Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 6
„Við erum með þessari ákvörðun að setja allt okkar traust á vísindin,“ sagði Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra þegar hann kynnti ákvörðun um 130 þúsund tonna þorsk- afla á næsta fiskveiðiári. Ákvörðunin er í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar en að hennar mati er stærð veiðistofnsins nálægt sögu- legu lágmarki og stærð hrygningarstofns- ins helmingur þess sem talið er að gefi hámarksafrakstur. Á yfirstandandi fiskveiðiári má veiða 193 þúsund tonn af þorski. Skerðingin nemur því 63 þúsund tonnum. Sérfræðingar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands hafa metið þjóðhagsleg áhrif samdráttarins. Niðurstaðan er að afla- verðmæti dregst saman um 9,2 milljarða og útflutningsverðmæti um 16 milljarða. Er þá miðað við óbreytt meðalverð þorskafurða og ekki gert ráð fyrir gengisbreytingum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segir samdráttinn nema 0,5 til 0,8 prósentum af landsframleiðslu. Höggið sé því ekki mikið sé horft til heildarinnar. „Aðalvandamálið er að þessu er mjög misskipt á milli landsvæða. Við sjáum fram á áframhaldandi þenslu á vissum svæðum en verðum að vega upp á móti þessari skerðingu annars staðar.“ Sjávarútvegsráðherra ætlar að grípa til margháttaðra aðgerða til að efla rannsóknir og byggja þorskstofninn upp á ný. Hefur hann falið Hafrannsóknastofnuninni að útfæra nokkrar tillögur í þá átt auk þess að grípa til sérstakra aðgerða til að bregðast við yfirvofandi aflasamdrætti. Einar segir markmiðið augljóst. „Stóra málið er að byggja upp stöðugleika sem byggist á litl- um aflaheimildum svo við getum stefnt upp á við á allra næstu árum.“ Aflaverðmæti skerðist um sextán milljarða Aflaverðmæti skerðist um 9,2 milljarða og útflutningsverðmæti um 16 milljarða með ákvörðun sjávarútvegsráðherra um 130 þúsund tonna þorskafla. Boðaðar eru auknar hafrannsóknir og marg- þættar aðgerðir til uppbyggingar stofnsins. Stóra málið að byggja upp stöðugleika segir ráðherra. Líklegt er að landsframleiðsla dragist saman um 0,5 til eitt prósent vegna þeirrar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra að skerða þorskveiðikvótann um 63 þúsund tonn, að mati sérfræðinga greiningardeilda. Björn Rúnar Guðmundsson, forstöðu- maður greiningardeildar Landsbankans, segir erfitt að meta hin endanlegu áhrif skerðingarinnar þar sem yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar sé almennt orðuð og ekki liggi fyrir hversu víðtækar boðaðar mótvægis- aðgerðir verða. „Ef við ættum að skoða þorskkvótann einan og sér þá er stærðar- gráðan kringum eitt til eitt og hálft prósent af landsframleiðslu. Á móti koma síðan mót- vægisaðgerðirnar. Ég gæti trúað að 0,5 til eins prósents samdráttur á landsfram- leiðslu væri raunhæf spá.“ Greining Glitnis hefur spáð að útflutn- ingstekjur þjóðarinnar dragist saman um sextán milljarða og landsframleiðslan um 0,7 prósent á fiskveiðiárinu. Ingólfur Bend- er, forstöðumaður, telur einsýnt að kvóta- skerðingin flýti fyrir því að vaxtalækkun- arferli Seðlabankans hefjist „Þetta hlýtur að flýta fyrir því að Seðlabankinn lækki vexti. Það færi þá svo að vaxtalækkunar- ferlið hæfist fyrr, en vextir myndu svo lækka minna á næsta ári.“ Björn Rúnar ítrekar að margir óvissu- þættir séu í spánni, til að mynda þróun á gengi krónunnar. Hlýtur að flýta fyrir stýrivaxtalækkun „Það er mikilvægt að þessi ákvörðun liggur fyrir og tekin hefur verið ábyrg stefna til að bregðast við alvarlegri stöðu þorskstofnsins,“ segir Jóhann Sigurjóns- son, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. „Samkvæmt okkar bestu áætlunum ætti þetta að styrkja þorskstofninn næsta áratuginn. Ef um vanmat af okkar hálfu er að ræða þá getum við vænst bata nokkru fyrr en mikilvægt er að halda því til haga að mat okkar gæti verið of bjartsýnt.“ Jóhann segist hafa fullan skilning á að ákvörðunin hafi verið erfið enda séu hagsmunir einstaklinga, fyrirtækja og byggðarlaga í húfi. Engu að síður hafi niðurstaðan verið óumflýjanleg, að hans mati. Sjávarútvegsráðherra ætlar að efla hafrannsóknir og segir Jóhann að togara- rallið, sem er umdeilt, verði eflt og efnt verði til samráðs og samvinnu um það. Fæðuvistfræði loðnu og úbreiðsla þorsks er mikilvægt að rannsaka vegna breytinga í hafinu, segir Jóhann. Æskilegt sé að úthald rannsóknaskipa aukist um 50 til 70 daga á ári en það er nú innan við 200 dagar. Ábyrg stefna valin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.