Fréttablaðið - 14.06.2007, Side 78
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Nýjar og glæsilegar íbúðir verða
afhentar í haust í Skuggahverfinu
við Vatnsstíg en það er 101 Skugga-
hverfi sem byggir þær. Nýlega
var opnað fyrir tilboð í 2. áfanga
og þar vekur athygli að toppíbúðin
við Vatnsstíg 16 er talin kosta litlar
220 milljónir. Íbúðin er á tveimur
á hæðum, er rúmir 310 fermetrar
á tveimur hæðum, með þakgarð
og er í ríflega 54 metra hæð. Og
hinn heppni íbúi verður ekki svik-
inn af útsýninu sem nær eins langt
og augað eygir.
Hins vegar gæti blásið ansi
hressilega um þann sem hreppir
hnossið ef marka má orð Sigurðar
Þ. Ragnarssonar veðurfræðings.
„Það liggur alveg fyrir að vind-
hraði eykst eftir því sem hærra er
komið. Og þarna getur hann auk-
ist um allt að tuttugu prósentum
við vissar aðstæður,“ útskýrir Sig-
urður og bætir því við að líklega
verði allt að hálfri gráðu kaldara
þarna uppi en niðri. „Sem sann-
ar hið fornkveðna, að það er kalt á
toppnum,“ segir Sigurður í léttum
dúr en áréttar í mun alvarlegri tón
að hviður í verstu veðrum gætu
orðið ansi snarpar. „Suðaustanáttin
verður aldrei skemmtileg þarna og
norðanáttin gæti orðið svöl. Þess á
milli verður þetta hins vegar alveg
sæmilegt.“
Hvað þakgarð í þessari hæð
varðar segir veðurfræðingur-
inn að íbúarnir þurfi ekki að hafa
miklar áhyggjur af því hvað vind
varðar þótt eflaust gætu saltagnir
í loftinu reynst erfiður ljár í þúfu.
„Fólk þarf bara að velja sér gróð-
ur við hæfi,“ útskýrir Sigurður
sem er sjálfur ekki par hrifinn af
byggingu háhýsa á Íslandi og
segir arkitektúr ekki taka
nægjanlega mikið tillit til
íslensks veðurfars. Og þá
ekki síst vindsins. „Slíkir
turnar búa til vindstrengi
og hviður sem oft á tíðum
geta verið hættulegar
og hafa valdið því
að þungir hlutir
takast á loft. Þá
ekki síst þegar
tveir slíkir koma saman,“ útskýr-
ir hann en bætir því þó við að með
hækkandi hitastigi jarðar gætu
válynd veður heyrt sögunni til á
Íslandi. „Menn verða þó að taka
það með í reikninginn að við búum
á einhverju mesta vindrassgati á
byggðu bóli.“
Harpa Þorláksdóttir, markaðs-
stjóri 101 Skuggahverfis, hafði
litlar áhyggjur af gróðrinum í
þakgarðinum. „Íbúðir þarna í
kring eru með slíka garða og arki-
tektarnir hljóta að hafa hugsað útí
þetta,“ segir hún. Harpa telur mik-
inn áhuga vera á þessum íbúðum
og þegar séu nokkur hundr-
uð manns á lista yfir áhuga-
sama en það einskorðist
ekki við glæsiíbúðina við
Vatnsstíg.
Gamli góði dúettinn Þú og ég tók ný-
lega upp nýtt lag sem heitir Sætasta
stelpan á ballinu og er hægt að nálg-
ast það á heimasíðunni tonlist.is.
Þetta kemur eflaust mörgum á óvart
enda er langt síðan dúettinn hætti
störfum. Lagið er úr smiðju Gunn-
ars Þórðarsonar og Jónasar Frið-
riks Gunnarssonar. „Gunni Þórðar
átti nú þá hugmynd á sínum tíma að
gera plötuna Ljúfa líf. Hann hringdi
svo í okkur núna í vor og bað okkur
um að syngja með Ragga Bjarna
á plötu sem kemur út núna fyrir
næstu jól,“ segir Jóhann Helgason,
annar helmingur dúettsins sem eins
og flestir vita er einnig skipaður
Helgu Möller.
„Þegar við hittumst þarna aftur
kom upp svona gamall fílingur.
Seinna hringdi Gunni í okkur aftur
og sagðist vera með lag og texta
sem yrði eiginlega að koma út núna,
út af textanum. Við skelltum okkur
heim til hans og sungum þetta inn
en hann kláraði svo lagið.“
Lagið er enn aðeins fáanlegt á
tonlist.is en einnig hefur það heyrst
á útvarpsstöðvum landsins. „Það
er ekki nema við gerum einhverja
safnplötu að það gæti verið gefið
út. Lagið er nokkuð ósvipað okkar
fyrri lögum, það er svolítið fullorð-
inslegt. Við höfum nú elst aðeins svo
það er ekki sami ungæðishátturinn
á þessu,“ segir Jóhann og útilokar
ekki „kombakk“ frá dúettinum. „Ég
ætla nú ekki að lofa því en um leið
vil ég heldur ekki útiloka neitt.“
Nýtt lag frá Þú og ég
Margir áhorfendur kvöldfrétta
RÚV í fyrrakvöld ráku upp stór
augu þegar þeir urðu vitni að afar
undarlegri hegðun Kristínar Ing-
ólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands,
í beinu sjónvarpsviðtali. Verið var
að spyrja Kristínu út í nýútkomna
skýrslu Ríkisendurskoðunar og var
rektor sífellt að laga á sér hárið auk
þess sem hún beinlínis hló að spurn-
ingum fréttamannsins Rakelar Þor-
bergsdóttur,.
Ýmsar tilgátur heyrðust á kaffi-
stofum og bloggsíðum landsins í
gær um hvað hefði verið að hrjá
rektor í viðtalinu, meðal annars að
Kristín hefði fengið flugu í augað.
Hið rétta er að rektor stóð í þeirri
trú að um æfingu væri að ræða.
„Og ég áttaði mig ekki á því fyrr
en viðtalið var búið að svo var ekki.
Þetta var einfaldlega misskilningur
og það láðist að láta mig fá merki
um að við værum í loftinu. Og nei,
þetta var ekki fluga. Ég var bara að
laga mig til,“ sagði Kristín og skelli-
hló þegar hún útskýrði málið fyrir
Fréttablaðinu í gær. „Þetta hefur
verið mikið skemmtiefni hér í skól-
anum í dag og það er búið að gera
mikið grín að mér.“ Líkt og rektor
gat Rakel leyft sér að sjá spaugilegu
hliðina á uppákomunni í gær. „Ég er
búin að vera hjá RÚV í 8 ár og aldrei
lent í öðru eins,“ sagði Rakel ennþá
í sjokki. „Henni brá eðlilega mikið
þegar ég sagði henni að við hefðum
verið í beinni en hún tók þessu alveg
frábærlega vel. Við gátum allavega
hlegið mikið að þessu.“
Rektor hélt að um æfingu væri að ræða
„Þegar tími gefst fæ ég mér AB
mjólk með múslí og oft narta ég
í melónu sem kærastan mín er
voðalega dugleg að skera niður
á morgnana og kannski smá
hrökkbrauð með.“