Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 10
„Í dag eigum við betri greiningar-
tæki en það er ekkert sem bendir til þess að tíðni
geðhvarfa hjá börnum sé að aukast eða að um
faraldur sé að ræða hér á landi,“ segir Bertrand
Lauth, barna- og unglingageðlæknir.
Tilfelli barna með geðhvörf (Bipolar Disorder) í
Bandaríkjunum hafa fjörutíufaldast á árunum 1994
til 2003. Þetta kemur fram í grein eftir Benedict
Carey hjá dagblaðinu New York Times. Þar kemur
einnig fram að sérfræðingar telja nær öruggt að
tilfellum hafi enn fjölgað síðan árið 2003 og til
dagsins í dag.
Bertrand segir ástæður þessarar aukningar geta
verið þær að fólk sé meira meðvitað í dag um
erfiðleika barna, leiti meira til sérfræðinga og viti
meira um réttindi barna. „Ég held að það sé þó
eðlilegt að spyrja sig þeirrar spurningar hvort um
ofgreiningu sé að ræða, án þess að ég geti fullyrt nánar um niðurstöðu þessarar rannsóknar. Ég veit að
í Bandaríkjunum þarf ákveðnar sjúkdómsgreiningar
til að fólk geti fengið endurgreidda læknisþjónustu
frá einkatryggingafélögum og það gæti spilað inn í
þessa miklu aukningu þar í landi.“
Geðhvörf eru öfgafullar geðsveiflur þar sem
manneskja getur sveiflast á milli þunglyndis og
örlyndis. Þangað til nýlega var talið að sjúkdómurinn
kæmi aðeins fram á fullorðinsárum. Í greininni
kemur fram að í gegnum tíðina hafi misfarist að
greina sjúkdóminn í börnum og nú fái þau börn
meðferð við sjúkdómnum sem á þurfi að halda. Aðrir
eru á þeirri skoðun að geðhvörf séu ofgreindur
sjúkdómur hjá börnum og í dag sé hvaða árásar-
gjarna og hvatvísa barn greint ranglega með
geðhvörf. Í kjölfar greiningar sé barnið sett á mjög
öflug geðlyf sem sjaldnast henti börnum og hliðar-
verkanir séu alvarlegar, eins og þyngdaraukning.
Bertrand segir málið tvíþætt. Annars vegar horfi
læknar hugsanlega of oft til ákveðinna sjúkdóma og
hins vegar hafi geðsjúkdómar í börnum verið
vangreindir hér áður fyrr. „Ég er ekki á móti því að
greina sjúkdóma betur núna, en vissulega þarf að
gæta þess að sjúkdómsvæða ekki of mikið. Einnig
þarf að greina sjúkdóma án þrýstings frá einka-
tryggingafélögum eins og í sumum tilfellum í
Bandaríkjunum,“ segir Bertrand.
Tíðni geðsjúkdóms hjá
börnum margfaldast
Tilfelli barna með geðhvörf í Bandaríkjunum hafa fjörutíufaldast á árunum
1994 til 2003 samkvæmt nýlegri rannsókn. Ekkert bendir til að um faraldur sé
að ræða á Íslandi, segir Bertrand Lauth barna- og unglingageðlæknir.
Jose Manuel
Barroso, forseti framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins,
sagðist í gær sannfærður um að
fulltrúar allra 27 aðildarríkja
sambandsins myndu leggja loka-
blessun sína yfir nýjustu upp-
færsluna á stofnsáttmála þess á
leiðtogafundi í október. Að sínu
mati ættu þingkosningar, sem
búist er við að efnt verði til í Pól-
landi í haust, ekki að verða til þess
að fresta afgreiðslu nýja ESB-
sáttmálans.
Utanríkisráðherrar aðildarríkj-
anna koma saman í Portúgal á
morgun, föstudag, til að ræða nýja
sáttmálann. Portúgalar gegna for-
mennskunni í sambandinu síðari
helming ársins.
Á málþingi á vegum Evrópu-
réttarstofnunar Háskólans í
Reykjavík í gær sagði Pierre Mat-
hijsen, prófessor í Brussel og
fyrrverandi skrifstofustjóri hjá
framkvæmdastjórn ESB, að ráða-
menn sambandsins vonuðust til
að nýi sáttmálinn verði fullgiltur í
öllum aðildarríkjunum án þess að
hann verði nokkurs staðar borinn
undir þjóðaratkvæði. Fyrir því
væru góð rök, enda kvæði nýi
sáttmálinn á um mun umfangs-
minni uppfærslu á eldri sáttmál-
unum en til stóð að gera með
stjórnarskrársáttmálanum svo-
nefnda, sem meirihluti kjósenda í
Frakklandi og Hollandi felldu í
þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir
tveimur árum.
Barroso treystir á samstöðu
Glerfínar gluggafilmur
– aukin vellíðan á vinnustað
R
V
62
09
3M glu
ggafilm
ur fyrir
skóla, s
júkrahú
s, skrifs
tofur,
verslani
r og að
ra vinnu
staði
Fagme
nn frá
RV
sjá um
uppset
ningu
A
T
A
R
N
A
–
K
M
I
/
F
ÍT
Nóatúni 4 • Sími 520 3000
www.sminor.is