Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 01.09.2007, Qupperneq 10
Í nýrri skýrslu Alþjóða kjarnorkumálastofnunar- innar, IAEA, segir að Íranar framleiði minna kjarnorkuelds- neyti en búist hefði verið við. Þar segir einnig að stjórnvöld í Teheran hefðu „tekið verulegt skref“ í átt að því að útskýra þau atriði í kjarnorkustarfsemi sinni sem vakið hefðu tortryggni á liðnum misserum. Þess er vænst að skýrslan muni gera bandarískum ráðamönnum erfiðara fyrir að safna stuðningi við nýjar refsiaðgerðir gegn Íran. Þó er jafnframt staðfest í skýrslunni að Íranar hafi haldið áfram að auka auðgun úrans, þvert á ályktanir Öryggisráðs SÞ. Minni kjarn- orkustarfsemi Bretar og fjölmarg- ir aðdáendur Díönu prinsessu víða um heim minntust þess í gær að tíu ár voru liðin frá and- láti hennar í umferðarslysi í París. Konungsfjölskyldan í Bretlandi minntist hennar með minningar- athöfn í Kensingtonhöll í London. Í ræðu sinni sagði Harry prins, sonur Díönu og Karls, að móður hans ætti að minnast „eins og hún hefði viljað láta minnast sín, eins og hún var: lífsglöð, örlát, jarð- bundin og besta móðir í heimi“. Athöfnin fór fram af konungleg- um virðuleika. Þó skyggði á hana skammarræða frá einum vina Díönu sem varð til þess að Camilla, seinni eiginkona Karls Bretaprins, hætti við að vera viðstödd. Í augum nánustu vina Díönu og fjölmargra aðdáenda er Camilla konan sem eyðilagði hjónabandið. Richard Chartres, biskup í Lond- on, stýrði athöfninni og sagðist vonast til þess að með henni yrði hægt að slá botninn í stanslausar deilur um Díönu, og héðan í frá geti fólk leyft henni hvíla í friði. Ólíklegt þykir þó að honum verði að ósk sinni. Andlit Díönu er enn notað grimmt til að selja tímarit og dagblöð og saga hennar er efni í sífellt nýjar bækur. Samkvæmt skoðanakönnun, telur fjórði hver Breti að hún hafi verið myrt. Lífsglöð, örlát og besta móðir í heimi „Fólk veit af þessari smithættu og það verður að vera hvers og eins að meta hvort farið er með hundana á sameiginleg útivistarsvæði,“ segir Auður Arnþórsdóttir sóttvarnadýra- læknir hjá Landbúnaðarstofnun. Lifrarbólgufaraldur geisar nú í hundum á suðvesturhorni lands- ins. Rúmlega 60 hundar hafa smitast og fimmtán drepist, sam- kvæmt upplýsingum frá Land- búnaðarstofnun. „Við höfum velt því fyrir okkur hvers vegna faraldurinn er bund- inn við Suðvesturland,“ segir Auður enn fremur. „Við höfum enga skýringu en teljum það geta stafað af því að þar er mestur fjöldi hunda,“ útskýrir hún. „Það hefur ekki verið bólusett við lifrarbólgu síðan 2003. Það er því orðinn til stór hópur sem hefur ekki mótefni gegn þessum sjúkdómi og hann stækkar ört. Þessi veira er einhvers staðar í hópnum og hefur verið þar í mörg ár. Hún hefur fleiri hunda til að smita núna en áður.“ Auður segir að Landbúnaðar- stofnun hafi rætt við lyfjafyrir- tæki erlendis um að framleiða lyf gegn lifrarbólgu fyrir íslenskan markað. Undirtektir hafi verið nokkuð góðar, en lyfið komi ekki á mark- að hér fyrr en eftir nokkra mán- uði, ef samkomulag takist. Fólk veit af smithættunni Stanslausar kvartanir farþega í flugvél á þriðjudags- kvöld urðu til þess að fresta þurfti fluginu þar til morguninn eftir. Kona nokkur var óánægð með sex karlmenn sem töluðu arabísku í flugvélinni, sem fljúga átti frá San Diego til Chicago í Bandaríkjunum. Flugvélin þurfti að snúa aftur til flugstöðvarinnar og hætta við flugtak og voru mennirnir sex og konan yfirheyrð. Í ljós kom að mennirnir voru bandarískir, af íröskum uppruna. Þeir höfðu allir verið í æfingabúðum Bandaríkja- hers og voru á leið til að taka þátt í stríðinu í Írak. Óttaðist arabísku- mælandi menn „Það er æskilegra að unglingadeildin sé fjölmenn eigi hún að vera öflug,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, fomaður menntaráðs. Breyta á skipulagi varðandi skólamál í Úlfarsárdal þar sem gert er ráð fyrir 3.500 íbúðum. Upphaflega var gert ráð fyrir þremur skólum frá fyrsta og upp í tíunda bekk en nú hefur verið ákveðið að fjölga skólum um einn og hafa sérstak- an skóla fyrir unglingadeild. Júlíus Vífill segir mikilvægt að bjóða unglingum upp á fjölbreytni. Aukið val í stærri deild
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.