Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 2
„Það er ekki verið að
fresta framkvæmdum við Sunda-
braut og það stendur ekki til,“
segir Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra.
Fréttablaðið upplýsti í gær að
hluti þeirra fjögurra milljarða
króna, sem samkvæmt sam-
gönguáætlun eiga að fara í Sunda-
braut á næsta ári, yrði nýttur til
vegaframkvæmda annars staðar
á landinu.
Kom jafnframt fram að útlit
væri fyrir að peningarnir nýttust
ekki allir til verksins þar sem
undirbúningur er tiltölulega
skammt á veg kominn.
Kristján staðfestir þetta en
segir óvíst hve miklu af Sunda-
brautarpeningunum verður ráð-
stafað til annarra verka. Enn sé
ekki hægt að
segja til um
hver fjárþörfin
verður enda
verkframvind-
an óljós. Eftir
er að meta
umhverfis-
áhrif, ákvarða
legu og í fram-
haldi þess;
hanna mann-
virkið.
„Það verður
farið í Sunda-
braut um leið
og verkið er tilbúið til fram-
kvæmda. Ég er jafn áhugasamur
og aðrir um að ráðist verði í lagn-
ingu Sundabrautar,“ segir Kristj-
án L. Möller.
Við tökum vel
á móti þér
í Borgartúni 25
Vörður tryggingar hf. I Borgartúni 25 I sími 514 1000 I www.vordur.is
Fanginn sem talið
er að hafi verið fótbrotinn af
samföngum sínum á Litla-Hrauni
á miðvikudag heitir Hákon Eydal.
Hann afplánar sextán ára fang-
elsisdóm, sem hann hlaut fyrir að
hafa banað fyrrverandi sambýl-
iskonu sinni,
Sri Rhama-
wati, þann 4.
júlí 2004.
Ekki er
vitað hvort til-
viljun réði því
að atvikið átti
sér stað 4. júlí,
nákvæmlega
þremur árum
eftir morðið.
Samkvæmt
upplýsingum
Fréttablaðsins eru tveir fangar
grunaður um verknaðinn. Ekki er
vitað hver átti upptökin, en fang-
arnir börðu og spörkuðu í Hákon
á gangi í fangelsinu og inni í
fangaklefa.
Spörk fanganna urðu til þess
að efri hluti lærleggs Hákons
brotnaði og hnéskel laskaðist.
Enn er ekki fullkomlega ljóst
hvað hrinti þessari atburðarás af
stað, en rannsókn málsins stend-
ur enn yfir.
Hákon gekkst undir aðgerð á
bæklunardeild á Landspítala í
gær og dvelur enn á sjúkrahús-
inu.
Samkvæmt lögreglu eru alvar-
legar líkamsárásir innan veggja
fangelsa ekki algengar þótt eitt-
hvað sé um pústra og minnihátt-
ar stimpingar.
Fótbrotinn þremur
árum eftir morðið
Hákon Eydal liggur lærleggs- og hnéskeljarbrotinn á spítala. Talið er að sam-
fangar hafi sparkað ítrekað í hann. Árásin átti sér stað sléttum þremur árum
eftir að hann barði sambýliskonu sína, Sri Rhamawati, til bana með kúbeini.
Live
Earth tónleik-
arnir fara fram
í átta borgum í
sjö heimsálfum
í dag og standa
yfir í 24 klukku-
stundir. Meira
en 150 tónlistar-
menn koma
fram á tónleik-
unum sem
haldnir eru til
þess að vekja
athygli fólks á
loftslagsbreyt-
ingum og
mengun.
Tónleikarnir
fara fram í New York, London,
Sidney, Hamborg, Jóhannesar-
borg, Rio de Janeiro, Tókýó og
Sjanghæ. Um tíma var rætt um
að tónleikarnir yrðu haldnir í
Reykjavík en ekkert varð af því
þar sem samkomulag náðist ekki
við stjórnvöld.
Tónleikunum er sjónvarpað
beint á Skjá einum.
Sýndir beint
um allan heim
Úrskurður mannrétt-
indadómstóls Evrópu um brot
Hæstaréttar á réttindum níu ára
fjölfatlaðrar stúlku
er ekki endilega
álitshnekkir fyrir
Hæstarétt. Þetta
sagði Björn
Bjarnason dóms-
málaráðherra við
blaðamenn fyrir
utan Stjórnarráðið í
gær. Hann vildi að
öðru leyti lítið tjá sig um dóminn
vegna þess að hann sé óþýddur.
