Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 07.07.2007, Qupperneq 28
Björgunarsveitir Slysavarna- félagsins Landsbjargar verða tiltækar á hálendinu í sumar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, segir umferð um hálendið hafa aukist mikið á síðustu árum, sem hafi aftur orðið til þess að útköll- um hefur fjölgað. Félagsmenn brugðust við með því að koma á fót sérstakri hálendisgæslu og hefur starfið gengið vonum framar. „Þetta er þríþætt verkefni,“ segir Ólöf. „Að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upp- lýsingar og vera með viðbragðs- einingar á hálendinu. Í sumar verða fimm björgunarsveitir til- tækar á hálendinu allan sólar- hringinn yfir ferðamannatímann og er nóg að hringja í Neyðarlín- una, 112, til að óska eftir aðstoð.“ Að sögn Ólafar var verkefninu hrundið af stað á síðasta ári vegna fjölgunar útkalla á sumrin, sem áður fyrr var næstum rólegur tími fyrir björgunarsveitir landsins. „Undanfarin ár hafa mörg alvar- leg slys og nokkur banaslys átt sér stað upp á hálendinu,“ bendir hún á. „Það sýndi sig síðasta sumar að full þörf er á þjónustu af þessu tagi.“ Hálendisgæslan er nýjasti lið- urinn í starfsemi Slysavarnafé- lagsins Landsbjargar, sem hefur fyrir utan björgunarstörf unnið ötult fræðslustarf. Í því samhengi má nefna bækling um aksturslag á hálendinu, sem var settur í bíla- leigubíla ferðamönnum til glöggv- unar. Hvað sem fræðslustarfinu líður eru björgunarsveitirnar enn að hjálpa illa útbúnum Íslendingum með ónóga þekkingu á hálendinu eða erlendum ferðamönnum sem lenda í ógöngum, til dæmis við að aka á litlum bílum yfir ár, að sögn Ólafar. „Maður getur víst aldrei tekið of oft fram hversu mikilvægt er að vera vel útibúinn og búa yfir góðri staðarþekkingu áður en lagt er af stað,“ segir Ólöf. „Fara á fleiri en einum bíl og helst með vönum aðila. Athuga veðurspá og fara eftir henni. Hafa ferðaáætlun og láta aðra vita af fyrirhugaðri ferð. Því þá veit alltaf einhver af ferðinni, skili maður sér ekki til byggða og þá er samstundis hægt að hefja eftirgrennslan. Því fyrr sem við vitum eitthvað og getum farið af stað, því meiri er árangur- inn.“ Hálendisgæsla í allt sumar Geysisstofa í Haukadal er með lítið en spennandi fræðasafn þar sem er hægt að upplifa jarðskjálfta af eigin raun. Fræðasetrið Geysisstofa í Hauka- dal er skemmtilegur viðkomustað- ur á ferð um Ísland. Í setrinu er að finna fræðslu um eldgos, jarð- skjálfta, jökla, hveri, fossa, vatns- búskap og gróðurfar. Einnig eru gestir leiddir í gegn- um sögu lands og þjóðar með ýmsum miðlum. Bæði með máli, myndum og hljóði. Þar er einnig hægt að upplifa jarðskjálfta á 5,6 á Richter af eigin raun. Geysisstofa er hönnuð af Guð- mundi Jónssyni arkitekt, sem hefur hannað mörg svipuð verk- efni tengd menningu og ferða- þjónustu. Upplifðu jarðskjálfta Fæst á N1 í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf tímapantanir í síma: 535-7700 Læknasetrið Mjódd, Þönglabakka 1 www.ferdavernd.is ferdavernd@ferdavernd.is ferðavernd Verð kr. 49.990 Netverð á mann , m.v. 2 fullorðna saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 14.000. Aðeins örfáar íbúðir! Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn saman í íbúð m/1 svefnherbergi í viku. Aukavika kr. 14.000. Bjóðum nú síðustu sætin til Mallorca í júlí á frábæru tilboði. Bjóðum einstök kjör á gistingu á Club Cala D´or Park íbúðahótelinu á Cala D´or, 13., 20 og 27. júlí. Fjölskylduvænt íbúðahótel sem býður upp á góða staðsetningu og notalega stemmningu. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.