Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 22
É g er búinn að panta tíma fyrir ykkur hjá geðlækni,“ sagði Benóný Ásgrímsson, flugstjóri þyrlu Landhelgis- gæslunnar TF- GNÁR, í gríni við Hlyn Stefánsson og fjóra félaga hans úr björgunar- sveitunum, við Hrútfjallstinda þegar hann náði í þá um kvöldmatar- leytið síðasta laugardag. Hlynur og félagar hans voru valdir til að leita tveggja Þjóðverja á fjallinu við afar erfiðar aðstæður og hefur Benóný líklega verið að vísa til þess að leiðangur þeirra væri óðs manns æði. Ekkert hefur spurst til Þjóðverjanna síðan í lok júlí og tóku um tvö hundruð björgunar- sveitarmenn þátt í að leita að þeim um liðna helgi. Fimmmenning- arnir stukku úr þyrlunni yfir fjallinu og leituðu að Þjóðverjunum í sjö klukku- stundir. Nákvæmnin og yfirvegunin sem einkennir Hlyn er talin nýtast honum vel í slíkum aðstæðum og er hann oft valinn til að stjórna björgunar- leiðöngrum. „Hlynur er maðurinn sem ég vil hafa við hliðina á mér í erfiðum og krefjandi björgunar- verkefnum því hann veit alltaf hvað hann á að gera,“ segir félagi hans í björgunar- sveitinni. „Pottþéttur björgunar- sveitarmaður og gull af manni,“ segir annar. Þessir eiginleikar nýtast Hlyni einnig vel í starfi hans sem verkfræðingur. „Hann vinnur að sínu í rólegheitum, að minnsta kosti á yfirborðinu; það er aldrei neinn gusugangur í honum þó að hann sé afskaplega duglegur og skari alls staðar fram úr.“ Hlynur fékk meðal annars einkunnina þrettán fyrir lokaverkefni sitt í mastersnámi í aðgerða- stjórnun við danskan háskóla: einkunn sem er sögð sambærileg við ellefu á íslenska skalanum. Hann er talinn ígrunda mál sitt vel, vera rökfastur, frjór og skapandi í vinnu sem og góður sölumaður: ákveðni og þrjóska eru orð sem eru notuð til að lýsa honum. „Hann gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana.“ Þrátt fyrir dugnaðinn og ákveðnina getur Hlynur samt haldið sér til hlés ef svo ber undir og honum er lýst sem ljúfmenni. „Hann er ekkert fyrir það að trana sér fram að óþörfu.“ Miðað við þessar lýsingar er eðlilegt að blaðamaður hafi gripið í tómt þegar hann reyndi að kreista eitthvað vafasamt um Hlyn út úr vinum hans og vandamönnum: enginn gat bent á bresti í fari hans eða bernskubrek – nema ef vera skyldi galla- leysið og rauða hárið sem vinir hans stríða honum stundum á í gríni. „Hann er aðeins of rúðustrikaður fyrir minn smekk, of pottþéttur: hann mætti vera breyskari. Ég hef stundum sagt að Hlynur yrði fullkominn forseti því ekkert úr fortíð hans getur varpað skugga á mannorð hans.“ Hlynur hefur alla tíð verið afskaplega skipulagður og markviss. Hann þótti ljúft og kurteist barn sem dásamaði matinn sem honum var borinn svo mikið að bræður hans stríddu honum góðlátlega vegna þess. „Bræður hans sögðu oft að hann segði „Mikið er þetta gott,“ áður en að hann fékk matinn og smakkaði á honum,“ en þetta er talið lýsa eðlislægri kurteisi og jákvæðni Hlyns. Hlynur hefur verið björgunar- sveitarmaður í tólf ár og ver miklu af frítíma sínum í starfið sem og í alls konar útivist eins og skíði, hjólreiðar og kajakróður. Áhugann á útivist fékk Hlynur strax í æsku því foreldrar hans fóru gjarnan með þá bræður á fjöll og ferðuðust mikið um í náttúru Íslands. „Hann hefur verið á fjöllum frá blautu barns- beini og hálendi Íslands er hans annað heimili.“ Það er því ekki óeðlilegt að Hlynur er sagður mikill umhverfisverndarsinni. „Honum er umhugað um þetta annað heimili sitt.“ Hlynur er meðal annars af þessum sökum sagður vera hugsjónamaður sem er ekki sama hvernig fer fyrir landi og þjóð. Áralangt starf hans í björgunarsveitunum er án efa hluti af þessari hugsjón, en hann hefur auk þess áhuga á lýðheilsu og menntamálum. Vinir hans og vandamenn geta hins vegar ekki staðsett hann í pólitík. „Ég veit til dæmis ekki hvað hann kaus í síðustu kosningum og hann er ekki skráður í stjórnmálaflokk.“ Hlynur er sagður vera jafnréttissinni sem sinnir heimilisverkunum til jafns við sambýlis- konu sína, Brynju Björk Magnúsdóttur sálfræð- ing, enda eru þau sögð vera nútímafólk: elda- mennska Hlyns er þó bara sögð svona la-la. Hlynur og Brynja eru að byggja sér hús í Norðlingaholti sem þau keyptu fokhelt. Þau vinna nú að því hörðum höndum að gera húsið íbúðarhæft og ver Hlynur flestum kvöldum við þá vinnu þessa dagana, sem kemur ekki á óvart því hann er sagður vera liðtækur smiður, og er stefna þeirra að flytja inn í nýja húsið seinni hluta vetrar. Valmenni sem ann útivist Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-16:00 sun 13:00-16:00 - www.egodekor. is Útsölulok 20-70% afsláttur Frönskunámskeið hefjast 17. september Námskeið fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur og lengra komna Tryggvagata 8, 101 Reykjavík, Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Innritun í síma 552 3870 3.-14. sept. FO R M PR EN T Langar þig að læra tungumál Risessunnar? Auglýsingasími – Mest lesið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.