Samkvæmt dómnum braut
Hæstiréttur á stúlkunni þegar
hann byggði úrskurð sinn í
læknamistakamáli á umsögn
Læknaráðs. Mannréttindadóm-
stóllinn dró í efa að ráðið gæti
verið hlutlaust, enda sátu þar
fjórir starfsmenn Landspítala.
Ekki endilega
álitshnekkir
Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, tók í
gær við nýjum forsetabíl af
gerðinni Lexus LS600h. Forstjóri
Toyota í Evrópu, Tadashi
Arashima, afhenti forsetanum
lyklana á Bessastöðum.
Bíllinn er tvinnbifreið og sá
fyrsti sinnar tegundar í flokki við-
hafnarbifreiða. Bíllinn er knúinn
af svokölluðu Hybrid-kerfi sem
samanstendur af rafmótor og
bensínvél.
Bíllinn getur ekið á 60-70 kíló-
metra hraða á rafmótornum einum
saman og er þá laus við útblástur
og fullkomlega hljóðlátur. Ólafur
Ragnar er fyrsti þjóðhöfðinginn í
Evrópu til að fá slíkan bíl.
„Þrettán ár eru síðan við keypt-
um síðast nýjan bíl, þannig að við
sóum ekki peningum og förum vel
með bílana okkar,“ sagði forsetinn
við Arashima þegar hann tók við
lyklunum.
„Við svipuðumst eftir bíl sem
sendir þau skilaboð til Íslendinga
og annarra þjóða að ef okkur sé
alvara í umræðunni um ógnir
vegna hlýnunar jarðarinnar þurf-
um við að sýna fordæmi,“ sagði
forsetinn.
Lexus tvinnbifreiðar af þessari
gerð kosta allt frá 11 milljónum
upp í 15 milljónir króna hjá Toyota
á Íslandi.
Engin peningasóun
Pétur, lá ekki beinast við að
spila Money?
„Það er töluverð
söluaukning hjá okkur í gasgrill-
um og garðvörum og þá sérstak-
lega sláttuvélum,“ segir Júlía
Vilbergsdóttir, starfsmaður á
þjónustuborði í BYKO. Hún segir
einstaka vörutegundir þó ekki
búnar. „Við vonumst auðvitað til
að veðrið verði áfram gott í
sumar eins og allir landsmenn
gera eflaust,“ segir Júlía.
Bjarni Friðrik Jóhannesson,
rekstrarstjóri Nóatúnsverslan-
anna, segir grillkjötið rjúka út í
góða veðrinu. „Sósur og tilbúnir
réttir á grillið hafa selst vel og
starfsmenn kjötborða í öllum
verslunum okkar hafa orðið varir
við söluaukningu enda fara
margir að grilla þegar sólin
skín,“ segir Bjarni Friðrik.
Sláttuvélar og
grillkjöt vin-
sælt í sólinni
Lögreglan í
Borgarnesi veitti karlmanni á
miðjum aldri eftirför eftir að bíll
hans mældist á 116 kílómetra
hraða undir Hafnarfjalli laust
fyrir klukkan fimm í gær.
Maðurinn, sem var einn í
bílnum, sinnti ekki stöðvunar-
merkjum lögreglu og keyrði inn
Hvalfjörð. Þar mældist hann
mest á 150 kílómetra hraða.
Lögreglan á Akranesi og í
Reykjavík kom til aðstoðar og
tókst að króa manninn af á brúnni
yfir Laxá í Kjós. Þar læsti hann
að sér, neitaði að koma út og
þeytti bílflautuna.
Brjóta þurfti rúðu í bílnum til
að ná manninum út og drepa á
bílnum. Maðurinn var hvorki
ölvaður né undir áhrifum lyfja,
en læknir var fenginn til að meta
andlegt ástand hans við skýrslu-
tökur.
Króaður af á
einbreiðri brú
„Sveitarstjórn lýsir yfir
miklum vonbrigðum með að
fjármálaráðherra skuli ekki hafa
gefið meira eftir í kröfum til
lands Grýtubakkahrepps og fer
þess enn á leit við fjármálaráð-
herra að hann dragi til baka
kröfur í eignarland hreppsins,“
eru viðbrögð sveitarstjórnar
Grýtubakkahrepps við bréfi
Óbyggðanefndar um þjóðlendu-
mál á austanverðu Norðurlandi.
Sveitarstjórnin segir ríkið
aðeins hafa breytt landakröfum
sínum örlítið og minnir þing-
menn kjördæmisins á að þeir
hafi fyrir kosningar sagst mundu
fylgja málinu eftir.
Vonbrigði með
þjóðlendukröfu