Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 46

Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 46
 14. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR14 fréttablaðið garðurinn Garðurinn við Urðargil 5 á Akureyri er fallegur og snyrtilegur. Hjónin og eigendurnir, Kristín Sig- tryggsdóttir og Karl Friðrik Karlsson, útbjuggu beðin og smíðuðu allt í garðinum. „Við höfðum áður búið í blokk og höfðum engan garð svo þegar við fluttum hingað misstum við okkur alveg í garðyrkjunni,“ segir Kristín Sigtryggsdóttir en hún og eiginmaður hennar, Karl Friðrik Karlsson, hafa útbú- ið fallegan garð í kringum íbúð sína í raðhúsi í Urðargili á Ak- ureyri. Hjónin fluttu með fjöl- skyldu sína í Urðargilið árið 1999 en byrjuðu að vinna í garðinum tveimur árum síðar. Í dag er um ákaflega fallegan garð að ræða og það skemmtilega er að Kristín og Karl gerðu allt sjálf. „Við byrjuðum bara án þess að vita í rauninni hvað við vorum að gera. Fyrsta árið sáðum við í garðinn og árið eftir skárum við úr fyrir stallinum og settum runna. Þar á eftir skárum við beðin út,“ segir Kristín og bætir við að garður- inn hafi tekið mikið af þeirra tíma. „Þetta er hins vegar svo skemmtilegt. Við erum með mat- jurtagarð og ræktum okkar eigin kartöflur, tvær tegundir af gul- rótum, kál, salat og jarðarber. Ef vel sprettur get ég byrjað að taka upp úr matjurtagarðinum um mánaðamótin júlí-ágúst og fer þá út í garð og klippi út í salat- ið með matnum,“ segir hún bros- andi. Hjónin fengu viðurkenn- ingu frá Akureyrarbæ í fyrra fyrir garðinn sem þau segja hafa verið afar skemmtilegt. indiana@frettabladid.is Skemmtilegt að vinna í garðinum Kristín og Karl Friðrik njóta sólarinnar á pallinum allan daginn.Allur garðurinn er snyrtilegur og fallegur. Karl Friðrik smíðaði fallegan kassa utan um ruslatunnuna sem Kristín skreytti með blómum. Hjónin Kristín Sigtryggsdóttir og Karl Friðrik Karlsson útbjuggu garðinn sjálf . FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Kofinn er það nýjasta í garðinum en bóndinn smíðaði hann fyrir tveimur vikum undir verkfærin. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA.IS Byko stendur fyrir skemmtilegum leik í sumar þar sem allir strákar og stelpur eru hvött til að taka upp hamar og sög og sýna hvað í þeim býr. Verkefnin eru í senn einföld og skemmtileg, að smíða annað hvort kofa eða kassabíl, og ef framkvæmdagleðin er slík þá má auðvitað smíða hvort tveggja. Allir krakkar, 15 ára og yngri, geta tekið þátt. Þegar að smíðinni er lokið eru síðan teknar að minnsta kosti þrjár myndir af meistaraverkinu og þær sendar til BYKO, í tölvupósti á kofi@byko.is eða kassabíll@byko.is eða í pósti merktum Kofa- og kassabílaleiknum. Dómnefndin er ekki skipuð neinum aukvisum en í henni sitja Mar- grét Pála Ólafsdóttir hjá Hjallastefnunni, Siggi Sigurjóns leikari, Steve Christer og Margrét Harðardóttir hjá Studio Granda, Þormóð- ur Dagsson hjá bílablaði Morgunblaðsins og Tinni Sveinsson, ritstjóri Húsa og Híbýla. Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Í fyrsta sæti er tívolíferð fyrir fjölskyld- una til Kaup- mannahafnar, innifalinn hót- elgisting og ferð í Tívolí (tveir fullorðn- ir og tvö börn). Í öðru sæti í hvor- um flokki fyrir sig er vöruút- tekt fyrir 20.000 krónur í BYKO og í þriðja sæti er 10.000 króna úttekt. Skilafrestur mynda rennur út 8. apríl. - tg Keppni um kofa og kassabíla Fyrstu verðlaun í leiknum er ferð fyrir fjölskylduna í Tívolí í Kaupmannahöfn. Engin mánaðargjöld - þú átt kerfið!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.