Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 8

Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 8
Þyrlur Landhelgisgæsl- unnar björguðu þremur mönnum úr sökkvandi báti aðfaranótt föstudags. Að sögn Hjalta Sæmundssonar aðalvarðstjóra var óskað eftir aðstoð gæslunnar vegna níu metra báts rétt fyrir miðnætti á fimmtudag. Var bátur- inn þá fastur í hafís við austur- strönd Grænlands með þrjá menn innanborðs. Danska varðskipið Triton var á sömu slóðum en komst ekki að bátnum vegna íssins. Að auki var þyrla varð- skipsins biluð. Ekki var vitað um nákvæma staðsetningu bátsins en virtist þó sem málið væri ekki mjög alvar- legt í fyrstu. Fljótlega kom þó í ljós að leki var í bátnum og fóru stærri þyrlur Landhelgisgæslunn- ar, TF-LÍF og TF-GNÁ, á staðinn. Þyrlurnar fundu bátinn sem var við það að verða rafmagnslaus, enda hafði hann verið fastur í ísnum í fimm daga. Komið var að bátnum klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur á föstudagsmorgun og aðeins tíu mínútum síðar höfðu mennirnir verið hífðir um borð í TF-LÍF. Segir Hjalti björgunina hafa gengið vel og ekkert hafi amað að mönnunum þremur. Þyrlurnar héldu til Kulusuk og lentu á Íslandi síðdegis í gær. Fastir í hafís í fimm daga Hvar eru írskir dagar haldn- ir um helgina? Hvaða knattspyrnumað- ur hefur skrifað undir fimm ára samning við danska liðið Bröndby? Hvaða gæludýr var notað til að lokka börn inn í rjóður í Breiðholti? Lögreglan á Hvols- velli rannsakar enn slysið sem varð við Ljótapoll skammt frá Land- mannalaugum á miðvikudagskvöld. Þar voru á ferð tveir menn með tvær litlar telpur. Bifreið þeirra fór fram af gígbarmi við Ljótapoll og hafnaði í vatninu. Ekki hefur verið skorið úr um hvor mannanna ók bílnum en þeir höfðu báðir verið sviptir ökuréttindum ævilangt. Að sögn lögreglumanna um allt land er ekki óalgengt að ökumenn sem sviptir hafa verið ökuréttind- um gerist sekir um að aka bíl. Við því liggja þungar sektir sem þyngjast enn frekar ef um ölvun- arakstur er að ræða eins og grunur leikur á um í þessu tilviki. „Ævilöng svipting gildir eins og gefur að skilja ævilangt en menn geta þó sótt um að fá að þreyta ökuprófið á ný að fimm árum liðn- um að því gefnu að þeir hafi ekki brotið af sér,“ segir Óli Ingi Óla- son, lögfræðingur hjá lögreglu- stjóranum í Reykjavík. Ók án ökuréttinda Þúsund Róma-sígaunar koma til Ítalíu í hverjum mánuði, margir þeirra frá Rúmeníu sem gekk í Evrópusambandið um síð- ustu áramót. Um sjö þúsund Róma-sígaunar hafa sest að í höfuðborginni Róm; einungis 1.500 þeirra búa í bæjar- íbúðum en flestir þeirra eru heim- ilislausir og hafast við í hreysum sem þeir hafa reist sér. Enska blaðið The Guardian greindi frá þessu í vikunni. Innflutningur sígaunanna er orðinn svo mikið vandamál að mati stjórnvalda í Róm að borgar- stjórinn Walter Veltroni hefur gripið til róttækra en jafnframt umdeildra aðgerða til að stemma stigu við innflutningi þeirra. Borgarstjórinn fór til þriggja bæja í Rúmeníu, þaðan sem meirihluti sígaunanna kemur; Craoiva, Valarasi og Turnu Sever- in, í lok júní til að ræða við stjórn- völd þar um hvernig hægt væri að fá sígaunana til að flytja ekki úr landi. Auk þess skrifaði borg- arstjórinn undir samkomulag við stjórnvöld í Rúmeníu um sam- starf við að senda sígaunana aftur heim í sérstökum tilfellum. Borgarstjórinn hefur líka sagt að stjórnvöld í Róm hyggist byggja fjórar búðir í úthverfum borgar- innar til að hýsa innflytjend- urna. Á þriðjudaginn var stuðst við samkomulag Veltronis og stjórn- valda í Rúmeníu þegar fyrsti Rúm- eninn var sendur aftur til síns heima, að sögn ítalska dagblaðsins Corriera della Sera. Um var að ræða fatlaðan mann að nafni Florín B. sem hafði búið á götum Rómaborgar og betlað sér til við- urværis. „Endurkoma Flóríns B. til Rúmeníu sýnir að samkomulag- ið sem við skrifuðum undir við yfirvöld í Búkarest mun skila árangri. Við getum nú boðið fólki sem á í miklum erfiðleikum eftir að hafa flutt til Rómar möguleik- ann á að aðstoða það við að fara aftur til síns heima, sérstaklega í tilfellum þar sem um er að ræða fatlaða eða bæklaða einstaklinga sem reyna að hafa í sig og á með betli og eiga í erfiðleikum með að draga fram lífið,“ sagði Walter Veltronis í samtali við Corriera della Sera á miðvikudaginn. Borgarstjórinn telur að aðgerð- ir hans muni skila árangri en tals- maður Róma-sígaunanna segir það ólíklegt að margir þeirra muni vilja fara aftur til Rúmeníu þar sem launin sem þeir geti fengið þar séu á milli 1.600 og 3.300 krón- ur á viku. Vilja ekki sígaunana Innflutningur Roma-sígauna talinn vandamál í Róm. Borgarstjóri Rómar reynir að fækka sígaunun- um. Yfirvöld hafa sent fyrsta Rúmenann heim. Írskir dagar hófust á Akranesi í gær. Lögregla og björgunarsveitir verða með mikinn viðbúnað þar sem búist er við fjölda fólks og verður haldið uppi ströngu eftirliti. Mikið verður um að vera alla helgina en dagskráin var form- lega sett á útiskemmtun í miðbæ Akraness. Þá verður hjólað af stað með sérstakt reiðhjólaverk- efni, að því er fram kemur á vefnum Skessuhorn.is. Dagskráin um helgina verður fjölbreytt og má þar nefna Lopapeysuna, útihátíð írskra daga, og hina árvissu keppni um rauðhærðasta Íslendinginn. Velja þann rauðhærðasta opið til kl. 22.00 öll kvöld H im in n o g h af / S ÍA Tryggið ykkur far í tíma, alla r ferðir að verð a uppbókaðar. Aukaferðir Herjólfs um verslunarmannahelgina Bókanir á www.herjolfur.is eða í síma 481 2800 og 525 7700. Herjólfur mun fara eftirtaldar næturferðir um verslunarmannahelgina: Frá Vestmannaeyjum kl. 23.00 – frá Þorlákshöfn kl. 2.00 eftir miðnætti. Miðvikudag 1. ágúst • Fimmtudag 2. ágúst • Föstudag 3. ágúst • Þriðjudag 7. ágúst • Miðvikudag 8. ágúst Gríptu augnablikið og lifðu núna Komdu við í næstu Vodafone verslun og nældu þér í gæðabolta. Almennt verð 1.990 kr. Þú færð bestu kjörin með því að vera með allt hjá okkur í Og1. Meistaradeildarboltar á aðeins 990 kr. fyrir Og1 viðskiptavini. Hittu í mark

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.