Fréttablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 18
greinar@frettabladid.is
N
ý skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland var
birt í vikunni. Þar kveður við kunnuglegan tón þar
sem stjórnvöld eru hvött til aðhalds og að draga úr
þátttöku ríkisins á lánamarkaði umfram það sem
þegar hefur verið gert.
Skýrsla sjóðsins er að mörgu leyti jákvæð í garð íslensks efna-
hagslífs og fjármálakerfið fær ágæta einkunn. Athugasemdir
sjóðsins um frekari þróun álagsprófa fyrir bankakerfið eru í sam-
ræmi við það sem Fjármálaeftirlitið hefur boðað undanfarin ár.
Eðli málsins samkvæmt skiptir fjármálakerfið æ meira máli
og harðindum á fjármálamörkuðum má líkja við verulegan afla-
brest fyrir áratug eða svo. Það er því afar mikilvægt að eftirlit
sé virkt og stjórnendur fjármálafyrirtækja haldi vöku sinni eins
og verið hefur.
Það er enn góður möguleiki á að aðlögun hagkerfisins verði
þannig að sem fæstir verði fyrir tjóni. Því lengur sem þetta
ástand, með háum stýrivöxtum og sterkum gjaldmiðli, varir
þeim mun meiri hætta á harkalegri lendingu. Sú hætta er raun-
veruleg og aðhaldskrafan rík á hendur núverandi ríkisstjórn,
ekki síður en á þá fyrri sem því miður sló slöku við í hagstjórn.
Framundan eru kjarasamningar. Þar blasir við erfiður róður.
Mikið launaskrið hefur verið á vinnumarkaði og langvarandi
þensla farin að valda flótta úr ýmsum starfsstéttum. Erfitt
verður að halda aftur af launakröfum og verðbólguhætta mikil
á komandi misserum. Það er gríðarlegt hagsmunamál að missa
ekki tökin í komandi samningaviðræðum. Afleiðingarnar gætu
orðið skelfilegar fyrir þá sem veikast standa. Verðbólguskot og
fall krónu myndi valda verulegum búsifjum hjá skuldsettustu
heimilunum, þar sem unga fólkið er í meirihluta. Ungt fólk er
jafnframt sá hópur sem verst verður úti ef harkalegri lendingu
fylgir atvinnuleysi.
Það er afar brýnt að varlega verði farið. Kröfur lægst launuðu
stéttanna eru skiljanlegar í ljósi almennrar launaþróunar. Þar
gæti þurft að horfa sértækt til einstakra stétta. Vandinn er bara
sá að tilhneiging er til þess að aðrir fylgi á eftir.
Þeim fer fjölgandi í samfélaginu sem ekki muna tíma
óðaverðbólgu á Íslandi. Það tímabil óstjórnar í efnahagslífinu
leiddi til langvarandi verri lífskjara en annars hefði orðið. Það eru
verulegir heildarhagsmunir af því að halda aftur af opinberum
útgjöldum og launahækkun umfram framleiðsluaukningu sam-
félagsins. Reikningurinn af slíkri óráðsíu yrði því miður sendur
á skuldsett ungt fólk. Það væri vond niðurstaða.
Verðbólguskot og fall krónu myndi valda verulegum
búsifjum hjá skuldsettustu heimilunum, þar sem unga
fólkið er í meirihluta.
Kosningabaráttan í vor er liðin. Ný ríkisstjórn hefur verið
mynduð. Velferðarstjórn. Nú
stendur ekkert eftir nema að efna
kosningaloforðin. Þau eru meira
að segja sum komin inn í stjórnar-
sáttmálann. Það auðveldar
eftirleikinn því væntanlega hafa
stjórnarflokkarnir meint það sem
þeir segja og sögðu, bæði fyrir og
eftir kosningar. Það er sem sagt
eftirvænting í loftinu. Fólk bíður
úrlausnar og athafna. Mér eru
auðvitað fyrst og fremst hugleikin
þau mál, sem snúa að eldri
borgurum. Bæði af því að þetta er
mín kynslóð og svo líka af hinu að
þar er pottur víða brotinn.
