Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 66

Fréttablaðið - 01.09.2007, Side 66
Magnús Scheving hefur verið á þönum undanfarið við að þjálfa nýja Íþróttaálfa og kynna Latabæ fyrir heiminum öllum. Fréttablaðið fékk að skjótast í stutta heimsókn í húsakynni Íþróttaálfsins og Sportacus og komst að því að þótt húsið í Garðabæ láti ekki mikið yfir sér þá leynist þar heill heimur af ævintýrum. Í heimsókn hjá Latabæ Húsið í Garðabæ er rúmir fimm þúsund fermetrar að stærð en stærsta einstaka herbergið er upptökuverið þar sem tökur á Latabæ fara fram. Magnús kom sjálfur að því að innrétta og byggja húsið enda hagvanur smiður á ferð; byggði meðal annars sjálfur einbýlishúsið sitt frá grunni. Óneitanlega er það sérstök tilfinning að ganga þarna um því utan frá sést ekki að það hýsir einn vinsælasta barnaþátt Íslands fyrr og síðar. En þegar inn er komið er ljóst að þarna hefur verið unnið þrekvirki.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.