Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 27

Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 27
Brynjar Smári Þorgeirsson kvartmílukappi er með meðfædda mótordellu og veit ekki lengur bíla sinna tal. „Bíladellan er algjörlega meðfædd. Ég man ekki eftir mér öðruvísi en með áhuga á mótorhjólum og bílum. Ég byrjaði snemma að fást við skellinöðrur sem síðan urðu að mótorhjólum og alltof mörgum bílum,“ segir Brynjar Smári Þorgeirsson, bílasmið- ur og kvartmílukappi. Brynjar hefur stundað kvartmílusportið af krafti síðastliðin þrjú ár og er bara rétt að byrja. Sportið er að eigin sögn bara áhugamál og hann segir fæsta vera í atvinnumennsku á Íslandi. Hinn þýski BMW M6 er einn af uppáhaldsbílum Brynjars. Hann er árgerð 2006 og er í daglegri notk- un og auk þess hampaði Brynjar Íslandsmeistara- titli í drifti á honum í fyrra. Markmiðið að sögn Brynjars er ekki endilega að komast sem hraðast, heldur bara hafa gaman af. Í bílskúrnum á hann óteljandi bíla og hjól en segir Mustang árgerð 2006 vera í mestu uppáhaldi þessa dagana. Stefnan er tekin á sjö mót í ár á vegum Kvartmí- luklúbbsins og á döfinni er einnig ferð til Þýska- lands til að keyra. Brynjar er menntaður bílasmiður og -málari og rekur fyrirtækið Kópsson. Þar er hann á kafi í bílum og mótor upp fyrir haus og fær fullan stuðning heima við. „Þetta er svona mín einkadella heima, en litli bróðir er nú samt á kafi í þessu líka. Við fædd- umst víst báðir með delluna,“ segir Brynjar hlæj- andi. Nánari upplýsingar um kvartmílu er að finna á síðunni: www.kvartmila.is Bílarnir eru einkadella Reiki Heilunar- og sjálfsstyrkingarnámskeið RVK Kvöld- og helgarnámskeið í boði, næstu námskeið eru: FYRIR BÆTTA LÍÐAN OG BETRI STJÓRN Á LÍFI ÞÍNU Pantanir í síma 553 3934, milli kl. 10 og 13 virka daga. Guðrún Óladóttir reikimeistari og hómópati Þeir sem hafa áhuga á framhaldsnám- skeiði í sjálfsstyrkingu hafi samband. I. stig kvöldnámskeið 9. – 11. júlí II. stig kvöldnámskeið 17. – 19. júlí pantanir óskast staðfestar FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR www.visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.