Fréttablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 64
Á
ri eftir að Berlínar-
múrinn féll árið 1989
sameinuðust Austur-
og Vestur-Þýskaland
á ný eftir að hafa
verið hvort sitt ríkið
frá því skömmu eftir lok síðari
heimsstyrjaldar. Í austurhlutanum
var hugmyndafræði kommúnism-
ans við lýði og lífið þar talsvert frá-
brugðið lífinu í vesturhlutanum.
Við fall múrsins gjörbreyttist þetta.
Austur-Þjóðverjum varð frjálst að
ferðast til vesturhlutans og um leið
streymdu í hina áttina vestræn
áhrif og vörur sem ekki höfðu
þekkst þar áður. Umbreytingin á
samfélaginu var gífurlega hröð.
Þjóðverjar minnast enn þess
harðræðis sem borgarar Austur-
Þýskalands máttu sæta af hendi
stjórnvalda í formi einangrunar,
njósna og jafnvel morða. En sumir
líta þó til baka með söknuði. Fólk
virðist í auknum mæli sækjast
eftir því að rifja upp tímann frá
því áður en múrinn féll og er til
sérstakt hugtak yfir slíka fortíðar-
þrá: ostalgía eða Ostalgie á þýsku.
Orðið er samsuða úr þýsku orðun-
um Ost (ísl. austur) og Nostalgie
(ísl. nostalgía eða fortíðarþrá).
Hugtakið er umdeilt meðal Þjóð-
verja, sem sumir telja það snúast
um að hefja upp tímabil í þýskri
sögu sem beri að gleyma. Engu að
síður er víða hægt að svala þessari
fortíðarþrá í Berlín í dag.
Fólk sem vill fá að upplifa hvernig
andrúmsloftið var í Austur-Þýska-
landi og kynnast því hvernig dag-
legt líf fólks var er markhópur
DDR-safnsins í Berlín. Frá því að
safnið var opnað fyrir ári síðan hafa
180.000 gestir lagt leið sína þangað.
Þriðjungur safngesta er erlendir
ferðamenn, þriðjungur fólk frá
fyrrum V-Þýskalandi og þriðjungur
frá fyrrum A-Þýskalandi.
Melanie Alperstaedt, fjölmiðla-
fulltrúi safnsins, segir misjafnt
hvernig síðasttaldi hópurinn upp-
lifir safnið. „Sumir segja okkur
draga upp of neikvæða mynd af líf-
inu í Austur-Þýskalandi og það hafi
verið mun betra í raun. Aðrir segja
að við sýnum þennan tíma í of
jákvæðu ljósi og ekki nógu vel
hversu slæmt ástandið hafi verið í
raun. Við reynum að ná jafnvægi
þarna á milli. Það voru yfir sextán
milljónir manns sem bjuggu í
Austur-Þýskalandi og það er ekki
hægt að gera öllum til geðs. “
Í afviknu horni á safninu gefur að
finna Stasi-hornið, en þar getur
fólk sest við lítið skrifborð, sett á
sig heyrnartól og hlustað á tal
safngesta sem staddir eru inni í
dæmigerðri setustofu
á austurþýsku heimili
hinum megin í safn-
inu. „Þarna gefst fólki
kostur á að fá tilfinn-
inguna fyrir því hvern-
ig það var að njósna.
Að gera eitthvað sem
er forboðið en samt
rekur forvitnin þig
áfram. Og fólkið sem
er í setustofunni getur
sömuleiðis upplifað
hvernig það var að
láta njósna um sig.
Þessa tilfinningu er
mjög erfitt að fram-
kalla en þetta er mjög
mikilvægt atriði hjá
okkur. Við sýnum
hvernig fólk þurfti að
sæta því að njósnað
var um það og hvernig
fólk var skotið til bana
bara fyrir það að vilja
yfirgefa landið. Þess
vegna tel ég að slík
gagnrýni sé ekki sanngjörn.“
Alperstaedt segir að fyrir sér sé
Ostalgie neikvætt orð þar sem það
merki að fólk sjái tímann í Austur-
Þýskalandi á jákvæðan hátt. „Þetta
var einræði og það er nokkuð sem
enginn Þjóðverji mun gleyma. Við
lærum í skóla um öll grimmdar-
verkin sem þar fóru fram. Því
held ég ekki að flestir Þjóðverjar
hugsi um Austur-Þýskaland á
jákvæðan hátt.“
Alperstaedt, sem sjálf ólst upp í
Vestur-Berlín, segist hins vegar
hafa rætt við marga sem segi
reynslu sína af Austur-Þýskalandi
góða, þar sem þeir hafi átt ham-
ingjusama æsku og að ekki hafi
verði njósnað um þá. „Það má í
rauninni segja að fólkið sem bjó í
Austur-Þýskalandi hafi við sam-
eininguna glatað menningu sinni.
Þegar múrinn féll var lífið í vestur-
hlutanum almennt álitið betra en í
austurhlutanum. Fólki var sagt að
henda frá sér því sem það hafði
haft og þekkt og fá frekar vörur
frá vesturhlutanum. Ég held að
þessi tilfinning hafi verið erfið.“
Eitt af einkennum Austur-Þýska-
lands var stórar steinsteypublokkir
sem stjórnvöld létu reisa til að
hýsa þegnana. Blokkirnar, sem
þykja fremur kuldalegar og óvist-
legar, voru byggðar upp af stein-
steyptum einingum og kallast
„Plattenbau“. Þetta íbúðarform
varð nánast allsráðandi í nýbygg-
ingum upp úr 1960 í Austur-Þýska-
landi.
