Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 4
 Þeir sem lögregla tekur fyrir háttsemi er brýtur gegn lögreglusamþykkt geta nú gengist undir sekt í beinu fram- haldi af broti og lokið þannig sínu máli. Þetta er nýjung í starfi lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og varðar einungis minni háttar brot. „Það er tekið á þessu um leið og runnið er af fólki ef það á við og því þá boðið að gangast undir sekt,“ segir Stefán Eiríksson lög- reglustjóri. „Það þarf að fá ákær- anda og lögfræðing að málinu strax og það liggur fyrir. Við erum búnir að setja upp skipulag sem felur í sér að hér eru lögfræðingar embættisins að störfum um helg- ar í þessu skyni. Með þessu erum við að auka og efla samvinnu lög- reglumanna og lögfræðinga emb- ættisins því við teljum að það skili mjög góðum árangri. Efld sam- vinna hefur í för með sér aukna skilvirkni og er mjög mikilvægur þáttur í þessu öllu saman.“ Stefán segir að mál sem tekin eru til meðferðar með þessum hætti séu minni háttar mál og brot á lögreglusamþykkt, svo sem ef menn henda rusli, eru með ósk- unda og uppivöðslusemi eða aðra viðlíka háttsemi. „Við erum að taka með miklu meiri festu á þessum brotum nú í því skyni að auka aga í miðborg- inni og annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu.“ Lögfræðingar á helgarvöktum „Það kemur ekkert í staðinn fyrir sextíu þúsund tonn af þorski,“ sagði Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra þegar mót- vægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar í þorskveiðum voru kynntar í gær. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er almennt orðuð og nær til margra þátta. Ítrekuð er fyrri ákvörðun um áform um tíma- bundin aukaframlög í Jöfnunar- sjóð sveitarfélaga en að auki er kveðið á um að frekari fjárþörf sveitarfélaga verði metin. Styrkja á Byggðastofnun, efla samkeppnisstöðu Vestfjarða, ráð- ast í sérstök átaksverkefni og hraða vegaframkvæmdum og uppbyggingu fjarskiptaþjónustu. Geir H. Haarde forsætisráð- herra sagði að þótt ákvörðun um aflasamdrátt væri á forræði sjáv- arútvegsráðherra nyti hún stuðn- ings allrar ríkisstjórnarinnar. Sagðist hann telja ákvörðunina rétta, vera ábyrga og lýsa heil- miklu hugrekki. „Þessi ákvörðun mun bitna misjafnlega þungt á einstökum svæðum á landinu og ríkisstjórnin mun ekki víkja sér undan þeirri ábyrgð að bregðast við vanda sem skapast kann á einstökum stöðum,“ sagði Geir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði ákvörð- un um mikla skerðingu þorsk- kvóta ekki sársaukalausa; erfið staða blasi við einstaklingum, fyrirtækjum og byggðarlögum og við því þyrfti að bregðast. Ingibjörg sagði erfiðleika í atvinnumálum landsbyggðarinn- ar þó ekki einvörðungu stafa af stöðunni í sjávarútveginum; hágengi og háir vextir hefðu sitt að segja. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar er hvorki tíma- né krónusett og spurðir sögðu ráðherrar erfitt að segja til um hvað mótvægisað- gerðirnar kostuðu. Lögðu þeir áherslu á að mikið væri um til- flutning verkefna milli ára og svæða en minna um stofnun nýrra útgjaldaliða. Þá gátu þeir þess að áhersla hafi verið lögð á að aðgerðirnar samrýmdust því meginmarkmiði ríkisstjórnarinn- ar að treysta stöðugleika í efna- hagslífinu. Það kemur ekkert í staðinn fyrir 60.000 tonn af þorski Ríkisstjórnin ætlar að grípa til sérstakra aðgerða til að styrkja atvinnulíf á þeim svæðum sem verst verða fyrir barðinu á aflasamdrættinum. Bæði er um að ræða skammtímaaðgerðir og aðgerðir til lengri tíma. Launakjör fatlaðra ungmenna verða leiðrétt nú þegar, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá félagsmálaráðuneyti. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra kynnti sér mál þeirra eftir umfjallanir í fjölmiðl- um og ákvað í kjölfarið að veita sérstakan styrk til að þessi mismunun yrði leiðrétt. Í tilkynningunni kemur einnig fram að ráðuneytið leggur ríka áherslu á mikilvægi virkrar þátttöku fatlaðra á vinnumarkaði. Félagsmálaráðherra fagnar áhuga og árangri átaksverkefnis ÍTR og Svæðisskrifstofu. Launakjörin leiðrétt strax
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.