Fréttablaðið - 07.07.2007, Síða 74
Guðjón Þórðarson, þjálf-
ari ÍA, fullyrti það í Kastljósi Sjón-
varpsins í fyrrakvöld að Kristj-
án Guðmundsson, þjálfari Kefla-
víkur, hefði sent varamann inn á
til þess eins að reyna að limlesta
Bjarna Guðjónsson, leikmann ÍA.
Einari Orra Einarssyni var skipt
inn á í liði Keflavíkur skömmu
eftir að Bjarni skoraði síðara
mark sitt í leiknum. Markið hefur
verið umdeilt, svo vægt sé til orða
tekið, en Keflvíkingar vilja meina
að Bjarni hafi hagað sér óheiðar-
lega og óíþróttamannslega.
Einar Orri tæklaði Bjarna illa
skömmu eftir að hann kom inn á
og fékk fyrir vikið að líta rauða
spjaldið.
„Ef Guðjón dregur ekki þessi
orð til baka munum við leita rétt-
ar okkar. Það er ekkert öðruvísi,“
sagði Einar Helgi Aðalbjörnsson,
faðir Einars Orra, í samtali við
Fréttablaðið í gær.
„Ég hef sagt Gísla [Gíslasyni,
formanni rekstrarstjórnar KÍA]
þetta. Guðjón heldur því fram að
drengurinn hafi verið sendur inn á
völlinn sem einhver hryðjuverka-
maður.“
Spurður hvort hann telji að
Einar Orri hafi viljandi ætlað að
meiða Bjarna segist Einar Helgi
hafa spurt son sinn að því sama.
„Hann sagði við mig að ef hann
hefði ætlað að gera þetta, hefði
hann tæklað löppina sem Bjarni
stóð í. Það gerði hann ekki. En
þetta var hárréttur dómur og ekki
hægt að mótmæla rauða spjaldinu
sem Einar Orri fékk.“
Kristján Guðmundsson, þjálf-
ari Keflavíkur, sagði svo í samtali
við 14-2 í Sjónvarpinu að honum
væri flökurt eftir að hafa hlustað
á Guðjón í Kastljósinu.
„Þetta er háalvarleg ásökun
og efni í meiðyrðamál. Ég krefst
þess að Guðjón biðjist afsökunar
á þessum ummælum. Hann vegur
að mínum heiðri sem knattspyrnu-
þjálfara og jafnvel sem mann-
eskju. Ég geri ekki svona hluti.“
Um atvikið sagði Guðjón orðrétt
í Kastljósi: „Markið er eitt út af
fyrir sig. [...] Það er sendur maður
inn á til þess eins að limlesta leik-
mann. Ég fullyrði það.“
Munum leita réttar okkar ef
Guðjón biðst ekki afsökunar
Höskuldur meiddur á þremur stöðum í einu
Heiðar Helguson ætlar
sér ekki að fara til 1. deildarliðs
West Bromvich Albion. Fulham
hefur komist að samkomulagi
við WBA um kaup á Diomansy
Kamara þar sem Heiðar var hluti
af kaupverðinu. Samningur WBA
og Heiðars var það eina sem gat
komið í veg fyrir skiptin en svo
virðist sem ekkert verði úr þeim.
„Ég sagði endanlega nei við þá
í gær (fimmtudag) og ég á alls
ekki von á því að það breytist,“
sagði Heiðar. „Mér líst ekki mikið
á þetta, þeir eru til dæmis að selja
alla sína bestu leikmenn,“ sagði
Heiðar.
Hafnaði WBA
endanlega
Í gær var dregið í töfl-
uröð fyrir Íslandsmótið í hand-
knattleik sem hefst um miðjan
september. Íslandsmeistarar Vals
í karlaflokki taka á móti Hauk-
um í stórleik fyrstu umferðar í
nýju og glæsilegu íþróttahúsi sínu
að Hlíðarenda. Þá mætast HK og
Stjarnan, Fram fer til Vestmanna-
eyja og Afturelding tekur á móti
Akureyri. Átta lið eru í deildinni
og verður leikin fjórföld umferð.
