Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 72

Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 72
Ætlaði að komast mjög langt í fótboltanum Gengi KR í upphafi sum- ars er það versta síðan tíu lið byrj- uðu að spila í efstu deild fyrir þrjátíu árum síðan. KR tekur á móti Íslandsmeisturum FH í kvöld og um það hefur verið hvíslað að Teitur fái að fjúka náist ekki sigur í kvöld. Teitur segir að persónu- lega komi ekki til greina að segja af sér tapist leikurinn í kvöld og segist hann hafa stuðning vinnu- veitenda sinna. „Það hefur ekkert verið rætt um hvað ég fái mikinn tíma til að rétta skútuna af og menn standa enn saman hjá KR. Eðlilega eru allir hundfúlir en ég hef ekkert verið kallaður sérstaklega á teppið eða eitthvað slíkt en ég ræði málin samt alltaf einu sinni í viku við stjórnina,“ sagði Teitur ákveðinn en það er engan bilbug á honum að finna. „Ég mun halda áfram með liðið þótt leikurinn við FH tapist. Ég hef ekkert spáð í að hætta. Ég er ráðinn í ákveðið starf og ég hyggst sinna því starfi eins vel og ég get. Ef mín vinna er ekki nógu góð verður stjórn KR Sports að ákveða framhaldið. Það er engin uppgjöf í mér og ég er alveg með það á hreinu að við munum rétta skút- una af. Ég hef aldrei misst trúna á verkefninu. KR er klúbbur sem gerir væntingar og það er eðlilegt að stuðningsmenn KR séu hund- fúlir yfir stöðu mála. Það erum við líka. Ég hef aftur á móti ekki orðið var við neina örvæntingu hjá fé- laginu.“ Teitur fagnar því að mæta FH á þessum tímapunkti og lítur á leik- inn sem kjörið tækifæri fyrir KR til að snúa blaðinu við. „Það er mjög gott að fá FH núna. Það er það besta sem gat gerst því það hvetur menn enn frekar til góðra verka,“ sagði Teitur, sem segir andann í herbúðum KR góðan þrátt fyrir vonbrigðin í upphafi móts. „Það er fín stemning í hópnum en menn eru eðlilega samt hund- fúlir yfir því að vinna ekki leik. Það er verkefni fyrir hópinn að vinna okkur út úr þessum vanda og við höfum sýnt á köflum að við getum vel spilað ágætis fótbolta.“ Þó gengið sé slæmt segir Teitur því fara víðs fjarri að það sé ein- hver krísa í Vesturbænum. „Það er fyrst krísa þegar leik- menn og starfsmenn hætta að geta unnið saman. Svo er ekki, heldur er fín stemning á æfingum og utan vallar hjá KR,“ sagði Teitur Þórðarson. Öll spjót standa á Teiti Þórðarsyni, þjálfara KR, þessa dagana. Gengi KR í upphafi sumars hefur verið skelfilegt og liðið situr í neðsta sæti Landsbankadeildarinnar. KR tekur í kvöld á móti Íslandsmeisturum FH. Það er engan bilbug að finna á Teiti, sem segir ekki koma til greina að hætta tapi liðið í kvöld. Þjálfaraleit Skalla- gríms er komin aftur á byrjunar- reit eftir að Bandaríkjamaður- inn Peter Hoffman hafnaði til- boði sem félagið gerði honum. Hoffman kom til Íslands á dögun- um til að skoða sig um í Borgar- nesi og leist að sögn vel á bæinn og félagið. Hann er náinn vinur Geofs Kotila, þjálfara Snæfells, og gerðu Borgnesingar sér vonir um að fá jákvætt svar frá Banda- ríkjamanninum. „Því miður sagði hann nei þar sem fjölskyldan hans nennti ekki að færa sig um set. Það kom mér mikið á óvart,“ sagði Hafsteinn Þórisson, formaður körfuknatt- leiksdeildar Skallagríms, í gær. Hafsteinn sagði að leitin að arf- taka Vals Ingimundarsonar héldi nú áfram, bæði innan- og utan- lands. Hoffman sagði nei við Skallana Ármann Smári Björns- son skoraði þrennu fyrir Brann í gær gegn neðrideildarliðinu Øygard í annarri umferð norsku bikarkeppninnar í gær. Hann kom inn á sem varamaður í sókn- ina í stöðunni 1-0 og skoraði tvö mörk með mínútu millibili skömmu síðar. Hann fullkomn- aði þrennuna með fimmta marki Brann úr víti. Kristján Örn Sig- urðsson og Ólafur Örn Bjarna- son léku í vörn Brann. Stefán Gíslason skoraði eitt marka Lyn í 5-0 sigri á Kvik Hald- en og það gerði Garðar Jóhanns- son sömuleiðis fyrir Fredrikstad sem vann Sarpsborg, 4-0. Garð- ar kom inn á sem varamaður í leiknum. Hannes Þ. Sigurðsson skor- aði tvívegis fyrir Viking sem vann Randaberg, 6-0. Þá skoraði Veigar Páll Gunnarsson eitt fjög- urra marka Stabæk gegn Fjöra. Haraldur Freyr Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Álasund sem vann Volda, 3-1. Ármann með þrennu

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.