Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 2
 „Við erum öðrum þræði að brynja okkur í slagnum gegn nýrri holskeflu einkavæðingar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, en þing- flokkur VG ætlar við upphaf þings í haust að óska eftir að gerð verði úttekt á afleiðingum markaðs- og einkavæðingar á undirstöðustofn- unum almannaþjónustunnar. VG skilgreinir almannaþjónustu vítt; horfir til fjarskipta, sam- gangna og orkumála, ekki síður en mennta og heilbrigðisþjónustu. Vilji VG stendur til að úttektin nái bæði til stofnana og þjónustu ríkis og sveitarfélaga. Áhyggjur Steingríms af frekari markaðs- og einkavæðingu grund- vallast bæði á yfirlýsingum stjórn- málamanna og upplýsingum úr stjórnkerfinu. „Við höfum vitn- eskju innan úr heilbrigðiskerfinu um að heilbrigðisráðherra [Guð- laugur Þór Þórðarson] hafi nánast gefið fyrirmæli um að það skuli alls staðar leita logandi ljósi að slíkum möguleikum.“ Þá séu sjónarmið í þessa átt ekki einskorðuð við Sjálf- stæðisflokkinn. „Innan raða Sam- fylkingarinnar hafa verið raddir í þessa átt. Varaformaðurinn [Ágúst Ólafur Ágústsson] hefur til dæmis talað býsna afdráttarlaust um að nýta kosti einkaframtaksins.“ Í ræðu á flokksráðsfundi VG á Flúðum í gær sagði Steingrímur að heilbrigðisráðherra mætti vita að grannt verði fylgst með ef „einka- væðingarvaltarinn á næst að rúlla yfir heilbrigðismálin að banda- rískri fyrirmynd“. Í ræðunni sagði Steingrímur flokk sinn þann eina sem væri fær um að vera höfuðandstæðingur og mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að Samfylkingin hefði sagt sig frá verkefninu. Framsóknarflokk- urinn væri enda tærður upp af sam- búðinni við Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslyndi flokkurinn hægra megin við miðju. Kvað hann þá sem haft hafi áhyggjur af fáliðaðri stjórnarand- stöðu geta verið rólega; Vinstri hreyfingin - grænt framboð muni skila sínu og það af fullum þunga þess aukna afls sem flokkurinn búi yfir. Brynja sig í slagnum gegn einkavæðingu Þingflokkur VG vill að afleiðingar markaðs- og einkavæðingar almannaþjón- ustu verði kannaðar. Beiðni um slíka könnun verður lögð fram við upphaf þings í haust. Steingrímur J. Sigfússon býst við nýrri holskeflu einkavæðingar. Dagný, er þessi ruslpóstur að ríða ykkur að fullu? Saksóknarar í Rússlandi birtu á miðvikudag hermanni ákæru fyrir að bera ábyrgð á dauða nýliða í hernum, sem að sögn var barinn af tveimur drukknum undirforingj- um og skilinn eftir í hundabúri yfir nótt. Nýliðinn, Sergei Sinkonen, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi á mánudag, tveimur vikum eftir að hann fannst í blóði sínu. Málið hefur vakið athygli á ófremdarástandi í rússneska hernum, þar sem ofbeldi er landlægt, einkum gegn nýliðum. Hundruð nýliða og annarra hermanna láta lífið árlega af völdum níðingsofbeldis. Ákært vegna dauða nýliða Matsmenn verða kvadd- ir fyrir dóminn í máli Olíufélag- anna gegn Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu. Úrskurðað var um þetta í gær en olíufélögin voru dæmd til þess að greiða 100 þúsund krónur í málskostnað. Olíufélögin krefjast þess að sekt- ir samkeppnisyfirvalda verði dæmdar ógildar. Þess var krafist af hálfu Sam- keppniseftirlitsins og ríkisins að yfirmatsnefnd yrði skipuð til þess að fara yfir álitamál sem snúast um, með einum eða öðrum hætti, hvaða forsendur eru not- aðar til þess að meta það hvort samráð olíufélaganna Olís, Skeljungs og Kers, áður Olíufé- lagsins, á árunum 1993 til og með meirihluta árs 2001, hafi valdið tjóni eða ekki. Heimir Örn Her- bertsson, lögmaður Samkeppnis- eftirlitsins, segir ómögulegt að segja hvaða áhrif þetta muni hafa á málsmeðferðina fyrir dómi en segir álit matsmanna geta skipt miklu máli þegar tekist er á um málið fyrir dómi. Hörður F. Harðarson, lögmað- ur Skeljungs, segir það hafa verið mat lögmanna olíufélaganna að matsbeiðnirnar sem tekist var á um hafi ekki verið í samræmi við réttarfarsreglur og því hefði ekki átt að taka þær til greina. Heimir Haraldsson endurskoð- andi