Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 29

Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 29
Óli Hjörtur Ólafsson vílar ekki fyrir sér að ganga í snjóþvegnum gallabuxum, enda segir hann engann hafa mótmælt til þessa og nænt- ís-peysan hans smellpassaði við innréttingar í Sykurmolapartíi. „Þessi peysa er þeim kostum gædd að lýsast stór- fenglega upp þegar maður fer í „blacklight“ lýsingu,“ segir Óli Hjörtur Ólafsson, fráfarandi rekstrarstjóri Q-bar og tískuáhugamaður með meiru, en peysuna góðu keypti hann í Spúútnik þar sem hann vann stundum í afleysingum. „Ég nota hana reyndar ekki hversdags, heldur meira svona við sérstök tilefni,“ segir hann og nefnir í því samhengi Sykurmolatónleika sem haldnir voru í Laugardalshöll síðasta vetur. „Eftir tónleikana var mér boðið í sérstakt eftir- partí og þegar ég kom þangað inn var einhver snill- ingur búinn að skreyta rýmið í nákvæmlega þess- um litum: Bleiku, grænu, gulu og svörtu. Ég varð eins og hluti af innréttingunni og fólk hafði mig grunaðan um að hafa planað þetta,“ segir hann íbygginn og dregur auga í pung. Spurður út í snjóþvegnu gallabuxurnar sem hann klæðist nánast á hverjum degi segir hann engar kvartanir hafa borist til þessa. „Allir vinir mínir fíla þær rosalega vel og þá sér í lagi stelpurnar. Stelpur eru vitlausar í snjóþvegnar gallabuxur,“ segir Óli og flissar, en gaman er að geta þess að Óli Hjörtur er nú fluttur til Kaupmannahafnar þar sem hann ætlar að ljá Dóru Takefusa starfskrafta sína á hinum geysivinsæla „Íslendingabar“ Jolene. Í snjóþvegnum buxum og alveg með´etta!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.