Fréttablaðið - 24.08.2007, Síða 36

Fréttablaðið - 24.08.2007, Síða 36
BLS. 6 | sirkus | 24. ÁGÚST 2007 BJÖRN SVEINBJÖRNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NTC, HEFUR FARIÐ MIKINN Á GOLFVELLINUM Í SUMAR. HANN HEFUR DREGIÐ SPÚSU SÍNA MEÐ SÉR Á VÖLLINN OG ER HÚN NÚ SMITUÐ AF BAKTERÍUNNI. BJÖRN OG SVAVA Skötuhjúin taka sig vel út á golfvellinum. Þau þykja með best klæddu kylfingum sem sést hafa á golfvöllum landsins. KENNIR SVÖVU É g hef spilað golf í nokkuð mörg ár en Svava byrjaði hins vegar í fyrra,“ segir Björn Svein- björnsson, framkvæmdastjóri tísku- vörukeðjunnar NTC, sem hefur farið mikinn á golfvellinum í sumar ásamt unnustu sinni, Svövu Johansen. Björn er gamalreyndur golfari. Byrjaði að slá kúluna hvítu fyrir átta árum og er nú með 13,1 í forgjöf, sem telst nokkuð gott. Svava snerti hins vegar fyrst kylfu í fyrra en er nú smit- uð af bakteríunni. Stefnir ótrauð að því að lækka forgjöfina úr 36, sem hún stendur í núna. „Hún byrjaði á fullu í vor. Það þýðir ekkert annað en að vera bæði í þessu. Þetta er svo tímafrekt sport að við verðum eiginlega að vera bæði í þessu,“ segir Björn, sem á í raun sök- ina á því að Svava byrjaði í golfinu. „Svava hefur svo gaman af því að vera úti í náttúrunni að ég vissi að hún myndi detta inn í þetta.“ Björn er algjörlega smitaður af golfbakteríunni. Segir golfið vera eins og veiðina. „Ég er alltaf að berj- ast við að lækka forgjöfina en fór í hnéaðgerð í sumar svo ég missti svo- lítið úr. Ef ég ætlaði eitthvað neðar hefði ég þurft að spila miklu meira. Tíminn spilar alltaf inn í þetta,“ segir Björn, sem lét meiðslin ekki aftra sér frá golfinu. „Við Svava keyptum okkur golfbíl þar sem ég á erfitt með gang. Við erum á honum alla daga og látum meiðslin ekki koma í veg fyrir að við spilum golf.“ Björn og Svava nota golfið einnig til að slappa af. „Við erum alltaf á fullu í vinnunni en úti á golfvelli næ ég að slappa af. Fer að hugsa um eitt- hvað allt annað en fatabransann og þá fer heilinn að vinna ósjálfrátt úr hlutum sem maður hefur saltað í marga daga. Það er líka bara svo mikil snilld að vera úti á velli í góðu veðri og eyða tíma með sjálfum sér.“ Björn segist mjög ánægður með að hafa dregið Svövu í golfið og mælir með því að pör spili saman. „Það er algjör snilld að vera saman úti á golf- velli. Eins og Svava segir sjálf þá eyðum við fjórum til fimm tímum saman á vellinum og tölum saman og leysum oft einhver vandamál sem hafa komið upp. Það koma oft upp góðar hugmyndir á vellinum,“ segir Björn, sem hefur einnig verið dug- legur í líkamsrækt, fótbolta og á skíðum. „Ég er hálf ofvirkur. Á erfitt með að sitja kyrr eða liggja uppi í sófa. Ef ég er ekki í golfi eða fótbolta þá fer ég út til að slá garðinn.“ - kh RÉTTU SVEIFLUNA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.