Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 40

Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 40
 14. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR Tími sumarblómanna er loks að renna upp og óhætt að fara að planta þeim í garðinn. Sumarblómin eru einærar plöntur og eru í blóma yfir sumartímann í öllum regnbogans litum og lífga upp á umhverfið. Blómin má setja í ker, potta eða beð með fjölærum plöntum og runnum til skrauts. Í Gróðrarstöðinni Storð í Kópavogi má finna gríðarlegt blómahaf og er hægt að velja sér blóm af öllum stærðum og gerðum fyrir sum- arið. Jón Ragnar Björgvinsson, starfsmaður í Storð, segir nauð- synlegt að gefa sumarblómunum áburð og mælir sérstaklega með að notaður sé fljótandi áburður eins og settur er á stofublóm. Sumarblómin stór og smá Sólbrúður er svipuð mölvunni og stendur í blóma megnið af sumrinu. Hún verður þó ekki eins há og malvan og þarf enga sérstaka meðferð aðra en sólríkan stað. Cosmos er líkur sólbrúðinni í umhirðu og gildir það sama um þessi blóm. Skrautsalvía er mikið notuð í samplantanir og í ker, til dæmis með hengiplöntum því hún stendur upp úr. Hengitóbakshorn er afbrigði af venjulegu tóbakshorni. Þetta er hengiplanta sem greinir sig og það er gott að slíta af tvo til þrjá lengstu endana framan af greinunum því þá þéttist hún mikið og getur myndað heilt teppi. Þetta blóm er mjög gott að nota í beð og á leiði því það skríður eftir moldinni og er mjög sterkt. Er til í hvítu, purpurarauðu, rauðu og fjólubláu og blómstrar allt sumarið. Skógarmalva blómstrar um mánaðamótin maí-júní og er í blóma lungann af sumrinu. Hún er yfirleitt í lilluðum litum og verður nokkuð há, þannig að hún þarf gott skjól og gott er að setja við hana stuðning. Skógarmalvan er mjög dugleg planta en nauðsynlegt er að gefa henni góðan áburð eins og öðrum sumarblómum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.