Þó að blokkirnar megi víða finna
enn í dag fer þeim stöðugt fækk-
andi þar sem þær teljast ekki eftir-
sóknarverðar til íbúðar. Engu að
síður virðast margir vilja eyða nótt
í Plattenbau miðað við gífurlega
eftirspurn eftir gistingu á farfugla-
heimilinu Ostel sem er rekið í
Plattenbau í austurhluta Berlínar.
Að ganga inn í móttöku Ostel er
eins og að hverfa aftur í tímann
um þrjátíu ár. Uppi á vegg hangir
stórt málverk af Erich
Honecker, leiðtoga
Austur-Þýskalands
frá 1971 til 1989. Í
einu horninu er kveikt
á sjónvarpi sem sýnir
myndir frá heimsókn
Honeckers til Fidels
Castro, leiðtoga Kúbu,
árið 1980. Í öðru horni
eru fornar tónlistar-
græjur sem spila
helstu smellina frá
árum áður í Austur-
Þýskalandi. Á veggn-
um fyrir aftan mót-
tökuborðið hanga
klukkur sem sýna tím-
ann í Moskvu, Berlín,
Havana og Peking.
Farfuglaheimilið
hefur verið fullbókað
allt frá því það var
opnað þann 1. maí, að
sögn Lily Lehmann í
móttökunni. Helm-
ingur gestanna er
Þjóðverjar og helmingur erlendir
ferðamenn. Þjóðverjarnir skiptast
síðan aftur til helminga eftir því
hvort þeir koma frá austurhlutan-
um eða vesturhlutanum. „Fólk frá
A-Þýskalandi kemur hingað til að
rifja upp gamla tíma. Einnig vilja
sumir kanna hvort við höfum gert
þetta rétt. Og gestir frá vesturhlut-
anum vissu margir ekki hvernig
fólk bjó í austurhlutanum og vilja
kynnast því.“
Ostel tengist tvímælalaust hugtak-
inu Ostalgie að sögn Lily, sem bætir
við að það snúist þó að miklu leyti
um kaldhæðni og að hafa húmor
fyrir tímabilinu. Spurð hvort gisti-
heimilið hafi fengið á sig einhverja
gagnrýni segir Lily að einungis eitt
slíkt bréf hafi borist. „Það var
maður sem vildi bara koma reiði
sinni á framfæri. Hann spurði
hvernig við gætum sett myndir af
þessum glæpamönnum upp á vegg
hjá okkur og átti þar við myndirnar
af stjórnmálamönnunum. Hann
spurði okkur einnig hvernig við
gætum nefnt herbergi hjá okkur
Stasi-svítuna.“ Lily segir að það sé
alls ekki stefna forráðamanna Ostel
að hylla þessa stjórnmálamenn og
pólitískt ástand þessa tímabils
heldur vilji þau einfaldlega sýna
hvernig fólk bjó og að þau vonist til
að gestir hafi húmor fyrir því.
Lily segir að þau grínist stundum
með það við gestina að jafnvel hler-
anir eigi sér stað á Ostel en að þar
sé þó alls ekki um eiginlegar hler-
anir að ræða heldur vísun í næfur-
þunna veggi sem skilja að íbúðir í
Plattenbau. „Þeir eru svo þunnir að
þú heyrir ef einhver dregur fyrir
gluggatjöldin í næstu íbúð en þetta
er allt hluti af þessari bygginga-
menningu.“
Plattenbau-byggingarnar eru
smám saman að víkja fyrir nýrri
byggingum en enn eru heilu hverfin
undirlögð af þeim. Sumar blokk-
irnar standa auðar þar sem fólk
fæst ekki til að búa í þeim. „Þetta
eru bara box. Og ef fólk hefur kost
á því að komast í betri íbúð þá gerir
fólk það að sjálfsögðu.“
Sautján ár eru frá því að Þýskaland
sameinaðist á ný en fordómar eru
enn í gangi að sögn Lily, sem ólst
upp í austurhlutanum. „Ég hef
mjög slæma reynslu af Þjóðverj-
um frá vesturhlutanum gagnvart
mínum uppruna. Ég hef til dæmis
lent í því að fólk segir við mig:
„Kannski gerið þið hlutina svona
þaðan sem þú ert en hér gerum við
hlutina öðruvísi“.“
Lily segist sjá eftir tímanum
fyrir fall múrsins. „Ég var ham-
ingjusamari sem barn í Austur-
Þýskalandi heldur en börnin eru í
dag. Þegar ég var að alast upp sner-
ist allt kerfið um hugmyndina um
samfélag. Það var hugsað um alla
og enginn var einn. Og ef þú lítur á
samfélagið í dag þá virðast margir
vera týndir og einmana.“ Aðspurð
segist hún hafa verið sjö ára þegar
múrinn féll og bætir við að hún sé
oft spurð þessarar spurningar. „Og
ég svara alltaf að þó ég hafi ekki
þekkt mikið til slæmu hliða kerfis-
ins eins og það var þá get ég sagt
þér hvers ég sakna og hvað er ekki
til staðar lengur. Ég myndi segja að
meginhugmyndin í Austur-Þýska-
landi hafi ekki verið slæm heldur
hafi það verið framkvæmdin sem
mistókst.“
Umdeild
austur-þýsk
fortíðarþrá
Átján ár eru liðin frá því að Berlínarmúrinn
féll og einangrun Austur-Þýskalands var rofin.
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir fjallar um
„Ostalgie“ eða fortíðarþrá eftir lífinu í hinu
horfna Þýska alþýðulýðveldi.
Þarna gefst
fólki kostur á
að fá tilfinn-
inguna fyrir
því hvernig
það var að
njósna.