Fréttablaðið - 06.09.2007, Qupperneq 4
Þrír menn voru
handteknir í Þýskalandi í gær.
Þeir eru grunaðir um að hafa
ætlað að fremja hryðjuverk á
tveimur stöðum í Þýskalandi;
bandaríska herflugvellinum við
Ramstein og á alþjóðaflugvellin-
um í Frankfurt.
Monika Harms saksóknari segir
að mennirnir hafi gengist undir
þjálfun í Pakistan. Einnig hafi þeir
útvegað sér um 700 kíló af vetnis-
peroxíði sem nota átti í sprengju-
gerð.
„Þetta hefði getað gert þeim
kleift að útbúa sprengjur með
meiri sprengikraft en var í
sprengjuárásunum á London og
Madrid,“ segir Jörg Zierke, yfir-
maður þýsku sakamálalögregl-
unnar.
Tveir hinna handteknu eru Þjóð-
verjar, 22 og 28 ára gamlir, sem
snerust til íslamstrúar. Sá þriðji er
29 ára gamall Tyrki. Lögreglan
veitti þeim fyrst athygli þegar
þeir sáust fylgjast með banda-
rískri herstöð í Hanau í Þýska-
landi í lok síðasta árs.
Allir eru þeir sagðir hafa hlotið
þjálfun í Pakistan á vegum sam-
taka sem nefnast Bandalag hei-
lags stríðs íslams, sem sögð eru
samtök súnnímúslima með rætur í
Úsbekistan.
Tveir mannanna voru hand-
teknir í sumarhúsi í Þýskalandi í
gær, en sá þriðji komst undan út
um baðherbergisglugga. Honum
tókst þó ekki að komast lengra en
300 metra, þar sem lögreglan hafði
girt svæðið af.
Daginn áður hafði leyniþjónusta
dönsku lögreglunnar handtekið
átta manns í Kaupmannahöfn, sem
einnig höfðu sprengiefni í fórum
sínum og eru grunaðir um að hafa
haft hryðjuverk í bígerð. Lögregl-
an fullyrti að mennirnir hefðu haft
bein tengsl við Al Kaída, samtökin
sem Osama bin Laden hefur verið
í forystu fyrir.
Þá hófust í Danmörku í gær
réttarhöld yfir fjórum mönnum
sem handteknir af voru sams
konar ástæðum í Óðinsvéum fyrir
ári.
Hvorki Þýskaland né Danmörk
hafa til þessa orðið fyrir árásum
íslamskra hryðjuverkamanna.
Þýskaland hefur hins vegar verið
með herlið í Afganistan og Danir
hafa verið með herlið bæði í Írak
og Afganistan, og þar með beinast
spjót herskárra múslima nánast
sjálfkrafa að Þýskalandi og Dan-
mörku.
Skopmyndirnar af Múhameð
spámanni, sem birtust í danska
dagblaðinu Jyllandsposten fyrir
tveimur árum, eiga einnig sinn
þátt í að Danmörk er ennþá hugs-
anlegt skotmark hryðjuverka-
manna.
„Þetta er ekkert búið. Íslamskir
öfgamenn tala enn um þetta,“
segir Evan Kohlberg, bandarískur
sérfræðingur sem fylgst hefur
með starfsemi hryðjuverkamanna
víða um heim.
Höfðu útvegað sér
öflug sprengiefni
Þrír menn voru handteknir í Þýskalandi í gær, daginn eftir að danska lögregl-
an handtók átta menn í Kaupmannahöfn. Mennirnir eru grunaðir um að hafa
haft hryðjuverk í bígerð. Þeir höfðu útvegað sér 700 kíló af sprengiefni.
Almenningur sem leggur leið sína í
miðborg Reykjavíkur að næturlagi um komandi helgi
ætti að taka eftir breytingu til hins betra, segir Stefán
Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hann
segir að fleiri en lögregla verði þó að koma að til að
bæta ástandið, og að því sé unnið.
„Við boðum aukna sýnilega löggæslu, menn munu
þá sjá meira af lögreglumönnum við störf, og finna þá
væntanlega til meira öryggis,“ segir Stefán. Eins og
fram hefur komið í Fréttablaðinu munu sérsveitar-
menn frá Ríkislögreglustjóra aðstoða við löggæslu í
miðborginni næstu helgar.
„Við munum láta verkin tala á þessu sviði eins og
öðrum,“ segir Stefán. „Ég held að það sé ekki
tímabært að tala um hvernig við ætlum nákvæmlega
að útfæra þetta, en við erum að vinna að skipulagn-
ingu löggæslu og auknum sýnileika í miðborginni.“
Stefán segir að haldið verði áfram að stöðva fólk
fyrir brot á lögreglusamþykkt. Í sumar hafi lögfræð-
ingar gengið vaktir um helgar til að mögulegt hafi
verið að ljúka minni háttar brotum með sekt á
staðnum, sem hafi gefið góða raun, og nokkur slík mál
komi upp um hverja helgi.
Lögreglan mun láta verkin tala
39.900 kr.
Fer›askrifstofa í eigu Iceland Express
www.expressferdir.is
21.–25. september
Beint flug til Nice
Verð á mann aðeins
Nánar á www.expressferdir.is eða í síma 5 900 100
NICE, CANNES
OG MONACO
EINSTAKTTÆKIFÆRI!
Að minnsta kosti
níu manns týndu lífi og ellefu
manns er saknað eftir að fellibyl-
urinn Felix gekk yfir Miskito-
strandhéraðið í Níkaragva, en
yfirvöld í Níkaragva, Hondúras
og Gvatemala voru við því búin
að hann ylli mun meira tjóni.
Á sama tíma skall hitabeltis-
stormurinn Henríetta á vestur-
strönd Mexíkós, en þá hafði hann
sótt í sig veðrið og taldist lægsta
stigs fellibylur. Minnst sjö manns
eru talin hafa týnt lífi af völdum
Henríettu á leið hennar eftir
Kyrrahafsströndinni og yfir Baja
California-skaga.
Felix banaði
minnst níu
Rúmlega vikulöng
hitabylgja varð 25 manns að bana
í suðurhluta Kaliforníuríkis í
Bandaríkjunum. Hitinn náði hæst
43 gráðum á eyðimerkursvæðum
í ríkinu og lækkaði hann einungis
um nokkrar gráður að nóttu til.
Tugir þúsunda heimila voru án
rafmagns vegna álags á rafkerf-
inu sökum aukinnar notkunar loft-
ræstikerfa. Talið er að fimmtán
hafi látist vegna hitans í Los Ang-
eles og aðrir tíu á öðrum svæðum.
Hitabylgja varð
25 að aldurtila
„Lyf eru ólík
annarri vöru að því leytinu til að
kaupandi og greiðandi eru ekki
þeir sömu. Þar gilda því ekki
þessi sígildu markaðslögmál,“
segir Rúna
Hauksdóttir
Hvannberg
heilsuhag-
fræðingur,
umbeðin að
skýra hvað
felist í
sérsviði
hennar,
heilsuhag-
fræði.
Rúna hefur
verið skipuð
formaður
lyfjagreiðslu-
nefndar af heilbrigðisráðherra.
Lyfjagreiðslunefnd ákvarðar
meðal annars hámarksverð
lyfja.
Hún segir að ef nefna skuli
einhverjar væntanlegar áherslur
hennar í nefndinni verði þær í
þá áttina að skerpa á þessu
sérsviði lyfja- og heilsuhagfræð-
innar.
Lyf eru ólík
annarri vöru