Málefni eldri borgara hafa fram
að þessu heyrt undir heilbrigðis-
ráðuneytið. Það er tímaskekkja.
Það að vera gamall er ekki
heilbrigðismál, nema þegar
gamalt fólk veikist eins og aðrir.
Skattlagning, lífeyrir og trygg-
ingabætur aldraðra koma
heilbrigðismálum ekki við. Enda
er um það samið í stjórnarsátt-
málanum að málefni aldraðra og
félagslegar úrbætur á því sviði
heyri undir félagsmálaráðuneytið
frá og með næstu áramótum. Þá
þarf að taka til hendi. Það þarf að
rétta hlut þeirra sem verst eru
settir og búa við almannatrygg-
ingabætur sem sinn eina lífeyri.
Ellilífeyrir er skammarlega smár,
raunar langt fyrir neðan velsæm-
ismörk. Tekjutengingar milli
hjóna og skerðing af þeim sökum
jaðrar við brot á mannréttindum.
Skattlagning á lífeyrisgreiðslur
sem ætlaðar eru til nauðþurfta er
smánarblettur, skattleysismörk
eru of lág og snýr það raunar að
fleirum en eldra fólki einu saman.
Síðast en ekki síst þarf að
breyta þeirri skattastefnu, sem
felur í sér mismunun í álagningu,
eftir því hvers eðlis tekjurnar
eru. Sá sem hefur tekjur af arði
og ávöxtun fjár greiðir ekki nema
tíu prósenta fjármagnstekjuskatt,
meðan lífeyrissjóðsþegar, hvort
heldur frá almannatryggingakerf-
inu eða frá lífeyrissjóðum, greiða
rúmlega 35% í tekjuskatt. Þetta er
óþolandi óréttlæti, félagslegt
ranglæti, sem verður að leiðrétta.
Greiðslur í lífeyrissjóði eru í
eðli sínu aðferð til að ávaxta
tekjur sínar og er sparnaður
lífeyrisþegans með sama hætti og
hver annar leggur tekjur sínar í
banka eða hlutabréf.
Þessi leiðrétting rataði ekki inn
í stjórnarsáttmálann. Því miður.
Þúsundir eldri borgara lifa af
lífeyrisgreiðslum. Obbinn af þeim
er á bilinu fjörutíu þúsund og upp
í hundrað og fimmtíu þúsund
krónur á mánuði. Af þessu á fólk
að lifa. Það gengur auðvitað ekki
að skattleggja lágmarksfram-
færslu, draga úr tryggingabótum
af þeirra völdum og leiða fólk inn
í þennan vítahring tekna, bóta og
skatta. Hvað þá að leggja misháa
skatta á þessar tekjur, eftir því
hvernig þær verða til.
Það verður að einfalda þetta kerfi
og gera það skilvirkt. Sjálfsagt er
það flókið dæmi, enda er svo
komið að það er ekki á valdi nema
sérfræðinga að skilja tengingarn-
ar og skerðingarnar og þennan
hrærigraut allan. En kjarni
málsins er sá að kerfið með öllum
sínum annmörkum bitnar á fólki,
sem hefur ekki gert annað af sér
en lifa og verða gamalt. Spurning-
in er þessi: er kerfið til fyrir
gamla fólkið eða öfugt?
Skortur á hjúkrunarrými og
þjónustu er svo annar handleggur,
sem er brýnt úrlausnarefni
ríkisstjórnar, sem vill standa við
stóru orðin og rétta hjálparhönd
þeim sem gjalda fyrir ástandið.
Það mun koma í hlut heilbrigðis-
ráðherra og þar er vaskur maður
fyrir, sem vonandi mun láta
hendur standa fram úr ermum.
