Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 31

Fréttablaðið - 01.09.2007, Síða 31
og svo krýpur maður niður og þá þarf maður að horfa inn á við. Leita að sínum eigin demanti,“ útskýra Jóní og Eirún. Það er alltaf eitthvað fallegt í hugsun Gjörninga- klúbbsins. Nýjasta verk þeirra er útilistaverk við Vatnsfellsvirkjun. Verkið fékk Green Leaf Award í sumar sem eru alþjóðleg umhverfisverðlaun og stelpunum þykir mjög vænt um það. Verkið er vídeó og ljósmyndir. „Það var óskað eftir að við gerðum nýtt verk fyrir sýningu í Noregi. Þetta er mynd- list sem á að vekja athygli á hlýnun jarðarinnar, gróðurhúsa- áhrifum og öllu því. Þetta var í samvinnu við alþjóðlegan umhverfisdag Sameinuðu þjóð- anna. Sýningin var opnuð á þess- um degi og við fengum verðlaunin afhent,“ segja þær stoltar. „í verkinu fylgjumst við með ríkum konum sem ákveða að stinga af. Þær hafa fengið nóg af því að sitja einar heima í einbýlishúsunum sínum meðan mennirnir fara í bisness-ferðalög. Þær ná í gítarinn úr unglinga- herberginu, fara í pelsana og upp á fjöll til að komast í tengsl við náttúruna og sjálfar sig og njóta síðustu köldu daganna áður en allt bráðnar. Það er algjör lúxus að fá að vera í kulda,“ útskýra þær í sameiningu. „Þetta er grafalvar- legt mál með írónískum undirtóni. En þessar konur eru alveg rólegar með þetta. Ef það verður of heitt þá fara þær bara úr pelsunum. Þær eru líka örugglega með einhver flott bikiní í vasanum. Það er dálítill heimsendatónn í þessu en samt smá í djóki. Maður þarf að vera fallegur og töff þó að heimsendir sé að nálgast.“ Eftir að hafa fengið leiðsögn um sýninguna og starfsferil Gjörninga- klúbbsins setjast stelpurnar niður eitt augnablik áður en þær halda áfram að setja upp sýninguna. „Þetta er ótrúlega gott tækifæri til að pæla í hlutunum og setja þá í samhengi. Mikið af dótinu hefur verið ofan í kössum en núna þegar við tökum þetta upp þá er mjög sterkur þráður í gegnum verkin. Strax í fyrsta gjörningnum myndaðist ákveðinn grundvöllur. Eitthvað sem okkur hefur öllum þótt áhugavert að taka lengra. En enga okkar grunaði að við myndum ennþá vera að gera þetta eftir ellefu ár,“ segja þær. Gjörningaklúbburinn var stofn- aður þegar þær voru að útskrifast úr Listaháskólanum en ekkert plan um glæstan feril lá þá fyrir. „Nei, alls ekki. En af því að við hittum á einhvern streng sem tengdi okkur saman strax í byrjun þá höfum við haft ástæðu til að halda áfram. Árin líða og fleiri sýningar bætast við og fleiri verk verða til,“ útskýrir Eirún. En hver skyldi vera þessi sterki þráður sem má sjá í gegnum verkin? „Kannski er það leit. Leit að kærleika eða ástinni, upplif- unum, sjálfsmynd og trú kannski líka,“ segir Eirún. „Kannski að komast að því hvort maður geti unnið með einhverjum öðrum og þróað hugmyndir áfram og kastað þeim á milli. Það er hægt að ná meiri árangri þannig heldur en að sitja einn heima og fara í einhverja hringi. Með því að gefa boltann á milli þá kemst maður að niður- stöðum sem eru í rauninni merkilegri en þær sem maður hefði komist að einn,“ bætir Sigrún við. „Þetta snýst líka um að geta sleppt sér í því að sjá einhverja hugmynd verða að veruleika sem þú tengir mjög sterkt við en þú þarft að deila henni með öðrum. Það gerir mann sterkari. Og er oft líka miklu skemmtilegra. Maður leyfir sér að taka fleiri sénsa, vera asnalegur, flissa soldið, hafa gaman og hlæja.