Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.08.2007, Blaðsíða 28
Ber af ýmsum stærðum og gerð- um eru í aðalhlutverki á haustin hjá Ásdísi Maríu Franklín og Óskari Frímannssyni. „Á haustin snýst allt um berin í fjölskyldunni. Ég og maðurinn minn erum bæði frá Akureyri og þar erum við með berjasvæðin okkar, “ segir Ásdís María Frankl- ín lyfjafræðingur sem segir berjahefðina gríðarlega ríka í móðurfjölskyldunni. „Systkini afa sem sum eru á áttræðis- og níræðisaldri fara enn á fjöll og tína óteljandi lítra á ári og byrja að spæja eftir berjum strax í ágúst,“ segir Ásdís María sem fór í óteljandi ferðir í berjamó sem krakki eftir skóla og um helgar. „Berin eru nýtt í matar- gerð og bakstur eða í sultur og hlaup með ostum, brauði og steik, þá sérstaklega villibráð. Síðan erum við með berin í öllum veislum til dæmis í bökum, mar- engstertum eða bara fersk. Við tölum ekki um neitt annað en ber á haustin,“ segir Ásdís María hlæjandi sem segir sultuna henn- ar mömmu sinnar vera víðfræga í fjölskyldunni. „Mamma tínir gríðarlegt magn og er alltaf með frystinn fullan og sem síðan breytist í tertur og aðra góða rétti allan ársins hring,“ segir Ásdís María. Á unglingsárunum minnkaði síðan áhuginn og berjaferðunum fór sífækkandi. „Ég var að ljúka löngu háskóla- námi og maðurinn minn hóf eigin rekstur á efnalauginni Hreinn. Þá gafst ekki tími fyrir berin en nú erum við nýflutt í Mosfells- bæinn með rabarbara, sólberja- og rifsberjarunna úti í garði og vorum að sulta sólber þessa dag- ana,“ segir Ásdís María sem segir svo sannarlega tími til kominn til að halda við fjölskylduhefðinni. Bláberin verða sennilega tínd fyrir norðan að sögn Ásdísar Maríu enda fleiri aðalbláber þar sem fjölskyldunni finnast betri. Ásdís María segir einnig að manninum sínum hafi brugðið svolítið þegar hann kynntist þess- um gríðarlega berjaáhuga í tengdafjölskyldunni. „Ég veit að foreldrar Óskars hafa verið að gera skemmtilegar tilraunir með rabarbarasultur. Sett bæði epli og engifer til að bragðbæta, en ég held að mín fjölskylda sé einstaklega upptek- in af berjunum,“ segir Ásdís María sem sjálf er mikið gefin fyrir tilraunastarfsemi og hefur meðal annars verið að prófa hrútaber. Fyrstu árin ólst Ásdís María upp í Svíþjóð og þar voru ber eins og jarðarber og hindber á boð- stólum frá byrjun júní. „Við vorum alltaf með frystinn fullan af berjum í Svíþjóð sem við borð- uðum allan ársins hring og það er alltaf gaman að komast í jarðar- berin þegar við förum út,“ segir Ásdís María. Uppáhaldsberin eru þó sólber, en ekki hvaða sólber sem er. „Við erum bæði með vonda sólberja- runnann og góða sólberjarunn- ann. Góði sólberjarunninn er alveg svakalega góður og ég blanda gjarnan rifsberjum eða jafnvel krækiberjum út í,“ segir Ásdís María sem lætur uppskrift- ir fylgja. Óteljandi lítrar á haustin Uppskrift Önnu Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.