Velferð er stórt orð. En nú þarf
að bíta í skjaldarrendur og sýna
að hugur fylgi máli. Við þekkjum
öll, í fjölskyldum okkar og
nánasta umhverfi, þessar
aðstæður og þessi kjör, sem hér er
verið að lýsa. Og Íslendingar eru
með stórt hjarta og hafa efni á
myndarlegum úrlausnum. Það er
að minnsta kosti alveg ljóst að ef
hér verður ekki tekið til hendi,
mun það verða bautasteinn
ríkisstjórnarinnar í næstu
kosningum. Ekki aðeins hvað
varðar kjósendur, heldur einnig í
þingmannaliðinu. Ég er sannfærð-
ur um að það góða fólk sem valist
hefur á þing, ekki síst í stjórnar-
flokkunum tveim, er meðvitað um
mikilvægi málsins. Eitt er víst,
sjálfur er ég ekki kominn á hið
háa alþingi til að láta fara vel um
mig og sitja með hendur í skauti.
Þar er verk að vinna.
Til þess er ný ríkisstjórn
mynduð að takast á við það sem
miður hefur farið. Í velferðinni.
Nú er að bíta í
skjaldarrendur
Brot gegn atvinnulögum og mann-réttindum erlendra starfsmanna
eru daglegt brauð hér á landi, eins og
nýlegt mál verktakafyrirtækisins
Arnarfells sýnir. Það hefði ekki átt að
koma neinum á óvart að slíkt tíðkist á Íslandi. Það er
gott að atvinnurekendum séu sendar viðvaranir vegna
slíkra brota, en það er ekki nóg. Markmiðið ætti að
vera að slíkt eigi sér ekki stað yfirleitt.
Til þess eru ýmis ráð. Í fyrsta lagi þarf að veita
einstaklingum atvinnuleyfi en ekki atvinnurekend-
um. Eins og málum er nú háttað er einstaklingurinn
bundinn við þennan eina vinnustað. Vilji hann skipta
um vinnu þarf hann að sækja um aftur. Þetta ferli er
bæði ósveigjanlegt og erfitt. Ætti ekki frekar að veita
erlendum starfsmönnum frelsi til að vinna þar sem
þeirra er þörf og þar sem þeir vilja sjálfir starfa?
Atvinnurekendur sem fara illa með starfsfólk ættu
þá á hættu að missa starfskrafta, en hinir sem virða
réttindi starfsfólks laða til sín góðan mannskap. Auk
þess myndi slíkt fyrirkomulag gera atvinnumarkað-
inn sveigjanlegri og bæta efnahag þjóðarinnar.
Í öðru lagi vantar mikið upp á að þeir sem hingað
koma fái fræðslu um atvinnuréttindi sín. ASÍ hefur
nú þegar þýtt atvinnuréttindi erlendra starfsmanna
yfir á tæp 20 tungumál. Þegar einstaklingur sækir
um atvinnuleyfi hér á landi er bráðnauðsynlegt að
hann fái þessar upplýsingar á móðurmáli sínu. Það
er líka brýnt að kjarasamningur hans sé þýddur.
Þannig mætti koma í veg fyrir að brotið sé á
ýmsum réttindum, t.d. með því að bjóða erlendum
starfsmönnum lægri laun en Íslendingur myndi fá.
Í þriðja lagi er ekki nóg að efla eftirlit með
atvinnurekendum. Það þarf líka að refsa þeim sem
brjóta lögin, jafnvel loka fyrirtækjunum ef brotin
eru alvarleg. Sérstaklega þarf að skoða fyrirtæki
sem nota starfsmannaleigur sem eru alræmdar
fyrir mannréttindabrot til að ná í erlent starfsfólk
Þess vegna hefði verið skynsamlegra að opna
Ísland fyrir Búlgörum og Rúmenum, sem nú hafa
fengið aðild að ESB, frekar en að þeir komi hingað í
gegnum þjónustusamninga og starfsmannaleigur.
Félagsmálaráðherra var á öðru máli í vor.
Nú sjáum við árangurinn af þeirri stefnu í
fjölmiðlum.
Höfundur er fyrsti varaþingmaður Vinstri grænna í
Reykjavíkurkjördæmi norður.
Byrgjum brunninn
Erum fráleitt
komin fyrir vind