“ Gjörningaklúbburinn var í útrásarhug 1997 eftir að hafa fengið símtal frá Ósló um að koma fram þar. Það virkaði ekki að þýða nafnið beint á ensku en stelpurnar hafa alltaf predikað mikið ást og kærleik og þannig varð nafnið þeirra The Icelandic Love Corp- oration til á ensku. „Ástin er ekki bara eitthvað eitt einfalt og væmið, ástin getur birst í svo mörgum myndum. Hún getur verið andstyggileg og hatrömm. Ástin fer aldrei úr tísku. Fólki finnst eins og ástin sé eitthvað léttvægt, eins og rauðu ástar- sögurnar, en hún stjórnar heim- inum. Vonandi, meira heldur en eitthvað annað,“ segja þær hver ofan í aðra. „Ástin er ekkert grín,“ bæta þær við. Húmorinn aldrei langt undan. Gjörningaklúbburinn hefur starfað meira erlendis síðasta áratuginn þótt þær reyni að halda eina sýningu á ári á Íslandi. Meiri hlutann af árinu eru þær erlendis þó það sé ekki ákvörðun, Ísland er einfaldlega svo lítið. „Stundum förum við út og erum trítaðar eins og algjörar stjörnur og erum á lúxushótelum en stundum erum við bara á einhverjum skáta- heimilum. Það fer alveg eftir því hver er að bjóða og hvað er að gerast,“ segja þær um mót- tökurnar. „Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að hafa fengið Green Leaf verðlaunin,“ segir Jóní. „Það var líka rosalega gaman að fá þetta tækifæri fyrir plötuna hennar Bjarkar,“ segir Eirún en Gjörningaklúbburinn bjó til búninga og skúlptúra fyrir nýju plötuna hennar. Þetta tvennt er líka eitthvað sem er glænýtt og gefur vonir um að Gjörningaklúbburinn muni starfa ótrauður áfram. „En svo eru líka svo skemmtileg móment þegar við erum að fara inn á verkstæði og hitta alls konar fólk og biðja það um að gera fáránlegustu hluti fyrir okkur og fólk er alveg frábært hvað það tekur vel í alls konar skrítna hluti,“ segja þær. En hvernig skyldi almenningur á Íslandi hafa tekið þeim? „Mjög vel,“ segja þær allar í kór. „Bæði börn og fullorðnir. Almenningur hefur tekið okkur opnum örmum. En sumir fræðimenn hafa þóst vera eitthvað merkilegir með sig og hafa ekki getað tekið þátt. Við erum alls ekki eitthvað léttvægt dót. Við finnum einmitt fyrir því hvað það er fullorðins að vera með svona yfirlitssýningu,“ benda þær á. „En af því að við erum þrjár er útkoman sem kemur frá okkur þremur kannski almennari,“ segir Eirún. „Það má heldur ekki gleyma að gefa almenningi kredit. Almenningur er ekkert vitlaus,“ segir Jóní. „Nei, og mjög áhuga- samur um myndlist,“ segir Eirún með áherslu. Og svo hlæja þær allar. Auglýsing vegna aukningar stofnfjár Ákveðið hefur verið að auka stofnfé um kr. 2.971.234.536 með útboði þar sem stofnfjáreigendum verður boðið að skrá sig fyrir nýju stofnfé sbr. samþykktir sparisjóðsins þar að lútandi. Heildarnafnverð nýs stofnfjár í útboðinu er kr. 1.565.854.263 og er verð hvers stofnfjárhlutar kr. 1,89751665. Útboðið sem nú fer í hönd er forsenda þess að hægt sé að ná skiptihlutföllum sem gert er ráð fyrir í fyrirhuguðum samruna við Sparisjóð Kópavogs, en samrunaáætlun var undirrituð af stjórnum sjóðanna 27. júní síðastliðinn. Í dag hafa allir stofnfjárhlutir í BYR - sparisjóði verið skráðir rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands. Svo mun einnig verða um nýtt stofnfé sem gefið verður út í tengslum við aukningu þessa. Útboðslýsingu vegna stofnfjáraukningarinnar er að finna á heimasíðu BYRS - sparisjóðs www.byr.is. Jafnframt má nálgast lýsinguna í útibúum BYRS - sparisjóðs. Þjónustuver veitir upplýsingar um útboðið í síma 575 4000. Áskriftartímabil stendur yfir frá og með 3. september, til og með 17. september næstkomandi. Eindagi áskrifta er 24. september 2007. Reykjavík, 31. ágúst 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.