Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 1
Laugardagur *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 38% B la ð ið M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 40% 70% Tomasz Þór Veruson sat 25 tíma fastur í snjóflóðinu á Súðavík árið 1995. Nú er hann nýútskrifaður viðskipta- fræðingur og lítur tilveruna björtum augum. Leiðin sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra kaus að fara í niðurskurði þorsk- afla tryggir að biðtími eftir góðum þorskafla verður aldrei lengri en ellefu ár. Líkur á stofnhruni eru fjórtán prósent, í versta falli. Sérfræðingar við Háskóla Íslands mátu, að beiðni sjávarút- vegsráðherra, fimm mögulegar leiðir til að byggja þorskstofninn upp. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hafði úttektin mikil áhrif á endanlega ákvörðun ráðherra. Samkvæmt úttekt sérfræðing- anna hefði ákvörðun um veiðar á 150 til 190 þúsund tonnum næstu sjö ár þýtt sautján ára bið eftir góðum þorskafla og líkur á stofn- hruni verið 43 prósent. Ráðherra heimilaði veiðar á 130 þúsund tonnum af þorski á fisk- veiðiárinu sem hefst 1. september. Er það samdráttur um þriðjung. Leiðin sem hann valdi gerir ráð fyrir 130 þúsund tonna afla næstu þrjú ár og stigvaxandi aukningu, í 190 þúsund tonn eftir sex ár. Sam- kvæmt úttektinni á þorskstofninn að hafa náð slíkri stærð eftir ell- efu ár að óhætt verður að veiða meira en 300 þúsund tonn á ári. Við úttektina voru hugmyndir vísindamanna og hagsmunaaðila um þorskveiðar næstu sjö ára bornar saman, auk þess sem aðrir valkostir voru skoðaðir. Hafrannsóknastofnunin ráð- lagði 130 þúsund tonna veiðar á næsta fiskveiðiári, tíu þúsund tonna skerðingu árið eftir og 125 þúsund tonna afla 2009-10. LÍÚ mælti með 155 til 160 þús- und tonna þorskafla næstu tvö fiskveiðiár. Sigurgeir Brynjar Kristgeirs- son, framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar, segir gríðarlegan tekjusamdrátt blasa við en vonast til að skerðing þorskkvóta leiði til þess að stofninn byggist upp. Ríkisstjórnin kynnti vilja- yfirlýsingu um mótvægisaðgerðir vegna samdráttar í sjávarbyggð- um samhliða ákvörðun um þorsk- afla. Vonast eftir 300 þúsund tonna þorskafla árið 2018 Útreikningar sýna að hægt er að byggja þorskstofninn upp á ellefu árum og veiða þá um 300 þúsund tonn. 150 til 190 þúsund tonna veiði næstu sjö ár hefði þýtt 17 ára bið eftir sama afla og aukið mjög líkur á stofnhruni. „Ef menn finna titring í fjallinu ættu þeir að forða sér strax eins hratt og þeir geta,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur um hættu á eldgosi í Heklu. Fjallgöngumenn laðast að Heklu. Um þrjátíu manna hópur sem þar var á dögunum veitti því eftirtekt að efsti hluti fjallsins er volgur og snjóhulan er bráðin af toppnum. „Þetta er alþekkt og er enginn sérstakur fyrirboði um að gos sé í aðsigi. Hins vegar hefur Hekla gosið á um tíu ára fresti síðustu áratugina og miðað við það er ekki ósennilegt að þar verði gos á næstu tveimur til fjórum árum,“ segir Magnús Tumi sem finnst umhugs- unarefni hvernig leitast megi við að tryggja öryggi þeirra sem ganga á fjallið. „Fyrirvarinn á gosi verð- ur aðeins hálftími til klukkustund og menn hafa því afar stuttan tíma til að leita skjóls séu þeir uppi á fjallinu og komi til goss.“ Aðeins hálftími til að forða sér „Við höfum snúið næstum öllu á hvolf,“ segir Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur, en hann vinnur nú að miklum og umdeildum breyting- um á dönsku menntakerfi. Forysta kennarasambandsins í landinu hefur mótmælt öllum breytingum sem hann hef boðað en þær miða flestar að auknu frjálsræði í skólakerfinu og fleiri samræmdum prófum. „Ef þetta heldur svona áfram, það er að [kennara]sambandið standi endalaust í deilum við ráðuneytið, þá verður það einfaldlega að vera þannig,“ segir Haarder í viðtali við Fréttablaðið í dag. Haarder snýr öllum mennta- málum á hvolf Nú er hægt að fylgjast með lundum í Vestmannaeyjum í beinni útsendingu á netinu. Í Ystakletti er vefmyndavél sem hægt er að fylgjast með á slóðinni puffin.eyjar.is. Þar er hægt að fylgjast með lífi lund- anna í beinni útsendingu allan sólarhringinn. Hægt er að stjórna myndavélinni, snúa henni í allar áttir og þysja inn og út. „Vélin hefur verið þarna í nokkurn tíma og hægt að fylgjast með útsendingunni á Náttúru- gripasafninu. Við fengum síðan áskorun um að setja þetta á netið og urðum við henni,“ segir Kristín Jóhannsdóttir, markaðs- fulltrúi í Vestmannaeyjum. Lundar í beinni útsendingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.