Fréttablaðið - 14.06.2007, Page 64
Kvikmyndaleikstjórinn
Rúnar Rúnarsson er kom-
inn í sumarfrí frá Danska
kvikmyndaskólanum og
hyggst nota hluta af fríinu
til að taka upp nýja stutt-
mynd hér á landi yfir versl-
unarmannahelgina.
„Myndin ber vinnuheitið Two
Birds og fjallar um vinahóp sem
er í gagnfræðiskóla,“ útskýr-
ir Rúnar en það er kvikmynda-
fyrirtækið Zik Zak sem framleið-
ir myndina. „Myndin er vaxtar-
saga aðalpersónunnar Óla og
þetta er svona lítil ástarsaga með
súrsætu eftirbragði,“ bætir hann
við en á mánudaginn stendur til
að velja leikara í myndina og
geta áhugasamir sent tölvupóst
á casting@zikzak.is. „Við erum
að leita að fjórum aðalleikurum
sem þurfa að líta út fyrir að vera
á grunnskólaaldri, tveimur stelp-
um og tveimur strákum.“
Rúnar skaust upp á stjörnuhim-
ininn fyrir rúmu ári síðan þegar
stuttmyndin Síðasti bærinn var
tilefnd til Óskarsverðlauna. Þar
laut hún í lægra haldi fyrir kvik-
mynd Martin McDonagh, Six
Shooter, en McDonagh er nú að
leikstýra þeim Ralph Fiennes og
Colin Farrell í In Bruges. Síðasti
bærinn fór sigurför á kvikmynda-
hátíðum um allan heim og sam-
kvæmt kvikmyndasíðunni imdb.
com hefur hún hlotið alls þrett-
án verðlaun. Að sögn leikstjórans
er hún þó nú komin á eftirlaun.
„Hún er ennþá sýnd á einhverj-
um hátíðum og er í DVD-dreif-
ingu ásamt öðrum verðlauna-
myndum,“ segir leikstjórinn sem
fann vel fyrir þeirri athygli sem
verðlaunum á borð við Óskarn-
um fylgir. Honum barst töluvert
af misgáfulegum verkefnum til
að gera með hinum og þessum
peningamönnum en fannst fæst
af þeim áhugaverð. Og svo hafði
námið sinn forgang.
„En Óskarinn opnaði vissulega
margar dyr, það verður bara
að viðurkennast, og mér gefst
í dag tækifæri til að gera miklu
meira,“ útskýrir Rúnar sem er
ekkert smeykur við að fylgja
eftir velgengni Síðasta bæjarins.
Öldudalurinn víðfrægi sé bara
hluti af lífinu og þegar og ef að
honum komi verði bara að takast
á við það. „Mér hefur gengið vel
í lífinu og mér hefur gengið illa
þannig að það yrði ekkert nýtt
fyrir mér,“ segir Rúnar.
Leikstjórinn er nýorðinn pabbi,
eignaðist litla stúlku í október.
Hann segir dóttur sína vera ótrú-
lega glaða yfir komunni til Ís-
lands enda hafi verið svo heitt í
Danmörku að hún hafi lítið getað
sofið heldur bara svitnað og velt
sér. „En hún fær núna ferskt ís-
lenskt loft og sefur eins og steinn,“
segir Rúnar, sem jafnframt er
orðinn giftur maður, gekk að eiga
unnustu sína Claudiu í september
í Ráðhúsi Kaupmannahafnar.
Og Rúnar er sennilega einn ör-
fárra nemenda í kvikmyndaskóla
sem hefur Óskarsverðlaunatil-
nefningu á ferilskránni. Skól-
inn hans, Kvikmyndaskóli Dan-
merkur, er einn sá virtasti sinn-
ar tegundar í heiminum enda
hafa margir af fremstu leikstjór-
um Danmerkur setið þar á skóla-
bekk. Töluverð vinna liggur að
baki hverri önn og þurfa nem-
endur að gera að minnsta kosti
eina mynd sem er fimmtán mín-
útur að lengd auk styttri mynda.
Þær fá þó ekki að koma fyrir
augu almennings og það er ekki
fyrr en kemur að lokaverkefn-
inu að nemendur skólans geta
loks sýnt öðrum en kennurum af-
rakstur sinn.
„Þetta er auðvitað svolítið
skrýtið og svona svipað eins og
að grafa alltaf sama skurðinn
aftur og aftur,“ segir Rúnar sem
á nú eitt og hálft ár eftir.
Hann segist ekki enn vera far-
inn að leggja drög að lokaverk-
efninu en er aftur á móti með
heilan helling af hugmyndum til
að vinna úr að lokinni útskrift.
Og þar fer fremst í flokki kvik-
mynd í fullri lengd.
Kvikmyndin Fantastic Four: Rise
of the Silver Surfer var frum-
sýnd í kvikmyndahúsum borgar-
innar í gær. Þar snúa þau Reed,
Sue, Johnny og Ben, betur þekkt
sem hin Fjögur fræknu, aftur og
að þessu sinni þurfa fjórmenning-
arnir að kljást við Silfraða brim-
brettakappann sem kemur til jarð-
ar og undirbýr jarðveginn fyrir
eyðingu plánetunnar.
Myndin er ein af hugsanleg-
um sumarsmellum ársins en fyrri
myndin fékk misjafna dóma gagn-
rýnenda þótt áhorfendur hafi tekið
henni opnum örmum. Var það ekki
síst þakkað nærveru Jessicu Alba
sem er í dag eitt heitasta ungstirni
Hollywood enda hefur henni, ólíkt
mörgum starfsystrum sínum, tek-
ist að halda sér fjarri eiturlyfjum
og ölvunarakstri. Meðal annarra
leikara má nefna Julian McMahon
sem bregður sér í hlutverk Dr.
Doom og þá talar Laurence Fish-
burn fyrir silfraða brimbretta-
kappann en persónan er að öllu
leyti tölvugerð með sömu tækni
og notuð var við gerð Hringadrótt-
inssögu.
Heiminum
bjargað
Hefur að sjálfsögðu grátið í bíó