsniði, er
nokkuð nýstárleg.
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
Vörn gegn brunaslysum frá Danfoss
Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni
Stillanlegt hitastig neysluvatns
Stórminnkar slysahættu af völdum heita neysluvatnsins
Jafn þrýstingur á heitu og köldu neysluvatni, lengir líftíma blöndunartækja
Léttari þrif, enginn kísill á flísum og hreinlætistækjum
Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður
Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður
Auðveld í uppsetningu
Snyrtileg hlíf fylgir
•
•
•
•
•
•
•
• www.stillumhitann.is
Bæjarlind 6, Kóp. • s. 534 7470 • www.feim.is
Opið virka daga 10-18 og laugardaga 11-16
MUSKOKA FURU STÓLAR
Nú getum við boðið þessa frábæru hönnun úr FURU
12,500,-kr
39,000,-kr tvöfaldur stóll m/borði
FEIM - Lenen Bjerre