og Guðmundur K. Magnús- son unnu að matsgerð fyrir olíu- félögin og komust að þeirri niðurstöðu að ávinningur félag- anna hefði verið á bilinu núll til 800 milljónir króna. Meðal annars á grundvelli þessa mats telja lögmenn olíufé- laganna aðferðafræði við ákvörð- un stjórnvaldssekta samkeppnis- yfirvalda ranga. Olíufélögin voru sektuð um 1,5 milljarða króna fyrir samráðið. Olíufélögin hafa tvær vikur til þess að kæra niðurstöðuna til Hæstaréttar. Matsmenn kvaddir fyrir dóm Nýkjörinn forseti Tyrklands, sanntrúaður múslimi sem hefur heitið því að virða aðskilnað ríkis og íslams, fékk á miðvikudag í hendur fyrsta emb- ættisverk sitt: að fara yfir ráð- herralista nýrrar ríkisstjórnar. Uppstokkun í stjórninni varð nauðsynleg ekki síst vegna kjörs Abdullah Gül til forseta, þar sem hann var utanríkisráðherra. Á fimmtudag sat Gül síðan við hlið yfirmanns heraflans, Yasars Büyükanit, við hátíðarhöld hers- ins í tilefni af 85 ára afmæli sig- urs yfir Grikkjum. Büyükanit hafði beitt sér af hörku gegn for- setaframboði Güls. Gül náði kjöri til forseta í atkvæðagreiðslu á þingi á þriðju- dag, að undangengnum mánaða- löngum hörðum átökum milli hins trúarlega sinnaða stjórnarflokks, sem hann var í framboði fyrir, og hinna veraldlega sinnuðu mót- herja hans. Forsetaembættið hefur fram til þessa verið mikið vígi veraldarhyggjunnar í tyrk- neskum stjórnmálum. Forsetinn hefur vald til að hafna einstökum ráðherraefnum, en ekki var gert ráð fyrir að Gül gerði neinar athugasemdir við ráherraval samherja síns, Recep Tayyip Erdogan forsætisráðherra. Búist var við að Ali Babacan, sem hefur stýrt aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, taki við utanríkisráðherraembættinu. Friður um fyrstu embættisverk Landssamband lög- reglumanna hefur farið fram á fund með fjármálaráðherra vegna þeirrar stöðu sem uppi er hjá lögreglunni, að sögn Steinars Adolfssonar, framkvæmdastjóra sambandsins. Tugir lögreglumanna hafa sagt upp vegna óánægju með launa- kjör og aðrir bíða eftir viðbrögð- um ráðuneytisins. „Það heyrist eftir okkar stjórnarmönnum sem starfa í embættum víðs vegar um landið að það séu margir félagsmenn sem bíði með uppsagnir þar til niðurstaða úr viðræðum Landssambandsins og fjármálaráðuneytisins liggja fyrir,“ segir Steinar. Lögreglumenn eru í biðstöðu Einn Suður- Kóreubúanna nítján sem voru í haldi talibana þar til nýlega hefur beðist afsökunar á fyrirhöfninni sem mannránið olli. „Ég get ekki sofið af áhyggjum vegna vand- ræðanna sem sköpuðust vegna okkar. Mér þykir þetta mjög leitt,“ sagði hann í viðtali. Öllum gíslunum var sleppt á þriðjudag eftir að samningar tókust milli ríkisstjórnar Suður- Kóreu og talsmanna talibana. Meðal skilyrða fyrir frelsi gíslanna var að Suður-Kórea drægi her sinn til baka úr Afganistan fyrir árslok. Fyrirgefið að mér var rænt Útivistartími barna og unglinga breytist í dag. Frá og með 1. september mega tólf ára börn og yngri vera úti til klukkan átta á kvöldin, en þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til klukkan tíu. Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum, en þeim er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn barna og unglinga. Ætla má að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi tíu tíma svefn á nóttu, segir í tilkynningu frá lögreglu. Útivistartími barna styttist Eignarhlutur LME, eignarhaldsfélags Landsbankans, Marel og Eyris Invest, í Stork í Hollandi er nú 43,3 prósent. LME hefur markvisst aukið hlut sinn í Stork, en Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris, segir að með því sé sýnd langtímaskuld- binding gagnvart samstæðunni. „Aukinn eignarhlutur er jafnframt ætlaður til að tryggja og vernda þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í félagið,“ segir hann. LME verst yfirtökuáætlunum fjárfest- ingafélagsins Candover sem Árni segir ætla að beita aðra hluthafa þrýstingi jafnvel þó það næði bara 51 prósents hlut í Stork. LME hefur náð 43,3 prósentum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.