Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 73

Fréttablaðið - 07.07.2007, Side 73
Nýir þættir um hálfíslenska ofurhugann Arne Aarhus hefja göngu sína á Skjá einum á sunnudag. Fram- leiðandi þáttarins lofar svakalegri áhættuatriðum en nokkru sinni fyrr. „Núna er Arne að prófa allt hitt í þessu sporti og „base-stökk- in“ eru í lágmarki. Hann er að prófa alls kyns áhættusport eins og svifdrekaflug, teygjustökk á framandi stöðum, fallhlíf með mótor, spíttbátaakstur um jökul- sár og flugvél í vír,“ segir Stein- grímur Dúi Másson framleiðandi en síðastnefnda sportið gengur út á að sitja í flugvél án vængja sem hengd er á uppstrengdan vír. Flugvélin sveiflast síðan í allar áttir á gríðarlegum hraða. „Mörg atriðin eru alveg rosaleg,“ segir Steingrímur. Arne Aarhus varð landsfrægur eftir að hafa komið fram í þáttun- um Adrenalín á Skjá einum fyrir sjö árum síðan en í sumar verða alls sýndir fimm þættir af ævin- týrum Arne þar sem hann meðal annars heimsækir lönd eins og Nýja-Sjáland, Malasíu, Kuala Lumpur og Taíland. Í síðasta þættinum verður Arne sóttur heim til Bergens í Noregi og þá munu áhorfendur fá að vita hvað ofurhuginn er að gera í dag – hvort hann hyggist halda áfram í leit að adrenalíni um heiminn eða hvort hann leggur fallhlífina á hilluna fyrir fullt og allt. Stein- grímur verður leyndardómsfull- ur þegar lokaþátturinn berst í tal. „Niðurstaðan er forvitnileg en fólk verður bara að bíða eftir lokaþættinum og fá svörin þar.“ Á bestu systur í heimi :

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.