Fréttablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 01.09.2007, Blaðsíða 4
„Við eigum að geta náð algjörri þverpólitískri sam- stöðu um varnarmál,“ segir Val- gerður Sverrisdóttir, varafor- maður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra flutti ræðu í Norræna húsinu í vikunni, þar sem hún sagði ráðuneytið vinna að mati á ógnum og framtíðar- stefnu í varnarmálum. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðs- ins er útkomu að vænta á næstunni. „Mér sýnist ræðan vera mjög sambærileg ræðu sem ég flutti 18. janúar í Háskóla Íslands. Ég er að sjálfsögðu ánægð með að hún tali á svipuðum nótum og ég gerði í embætti,“ segir Val- gerður. „Að vísu notaði ég ekki orðið „ógnarmat“ en ég talaði um að setja á fót öryggis- og varnar- málasetur, þar sem væru bæði fræðimenn og embættismenn, sem störfuðu sjálfstætt gagnvart þeim sem móta stefnuna hverju sinni. Það er ekki óáþekkt því sem hún er að tala um,“ segir Valgerður. Valgerður segir stjórnmála- flokkana alla geta náð sátt um varnarstefnu. „Hins vegar er hugsanlegt að Vinstri græn vilji pólitíkurinnar vegna hafa ein- hverja sérstöðu. En ég fæ ekki séð að það geti verið djúpur ágreiningur,“ segir Valgerður. Þverpólitísk samstaða möguleg „Málsatvik liggja nokkuð ljóst fyrir. Málið verður sent til saksóknara á næstunni,“ segir Óskar Sigurðsson lögreglu- fulltrúi. Atvikið átti sér stað á sunnudag þegar karlmaður fór út með haglabyssu og hótaði að skjóta fjarstýrðan bensínbíl, sem 23 ára piltur var að keyra í götunni, ef hann dræpi ekki á bílnum. Pilturinn forðaði sér hið snarasta og hringdi í lögregluna sem hafði nokkurn viðbúnað. Maðurinn var færður á lögreglustöð og sleppt að loknum yfirheyrslum daginn eftir. Rannsókn lýkur á næstunni Þrjár konur, sem leitað hafa til Áfallamiðstöðvar Landspítalans í Fossvogi, eru í stöðugri lífshættu vegna kúgun- ar sambýlismanns. Þetta segir dr. Berglind Guðmundsdóttir, sál- fræðingur á Áfallamiðstöðinni. „Þær hafa leitað til okkar og árásirnar, ógnirnar og áverkarn- ir, þetta hefur allt verið mjög alvarlegt. Þetta er endurtekið ofbeldi sem er enn í gangi. Ofbeldismaðurinn er stöðugt að ógna og maður veit aldrei hve- nær lífshættuleg árás getur átt sér stað,“ segir Berglind. Fjöldi kvenna leitar aðstoðar Áfallamiðstöðvar vegna ofbeldis. „Konur koma annaðhvort til okkar beint út af ofbeldinu, eða leita til okkar vegna áverka sem grunur leikur á að séu vegna heimilisofbeldis,“ segir Berg- lind. „Oft koma konurnar inn með ofbeldismanninum,“ segir Berg- lind. „Hann kemur og stendur vörð um þær, til að tryggja að þær segi ekki frá. Starfsfólk þarf að geta greint vandann þegar konur koma ítrekað inn með óskilgreinda áverka.“ Berglind segir að konurnar þori oft ekki að segja frá ofbeld- inu og stundum sé nauðsynlegt að spyrja þær beint um það. „Þær óttast mennina svo mikið að þær eru hræddar við að kæra og fara lagalegu hliðina. Þær óttast jafn- vel að fara úr ofbeldissamband- inu, en rannsóknir sýna að ofbeldi versnar oft við að þær fara úr sambandinu,“ segir Berglind. Oft hafa lögreglan og stuðn- ingssamtök engin ráð til að stöðva ofbeldismenn, að sögn Berglind- ar. „Stundum hverfa konurnar frá okkur og afþakka þjónustu. Þá vitum við ekki hvað verður um þær. Ef ofbeldismaðurinn er á einhvern hátt í lífi konunnar stoppar ofbeldið ekki nema hann leiti sér hjálpar.“ Í kynferðisafbrotamálum fær þolandinn lögfræði- og sálfræði- þjónustu og eftirfylgd ef hann vill. Berglind segir stefnt að því að setja heimilisofbeldismálin í sama farveg, en til þess vanti peninga. „Við bindum vonir við að það fáist fjármagn til að byggja þessa þjónustu upp enn frekar og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur sagst ætla að setja málaflokkinn í for- gang,“ segir Berglind. Stefnt í lífshættu af sambýlismönnum Þrjár konur sem leitað hafa aðstoðar Áfallamiðstöðvar eru taldar í stöðugri lífshættu vegna ofbeldis sambýlismanns. Fjórðungur kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi. Gerandi ofbeldis gagnvart konum er oftast einhver nákominn þeim. Hjálmar W. Hannesson sendiherra hefur verið kjörinn einn af varaforset- um 62. allsherjarþings Samein- uðu þjóðanna sem hefst í september. Hjálmar er einn sextán kjörinna varaforseta þingsins, en hann er fastafulltrúi Íslands hjá SÞ. Varaforseti allsherjarþings tekur þátt í starfi nefndar þingsins sem ákveður dagskrá þess og hleypur í skarð forseta þegar svo ber undir. Áður hafa Thor Thors, Tómas Á. Tómasson og Þorsteinn Ingólfsson gegnt embættinu. Hjálmar einn varaforseta SÞ „Hnattrænar áhyggjur af stóru umhverfismál- unum, til dæmis hlýnun jarðar, hafa skyggt á önnur vandamál, eins og landeyðingu,“ segir Andrew Campbell, ástralskur umhverfissinni. Hann er einn af fjölmörgum ræðumönnum á alþjóðlegu samráðsþingi um jarðvegsvernd, sem hófst í gær á Selfossi.Ráðstefnan er haldin í tilefni af aldarafmæli Landgræðslu ríkisins, en ekki er talið að nokkur þjóð hafi starfrækt lengur samfleytt samtök um landgræðslu og stöðvun jarðeyðingar. Hundrað erlendir og fjörutíu innlendir gestir taka þátt í ráðstefnunni. Í skugga stærri umhverfismála Björgunarsveitin Iðunn á Laugarvatni dró í gær bifreið með tveimur mönnum úr Skillandsá, við bæinn Miðdal í Bláskógabyggð. Sveitin var kölluð út um klukk- an 17.30 og gekk björgunarstarf vel fyrir sig. Mennirnir voru orðnir nokkuð blautir þegar sveitina bar að, því flætt hafði inn í bílinn. Bíl bjargað úr Skillandsánni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.