Fréttablaðið - 24.08.2007, Page 36

Fréttablaðið - 24.08.2007, Page 36
BLS. 6 | sirkus | 24. ÁGÚST 2007 BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NTC, HEFUR FARIÐ MIKINN Á GOLFVELLINUM Í SUMAR. HANN HEFUR DREGIÐ SPÚSU SÍNA MEÐ SÉR Á VÖLLINN OG ER HÚN NÚ SMITUÐ AF BAKTERÍUNNI. BJÖRN OG SVAVA Skötuhjúin taka sig vel út á golfvellinum. Þau þykja með best klæddu kylfingum sem sést hafa á golfvöllum landsins. KENNIR SVÖVU É g hef spilað golf í nokkuð mörg ár en Svava byrjaði hins vegar í fyrra,“ segir Björn Svein- björnsson, framkvæmdastjóri tísku- vörukeðjunnar NTC, sem hefur farið mikinn á golfvellinum í sumar ásamt unnustu sinni, Svövu Johansen. Björn er gamalreyndur golfari. Byrjaði að slá kúluna hvítu fyrir átta árum og er nú með 13,1 í forgjöf, sem telst nokkuð gott. Svava snerti hins vegar fyrst kylfu í fyrra en er nú smit- uð af bakteríunni. Stefnir ótrauð að því að lækka forgjöfina úr 36, sem hún stendur í núna. „Hún byrjaði á fullu í vor. Það þýðir ekkert annað en að vera bæði í þessu. Þetta er svo tímafrekt sport að við verðum eiginlega að vera bæði í þessu,“ segir Björn, sem á í raun sök- ina á því að Svava byrjaði í golfinu. „Svava hefur svo gaman af því að vera úti í náttúrunni að ég vissi að hún myndi detta inn í þetta.“ Björn er algjörlega smitaður af golfbakteríunni. Segir golfið vera eins og veiðina. „Ég er alltaf að berj- ast við að lækka forgjöfina en fór í hnéaðgerð í sumar svo ég missti svo- lítið úr. Ef ég ætlaði eitthvað neðar hefði ég þurft að spila miklu meira. Tíminn spilar alltaf inn í þetta,“ segir Björn, sem lét meiðslin ekki aftra sér frá golfinu. „Við Svava keyptum okkur golfbíl þar sem ég á erfitt með gang. Við erum á honum alla daga og látum meiðslin ekki koma í veg fyrir að við spilum golf.“ Björn og Svava nota golfið einnig til að slappa af. „Við erum alltaf á fullu í vinnunni en úti á golfvelli næ ég að slappa af. Fer að hugsa um eitt- hvað allt annað en fatabransann og þá fer heilinn að vinna ósjálfrátt úr hlutum sem maður hefur saltað í marga daga. Það er líka bara svo mikil snilld að vera úti á velli í góðu veðri og eyða tíma með sjálfum sér.“ Björn segist mjög ánægður með að hafa dregið Svövu í golfið og mælir með því að pör spili saman. „Það er algjör snilld að vera saman úti á golf- velli. Eins og Svava segir sjálf þá eyðum við fjórum til fimm tímum saman á vellinum og tölum saman og leysum oft einhver vandamál sem hafa komið upp. Það koma oft upp góðar hugmyndir á vellinum,“ segir Björn, sem hefur einnig verið dug- legur í líkamsrækt, fótbolta og á skíðum. „Ég er hálf ofvirkur. Á erfitt með að sitja kyrr eða liggja uppi í sófa. Ef ég er ekki í golfi eða fótbolta þá fer ég út til að slá garðinn.“ - kh RÉTTU SVEIFLUNA

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.