Í kvennaflokki leika níu lið en þar
verður spiluð þreföld umferð. Fram
og Haukar mætast í fyrstu umferð-
inni, FH og Stjarnan eigast við í
Hafnarfirði, Grótta tekur á móti
HK og Valsstúlkur mæta Akureyri.
Auk þessara félaga tekur Fylkir
þátt í Íslandsmóti kvenna.
Stórleikur í
fyrstu umferð
Valur og KR eru enn jöfn
á toppi Landsbankadeildar kvenna
eftir 1-1 jafntefli á Valbjarnarvelli
í gær. Hrefna Huld Jóhannesdótt-
ir kom KR yfir snemma í leikn-
um en Margrét Lára Viðarsdóttir
jafnaði metin í þeim síðari.
KR-ingar komu Valsmönnum í
opna skjöldu á fjórtándu mínútu
þegar Hrefna Huld skoraði eftir
laglegan undirbúning Hólmfríð-
ar Magnúsdóttur. Skot Hrefnu var
hnitmiðað og fast og kom Guð-
björg Gunnarsdóttir engum vörn-
um við.
Leikmenn Vals létu sér þó ekki
segjast og pressuðu stíft á vörn
KR, sem náði þó að halda mjög vel.
Miðverðirnir Agnes Árnadóttir og
þá sérstaklega Alicia Wilson vörð-
ust þó afar vel og gáfu snöggum
sóknarmönnum Vals ekkert eftir.
Besta færi Vals í fyrri hálf-
leik fékk Margrét Lára en hún
skaut hátt yfir úr miðjum teign-
um eftir að hafa fengið laglega
sendingu frá Guðnýju Óðinsdótt-
ur. Þetta gerðist á 21. mínútu og
skömmu síðar virtist brotið á Mar-
gréti Láru í vítateignum en ekkert
var dæmt. Hlúa þurfti að henni í
dágóðan tíma en hún gat haldið
áfram leik skömmu síðar.
Það voru þó leikmenn KR sem
voru nær því að auka muninn
fyrir leikhlé því þeir áttu besta
færi hálfleiksins. Hólmfríður átti
á lokamínútu hálfleiksins skyndi-
lega þrumuskot sem hafnaði í
þverslánni en Guðbjörg virtist
varla búast við skotinu.
KR byrjaði síðari hálfleik af
krafti og Hólmfríður átti skalla
að marki strax á 48. mínútu eftir
horn Eddu Garðarsdóttur. Vals-
menn neyddust til að bjarga á línu
og var Málfríður Erna Sigurðar-
dóttir þar að verki.
Valsmenn héldu þó sínu striki
og uppskáru mark á 64. mínútu.
Margrét Lára skoraði það mark
með föstu skoti.
Bæði lið áttu sín færi eftir þetta
en það besta fékk Dóra María Lár-
usdóttir. Hún fékk sendingu frá
Nínu Ósk Kristinsdóttur sem færði
sér mistök í vörn KR í nyt en hin
stórefnilega Íris Dögg Gunnars-
dóttir var vel á verði í markinu.
„Ég er bara hundfúl með úrslit
leiksins,“ sagði Elísabet Gunnars-
dóttir, þjálfari Vals. „Við áttum
miklu fleiri færi í þessum leik og
áttum að vinna hann. Ég var mjög
óánægð með varnarleikinn en við
sköpuðum okkur aftur á móti fullt
af færum og áttum að nýta þau.
Við vorum ekkert góðar í dag en
áttum samt að vinna.“
Þjálfari KR, Helena Ólafsdóttir,
sagði úrslit leiksins nokkuð sann-
gjörn, þegar á heildina er litið. „Ég
hefði auðvitað viljað fara heim
með þessa forystu sem við vorum
komin með en úrslitin kannski
sanngjörn. Við megum vera mjög
ánægðar með baráttu leikmanna
og stelpurnar gáfu allt það sem
þær áttu í leikinn. Ég ætlaði liðinu
sigur en jafntefli er betra en tap.“
Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri
hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú.