Fréttablaðið - 06.09.2007, Síða 60
Á föstudag var opnuð í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur sýning á verkum ljósmynd-
arans Dante: Hin umkomulausu börn
Afganistans. Myndirnar á sýningunni
sýna börn í Afganistan í hvunndeginum
sem einkennist af óróleika stríðsrekstr-
ar og óstöðugleika á svæðinu eins og
alkunna er. Börnin þar hafa mátt þola
meira harðræði fyrir níu ára aldur en
flestir þola á heilli mannsævi. „Þrátt
fyrir þetta skynjar maður hjá þeim ein-
læga von og styrk til að takast á við
framtíðina,“ segir listamaðurinn Dante
sem dvaldi í landinu um skeið en hann
býr og starfar í Reykjavík.
Dante stundaði nám í Gerrit Rietveld
Acadamy í Amsterdam í Hollandi og Ins-
titute of American Indian Arts í Santa
Fe í Nýju-Mexíkó og hefur unnið verk
sín að stórum hluta út frá arfleifð sinni
sem indíáni.
„ Það að vera indíáni hefur stöðug
áhrif á listsköpun mína og víkkar út
skilning minn á viðfangsefnum. Ég
myndi þó ekki fullyrða að sú staðreynd
að ég sé indíáni hafi áhrif á alla mína
vinnu, en ég veit þó að í sumum verkum
mínum hef ég tilhneigingu til þess að
bera hugmyndafræði indíána saman við
hinn nýja heim. Sum verk eru einföld
þar sem ég leitast við að ná fram þögulli
fegurð en önnur geta komið áhorfandan-
um í uppnám og jafnvel fengið hann til
þess að fyllast frumstæðri tilfinningu.“
Sýningin er sett upp í Skotinu og verð-
ur uppi til 24. október, en fram undan er
á Ljósmyndasafninu stórsýning á verk-
um ljósmyndara Dagblaðsins Vísis sem
verður opnuð 15. september og kemur
hún í stað sýningar þeirra Páls Stefáns-
sonar, Rax og Olaf Otto Becker AUTOM-
ATOS sem lýkur nú um helgina.
Börn í Afganistan
Ískalt íslenskt vatn - hvenær sem er
GE kæliskáparnir eru öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir
Amerískir GE kæliskápar
á tilboðsverði
AFSLÁTTUR
25%
Auglýsingasími
– Mest lesið
Ath. 19.27
spilar Sinfónían í beinni á Rás
1 Ríkisútvarpsins Vorblót eftir
Stravinskí. Það er best að
skrúfa tækin í botn, halla sér
aftur og láta þessa kviðu
hvolfast yfir sig með öllum þeim
krafti sem í tónlistinni býr. Á
sínum tíma varð allt brjálað út
af þessari tónlist en nú til dags
gengur mönnum betur að skilja
í henni máttinn.
Sinfóníuhljómsveit Íslands er
komin til starfa eftir sum-
arhlé og heldur sína fyrstu
hljómleika í kvöld. Á dagskrá
eru verk eftir Atla Heimi
Sveinsson, Stravinskí og
Mozart. Einleikari kvöldsins
er Ari Þór Vilhjálmsson en
hljómsveitarstjóri er Rumon
Gamba.
Það styttist í dvalarlok hljómsveit-
arinnar á Melunum þar sem hún
hefur nú spilað í hátt í fimmtíu ár.
Engan gat grunað þegar hljómsveit-
in fór úr fyrra húsnæði, Þjóðleikhúsi
og síðar Austurbæjarbíói, að svo
langt liði þar til hún fengi sitt eigið
hús. Besta band á Íslandi er hún oft
kölluð af poppurunum landsins sem
oftast fá meiri umfjöllun en okkar
stóra hljómsveit.
Fram undan er stórt ár hjá Sinfón-
íunni. Nýr styrktaraðili er kominn
henni til hjálpar: FL Group. Rumon
Gamba verður áfram aðalhljóm-
sveitarstjóri hennar og dagskrá tón-
leika kvöldsins gefur okkur fyrir-
heit. Á þessum upphafstónleikum
hljómsveitarinnar í vetur mun ungur
fiðluleikari, Ari Þór Vilhjálmsson,
leika fiðlukonsert Mozarts nr. 3, sem
tónskáldið samdi aðeins nítján ára
gamall. Þá verður einnig frumflutt
verk Atla Heimis Sveinssonar, Alla
Turca og svo framvegis..., þar sem
Atli hyllir meistarann frá Salzburg
eins og honum einum er lagið og
endurgreiðir og launar fyrir sig með
nýju verki en Atli er fyrstur
íslenskra tónskálda til að vera á
launum hjá hljómsveitinni til lengri
tíma. Hið magnþrungna Vorblót
Stravinskís rekur síðan endahnútinn
á tónleikana og munu tónar Igors
skekja húsið sem oft áður.
Á laugardag er síðan haldinn hinn
árlegi Sinfóníudagur. Þá gefst öllum
áhugasömum tækifæri til að kynn-
ast hljómsveitinni. Dagskráin hefst
kl. 13 með því að einstakir hljóð-
færahópar hljómsveitarinnar kynna
sig og hljóðfæri sín fyrir gestum í
anddyri og hliðarsölum bíósins.
Trúðurinn Barbara mun veita tón-
listarmönnunum dygga aðstoð við
þetta starf. Klukkan 14.30 verða
síðan stuttir tónleikar með allri
hljómsveitinni í aðalsalnum, og þá
verður líka dregið í happdrætti sem
gestir Sinfóníudagsins geta tekið
þátt í. Starfsfólk Sinfóníunnar mun
jafnframt veita áhugasömum ráð-
gjöf og aðstoð við að velja sér
áskriftarleiðir en þær eru nokkrar
sem fyrr í hinu fjölbreytta og stóra
prógrammi hljómsveitarinnar og úr
vöndu að ráða.
Vefur hljómsveitarinnar gefur
nasasjón af dagskránni, sem er raun-
ar svo efnismikil að erfitt er að gera
grein fyrir henni í stuttri grein.
Fram undan eru tónleikar með ein-
leikurum á borð við Ágúst Ólafsson,
Víking Heiðar og Sigurð Flosason.
Bara þennan mánuð eru á dagskrá
verk eftir íslensk tónskáld á borð við
Jón Þórarinsson (Völuspá í næstu
viku) og Jón Leifs (forleikurinn að
Galdra-Lofti).
Kammersveit hljómsveitarinnar
verður með útibú í Þjóðmenningar-
húsi. Margir erlendir gestir munu
kæta áhorfendur og hljómsveitina
með innleggi sínu í þann galdur sem
vikulega er framinn úti á Melum.
Nægir þar að nefna Petri Sakari,
Evu Ollikainen, Esa Hakkila, Erling
Blöndal og Vladimir Ashkenazy.
Vefslóð hljómsveitarinnar er www.
sinfonia.is.