Fréttablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 30
Þ
að var mikið um að
vera í Listasafni
Reykjavíkur þegar
blaðamaður mætti
daginn fyrir opnun
yfirlitssýningarinnar.
Stúlkurnar í Gjörningaklúbbnum
sem reyndar velta fyrir sér
hvenær verður hætt að kalla þær
stúlkur eru á víð og dreif um
safnið að koma verkunum fyrir.
Alls staðar er fólk að vinna,
eiginmenn, vinir og vandamenn.
Hátt í hundrað manns hafa lagt
hönd á plóg fullyrða stelpurnar og
undirbúningur hefur staðið í tvö
ár. Yfirlitssýningin er stærsta
sýning þeirra til þessa. Eirún,
Jóní og Sigrún labba um
sýningarsalinn í hendingskasti
meðan hamarshöggin dynja og
útskýra gömul verk og nýrri. Í
gömlu verkunum er Dóra Ísleifs-
dóttir með þeim en hún yfirgaf
klúbbinn árið 2001. Eirún, Jóní og
Sigrún vinna allar sem ein og tala
allar sem ein. Þær enda setningar
hver hjá annarri og útskýra til
skiptis. Ein kona með þrjú höfuð,
að minnsta kosti á meðan þær
koma fram sem Gjörningaklúbb-
urinn.
Rannsóknarverkefni sýningar-
innar er hvernig gjörningarnir
geti lifað án þess að stelpurnar
séu að framkvæma þá. Til þess
hafa þær fengið THG Arkitekta í
lið með sér og arkitektinn Arnald
Scram sem hefur staðið í ströngu
við að byggja umgjörð utan um
gömlu gjörningana. Inni í hverri
bólu eru upplifanir varðveittar.
Búningar og vídeóupptökur af
verkunum rifja upp stemninguna.
„Við erum búnar að fara í marga
hringi með hvernig best sé að gera
þetta.“ Það er óhætt að segja að
útkoman er mjög skemmtileg.
Á einum sjónvarpsskjá sjást
þær klæddar í dúnsængur að
fremja dansleikhúsgjörning í
Bergen. „Fólk vissi ekki hvað það
átti að halda en sem betur fer var
barn í áhorfendahópnum sem
byrjaði að hlæja og þá varð fólk
rólegra og fattaði að þetta var ekki
svona mikið drama,“ útskýrir
Jóní. Húmor og íronía eru einmitt
gegnumgangandi í verkum Gjörn-
ingaklúbbsins, á sama tíma og þær
vilja láta taka sig alvarlega.
Búningar og sérhannaðir leik-
munir eru óaðskiljanlegur þáttur í
gjörningum þeirra. „Það hefur
verið gegnumgangandi hjá okkur
að vera í eins dressum og flottum
búningum, stundum fáum við
förðunarfræðinga til að gera
brjálað meiköpp. Það er stór
partur af þessu gjörningaklúbbs-
dæmi. Eins segjum við aldrei hver
gerði hvað. Heldur er þetta allt
eftir okkur,“ útskýra þær.
Glænýjar teikningar gerðar
sérstaklega fyrir þessa sýningu
hanga uppi á vegg. „Þetta eru lítil
minningarbrot úr gjörningum og
verkum sem við höfum gert í
gegnum tíðina. Við teiknum allar,
en það er alls ekki gefið upp hver
teiknaði hvaða mynd. Við erum
þær einu sem vitum það. Það er
það skemmtilega við að eiga
leyndarmál,“ segja þær brosandi.
Í einni bólunni á Gjörninga-
klúbbsandinn heima. „Hérna
verða allir búningar frá okkur og
hlutir sem tengja okkur.“ Næsta
bóla við er íhugunarherbergi frá
árinu 2000. „Maður fer þarna inn
og horfir á sig í demantaspeglinum
Ástin fer aldrei úr tísku
Gjörningaklúbburinn er þekkt fyrirbæri í listalífi Íslendinga en yfirlitssýning klúbbsins stendur nú yfir í Listasafni Reykjavíkur
og spannar 11 ára feril. Gjörningaklúbburinn lagði upp með gjörninga en þróaðist út í nútímalist. Ekkert er þeim óviðkomandi.
Hanna Björk Valsdóttir hitti þær Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Ingu Hrólfsdóttur meðan undirbúningur
stóð sem hæst í Hafnarhúsinu.
Almenningur hefur tekið okkur opnum örmum. En sumir fræðimenn hafa þóst vera eitthvað merkilegir
með sig og hafa ekki getað tekið þátt. Við erum alls ekki eitthvert léttvægt dót.